Katrín Tanja Davíðsdóttir varð í fjórða sæti í morgun í fimmtu greininni á CrossFit mótinu „FittestInCapeTown“ sem fer fram í Höfðaborg í Suður-Afríku.
Katrín Tanja er þar með komin yfir 400 stigin (402 stig) í keppninni og er enn með forystuna sem hún náði með því að vinna þriðju og fjórðu greinina.
Hin ítalska AlessandraPichelli er aftur á móti komin á fleygiferð en hún vann fimmtu greinina sem var skírð eftir kraftakonunni Díönu.
Pichelli fékk sextán stigum meira en Katrín Tanja og hoppaði upp í annað sætið upp fyrir Miu Akerlund.
Nú munar átján stigum á Katrínu Tönju og AlessöndruPichelli en Akerlund er síðan fjórtán stigum á eftir þeirri ítölsku.
Í þessari fimmtu grein sem hét „StrongmanDiane“ eða „Kraftakonan Díana“ þá áttu stelpurnar fyrsta að bera þunga sandpoka 25 metra, svo tóku við endurtekningar af jafnhöttun og armbeygjum í handstöðu og í lokin þurftu þær að draga þungan sleða 25 metra til baka.
Katrín Tanja kláraði þetta á 5:13.72 mínútum en sigurvegarinn AlessandraPichelli kom í mark á 4:32.44 mínútum.
Næsta grein heitir „TheTrap 2019“ eða „Gildran 2019“
