Sport

Katrín Tanja byrjar vel í Höfðaborg og „Mitch Buchannon“ er næstur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Tanja Davíðsdóttir.
Katrín Tanja Davíðsdóttir. vísir/getty
Katrín Tanja Davíðsdóttir er í efsta sæti eftir fyrstu þrjár greinararnir á CrossFit mótinu „Fittest In Cape Town“ sem fer fram í Höfðaborg í Suður-Afríku.

Með sigri í mótinu getur Katrín Tanja tryggt sér farseðilinn á heimsleikana í haust, fyrst Íslendinga.

Katrín Tanja náði í 220 stig í fyrstu þremur greinunum og er með 10 stiga forskot á Miu Akerlund. Mia Akerlund er frá Svíþjóð en keppir nú fyrir Sameinuðu arabísku furstadæmunum.

Þriðja er síðan Karla Wolford frá Bandaríkjunum en hún er með 206 stig og því ekki langt undan.

Katrín Tanja tók toppsætið með því að vinna þriðju greinina sem var nokkuð sérstakt 400 metra hlaup á tíma. Hún kláraði það á 04:06.510 mínútum og fékk fyrir það hundrað stig. Akerlund varð þar í fjórða sæti og Wolford ekki nema sjötta.

Önnur greinin var ekki nóg góð hjá okkar konu en þar endaði Katrín í níunda sæti og fékk bara 32 stig. Þriðja sætið í fyrstu greininni hafði gefið henni 88 stig.

Hér fyrir neðan má sjá Katrínu Tönju á ferðinni í 400 metra hlaupinu sem hún vann svo glæsilega.







Næsta grein fer fram á ströndinni seinna í dag og hún er skírð eftir hinum eina sanna Mitch Buchannon úr Baywatch og má sjá lýsingu á henni hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

„Við munum sakna þín“

Katrín Tanja Davíðsdóttir á eins og aðrar íslenska CrossFit konur eftir að tryggja sér sæti á heimsleikunum í ágúst en í ár er farin ný leið í baráttunni um laus sæti. Katrín Tanja var ekki með Dúbaí í desember og verður heldur ekki með á Wodapalooza mótinu í Miami um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×