Gagnrýnandi BBC um nýju Terminator-myndina: „Vinsamlegast hættið að framleiða þessar myndir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2019 20:30 Linda Hamilton sem Sarah Connor í nýjustu Terminator-myndinni. Nicholas Barber, gagnrýnandi BBC, virðist ekkert vera alltof sáttur við nýjustu myndina í Terminator-kvikmyndaröðinni, Terminator:Dark Fate. Hann gefur myndinni þó þrjár stjörnur en biður framleiðendur hennar um að vinsamlegast hætta við að framleiða fleiri Terminator-myndir, það sé tilgangslaust.Í Terminator: Dark Fate leiða Arnold Schwarzenegger og Linda Hamilton aftur hesta sína saman, í fyrsta sinn síðan í Terminator 2:Judgement Day, sem var framhald fyrstu Terminator-myndarinnar. Báðar þessar myndir þóttu vel heppnaðar.Það sama er ef til vill ekki hægt að segja um framhaldsmyndirnar þrjár sem gerðar hafa verið eftir að Terminator 2 kom út. Schwarzenegger lék í tveimur þeirra, síðast í Terminator Genisys sem kom út árið 2015. Forsíða greinarinnar.Skjáskot/BBC.Í gagnrýni Barber segir að framhaldsmyndirnar þrjár hafi fjarlægst það sem gerði fyrstu tvær myndirnar svo vel heppnaðar, og því batt hann vonir við að með endurkomu Hamilton og James Cameron sem framleiðanda, leikstjóra fyrstu tveggja myndanna, myndi eitthvað af töfraljómanum snúa aftur. Segir hann að biðin hafi verið þess virði, það hafi verið magnað að sjá Hamilton aftur í hlutverki Söruh Connor og að hún og Schwarzenegger smelli vel saman. Þá takist leikstjóra myndarinnar meðal annars að endurvekja eitthvað af því sem gerði fyrstu tvær myndirnar svo góðar. Líklega ástæðan fyrir stjörnunum tveimur.Barber telur þó að myndin sé í raun tilgangslaus. Ekkert nýtt komi fram í henni og að eina markmið hennar sé að vera moðsuða úr fyrstu tveimur myndunum. Framleiðendurnar valið að búa til verri endurgerð, frekar en að reyna að skapa eitthvað nýtt.„Útkoman er ekkert slæm, en ef það er það eina sem þeir geta boðið upp á, til hvers eru þeir þá að þessu. Það þarf að tortíma þessari myndaröð.“Gagnrýni Barber má lesa hér. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stikla Terminator: Sarah Connor er í fullu fjöri Hunter, lag tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsson, er notað í stiklunni. 23. maí 2019 13:30 Nýr Terminator í Los Angeles Arnold Schwarzenegger er hinn eini og sanni Terminator en til að auglýsa nýja framhaldsmynd í Terminator-flokknum þá leiddu framleiðendur myndarinnar Arnold og körfuboltamanninn Kawhi Leonard saman. 23. október 2019 15:15 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Nicholas Barber, gagnrýnandi BBC, virðist ekkert vera alltof sáttur við nýjustu myndina í Terminator-kvikmyndaröðinni, Terminator:Dark Fate. Hann gefur myndinni þó þrjár stjörnur en biður framleiðendur hennar um að vinsamlegast hætta við að framleiða fleiri Terminator-myndir, það sé tilgangslaust.Í Terminator: Dark Fate leiða Arnold Schwarzenegger og Linda Hamilton aftur hesta sína saman, í fyrsta sinn síðan í Terminator 2:Judgement Day, sem var framhald fyrstu Terminator-myndarinnar. Báðar þessar myndir þóttu vel heppnaðar.Það sama er ef til vill ekki hægt að segja um framhaldsmyndirnar þrjár sem gerðar hafa verið eftir að Terminator 2 kom út. Schwarzenegger lék í tveimur þeirra, síðast í Terminator Genisys sem kom út árið 2015. Forsíða greinarinnar.Skjáskot/BBC.Í gagnrýni Barber segir að framhaldsmyndirnar þrjár hafi fjarlægst það sem gerði fyrstu tvær myndirnar svo vel heppnaðar, og því batt hann vonir við að með endurkomu Hamilton og James Cameron sem framleiðanda, leikstjóra fyrstu tveggja myndanna, myndi eitthvað af töfraljómanum snúa aftur. Segir hann að biðin hafi verið þess virði, það hafi verið magnað að sjá Hamilton aftur í hlutverki Söruh Connor og að hún og Schwarzenegger smelli vel saman. Þá takist leikstjóra myndarinnar meðal annars að endurvekja eitthvað af því sem gerði fyrstu tvær myndirnar svo góðar. Líklega ástæðan fyrir stjörnunum tveimur.Barber telur þó að myndin sé í raun tilgangslaus. Ekkert nýtt komi fram í henni og að eina markmið hennar sé að vera moðsuða úr fyrstu tveimur myndunum. Framleiðendurnar valið að búa til verri endurgerð, frekar en að reyna að skapa eitthvað nýtt.„Útkoman er ekkert slæm, en ef það er það eina sem þeir geta boðið upp á, til hvers eru þeir þá að þessu. Það þarf að tortíma þessari myndaröð.“Gagnrýni Barber má lesa hér.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Stikla Terminator: Sarah Connor er í fullu fjöri Hunter, lag tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsson, er notað í stiklunni. 23. maí 2019 13:30 Nýr Terminator í Los Angeles Arnold Schwarzenegger er hinn eini og sanni Terminator en til að auglýsa nýja framhaldsmynd í Terminator-flokknum þá leiddu framleiðendur myndarinnar Arnold og körfuboltamanninn Kawhi Leonard saman. 23. október 2019 15:15 Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Stikla Terminator: Sarah Connor er í fullu fjöri Hunter, lag tónlistarkonunnar Bjarkar Guðmundsson, er notað í stiklunni. 23. maí 2019 13:30
Nýr Terminator í Los Angeles Arnold Schwarzenegger er hinn eini og sanni Terminator en til að auglýsa nýja framhaldsmynd í Terminator-flokknum þá leiddu framleiðendur myndarinnar Arnold og körfuboltamanninn Kawhi Leonard saman. 23. október 2019 15:15