Tvær þáttaraðir af Love Island á ári frá og með 2020 Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2019 09:23 Sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að fjölga þáttaröðum af raunveruleika- og stefnumótaþættinum Love Island. Vísir/getty ITV hefur nú staðfest að frá og með árinu 2020 verði tvær þáttaraðir á ári af stefnumótaþættinum Love Island sem hefur notið talsverðra vinsælda hjá ungu kynslóðinni. Þátturinn er vinsælasta sjónvarpsefnið hjá ungu fólki á aldrinum 16-34 ára í Bretlandi og síðasta þáttaröð Love Island sló áhorfsmet. „Eftir metár er gaman að geta tilkynnt um aðra þáttaröð til viðbótar árið 2020,“ sagði Paul Mortimer yfirmaður nýmiðla hjá ITV. „Love Island hefur enn á ný sannað að þátturinn er hin fullkomin formúla sem laðar að unga áhorfendur,“ segir Mortimer. Á næsta ári fara tökur á Love Island fram í glæsihýsi í Suður-Afríku.Tveir svipt sig lífi eftir Love Island Þrátt fyrir að raunveruleikaþátturinn hafi notið vinsælda hefur hann einnig verið harðlega gagnrýndur og áhorfendur látið í ljós áhyggjur sínar af sálarlífi þátttakenda og illri meðferð á þeim. Sophie Gradon svipti sig lífi ári eftir að hún tók þátt í Love Island og síðastliðinn mars svipti annar fyrrverandi þátttakandi sig lífi, knattspyrnumaðurinn Mike Thalassitis.Bjóða upp á sálfræðimeðferð að tökum loknum Carolyn McCall, framkvæmdastjóri ITV, var spurð hvort ekki væri ástæða til að hætta með þættina í ljósi þessa. Sjónvarpsstöðinni þætti greinilega ástæða til að bjóða þátttakendum Love Island sálfræðimeðferð að tökum loknum. „Við bjóðum upp á það vegna þess að okkur finnst það mikilvægt. Þú yfirgefur glæsihýsið eftir átta vikur – eftir að hafa lifað allt öðruvísi lífi og ert núna að taka þátt í alvöru heiminum,“ segir McCall sem þvertekur fyrir illa meðferð á þátttakendum. „Það getur reynst mörgum afar erfitt að aðlaga sig að hinum raunverulega heimi og það er þess vegna sem við bjóðum upp á sálfræðimeðferð.“Sannfærð um samfélagslegt gildi þáttanna McCall segist sjálf horfa á þáttinn á hverju kvöldi og er sannfærð um samfélagslegt gildi Love Island.„Málið með Love Island er að þetta er stefnumótaþáttur. Það veitir manni gleði að horfa á hann en hann sýnir líka hversdagslegar hæstu hæðir og lægstu lægðir hvers sambands,“ sagði McCall. „Þau [þátttakendurnir] eru líka vingjarnleg, veita hvert öðru stuðning og ræða sín á milli um málefni sem margt fólk kann að meta því þetta eru málefni sem varða hversdagsleikann í nútímaástarsamböndum.“ View this post on InstagramThanks for the fun challenge, lads! #LoveIsland A post shared by Love Island (@loveisland) on Jul 11, 2019 at 1:49pm PDT Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21 Love Island-stjarna og kærasti hennar létust með nokkurra vikna millibili Armstrong lést á þriðjudag en Gradon lést þann 20. júní síðastliðinn. 11. júlí 2018 11:29 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
ITV hefur nú staðfest að frá og með árinu 2020 verði tvær þáttaraðir á ári af stefnumótaþættinum Love Island sem hefur notið talsverðra vinsælda hjá ungu kynslóðinni. Þátturinn er vinsælasta sjónvarpsefnið hjá ungu fólki á aldrinum 16-34 ára í Bretlandi og síðasta þáttaröð Love Island sló áhorfsmet. „Eftir metár er gaman að geta tilkynnt um aðra þáttaröð til viðbótar árið 2020,“ sagði Paul Mortimer yfirmaður nýmiðla hjá ITV. „Love Island hefur enn á ný sannað að þátturinn er hin fullkomin formúla sem laðar að unga áhorfendur,“ segir Mortimer. Á næsta ári fara tökur á Love Island fram í glæsihýsi í Suður-Afríku.Tveir svipt sig lífi eftir Love Island Þrátt fyrir að raunveruleikaþátturinn hafi notið vinsælda hefur hann einnig verið harðlega gagnrýndur og áhorfendur látið í ljós áhyggjur sínar af sálarlífi þátttakenda og illri meðferð á þeim. Sophie Gradon svipti sig lífi ári eftir að hún tók þátt í Love Island og síðastliðinn mars svipti annar fyrrverandi þátttakandi sig lífi, knattspyrnumaðurinn Mike Thalassitis.Bjóða upp á sálfræðimeðferð að tökum loknum Carolyn McCall, framkvæmdastjóri ITV, var spurð hvort ekki væri ástæða til að hætta með þættina í ljósi þessa. Sjónvarpsstöðinni þætti greinilega ástæða til að bjóða þátttakendum Love Island sálfræðimeðferð að tökum loknum. „Við bjóðum upp á það vegna þess að okkur finnst það mikilvægt. Þú yfirgefur glæsihýsið eftir átta vikur – eftir að hafa lifað allt öðruvísi lífi og ert núna að taka þátt í alvöru heiminum,“ segir McCall sem þvertekur fyrir illa meðferð á þátttakendum. „Það getur reynst mörgum afar erfitt að aðlaga sig að hinum raunverulega heimi og það er þess vegna sem við bjóðum upp á sálfræðimeðferð.“Sannfærð um samfélagslegt gildi þáttanna McCall segist sjálf horfa á þáttinn á hverju kvöldi og er sannfærð um samfélagslegt gildi Love Island.„Málið með Love Island er að þetta er stefnumótaþáttur. Það veitir manni gleði að horfa á hann en hann sýnir líka hversdagslegar hæstu hæðir og lægstu lægðir hvers sambands,“ sagði McCall. „Þau [þátttakendurnir] eru líka vingjarnleg, veita hvert öðru stuðning og ræða sín á milli um málefni sem margt fólk kann að meta því þetta eru málefni sem varða hversdagsleikann í nútímaástarsamböndum.“ View this post on InstagramThanks for the fun challenge, lads! #LoveIsland A post shared by Love Island (@loveisland) on Jul 11, 2019 at 1:49pm PDT
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21 Love Island-stjarna og kærasti hennar létust með nokkurra vikna millibili Armstrong lést á þriðjudag en Gradon lést þann 20. júní síðastliðinn. 11. júlí 2018 11:29 Mest lesið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Kaupa glæsihús frænku Patriks Lífið Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Lífið Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Tíska og hönnun Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Lífið Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Lífið Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Lífið Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist Fleiri fréttir „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Hafdís Huld bæjarlistamaður Mosfellsbæjar Vinsælast á Netflix og Spotify: Kóreskir djöflaveiðarar tröllríða öllu Silkimjúk súpa fyrir sálina Eru smáhrifavaldar að taka yfir markaðinn? Sex bestu veitingastaðirnir í Skandinavíu Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Fjölgar í fjölskyldu Maríu Birtu og Ella Ástarleikir á fjölbreyttum stöðum Fullkominn kókos og chiagrautur að hætti Elísabetar Mettu Sóley og Kormákur skáluðu í síðsumarsólinni Segir lýtaaðgerðir hennar leið til að eldast með reisn Kaupa glæsihús frænku Patriks Opnar sig eftir handtökuna Töluðu íslensku við mannhafið Hin 93 ára Jóhanna skríður enn um garðinn til að halda honum fínum Fárveik í París Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala Skiptir stærðin raunverulega máli? Berbrjósta og bleikhærðar með byltingu Taylor Swift trúlofuð Taumlaus gleði og stjörnum prýddir tónleikar Stórstjörnur í mögulegum ástarþríhyrningi Leikur Elsu Lund í fatla eftir vondan skell Segir Gleðigönguna ekki vera fyrir sig en styður baráttuna Einbýlishús með möguleika á makaskiptum Sagan þegar Villi Vill ákvað að lagið Söknuður yrði í eigin jarðarför Frumsýning á Vísi: Stikla fyrir aðra seríu af Bannað að hlæja Dansinn dunaði á Menningarnótt Will Smith sakaður um að falsa áhorfendur með gervigreind Sjá meira
101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21
Love Island-stjarna og kærasti hennar létust með nokkurra vikna millibili Armstrong lést á þriðjudag en Gradon lést þann 20. júní síðastliðinn. 11. júlí 2018 11:29
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Tónlist