Tvær þáttaraðir af Love Island á ári frá og með 2020 Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. júlí 2019 09:23 Sjónvarpsstöðin ITV hefur ákveðið að fjölga þáttaröðum af raunveruleika- og stefnumótaþættinum Love Island. Vísir/getty ITV hefur nú staðfest að frá og með árinu 2020 verði tvær þáttaraðir á ári af stefnumótaþættinum Love Island sem hefur notið talsverðra vinsælda hjá ungu kynslóðinni. Þátturinn er vinsælasta sjónvarpsefnið hjá ungu fólki á aldrinum 16-34 ára í Bretlandi og síðasta þáttaröð Love Island sló áhorfsmet. „Eftir metár er gaman að geta tilkynnt um aðra þáttaröð til viðbótar árið 2020,“ sagði Paul Mortimer yfirmaður nýmiðla hjá ITV. „Love Island hefur enn á ný sannað að þátturinn er hin fullkomin formúla sem laðar að unga áhorfendur,“ segir Mortimer. Á næsta ári fara tökur á Love Island fram í glæsihýsi í Suður-Afríku.Tveir svipt sig lífi eftir Love Island Þrátt fyrir að raunveruleikaþátturinn hafi notið vinsælda hefur hann einnig verið harðlega gagnrýndur og áhorfendur látið í ljós áhyggjur sínar af sálarlífi þátttakenda og illri meðferð á þeim. Sophie Gradon svipti sig lífi ári eftir að hún tók þátt í Love Island og síðastliðinn mars svipti annar fyrrverandi þátttakandi sig lífi, knattspyrnumaðurinn Mike Thalassitis.Bjóða upp á sálfræðimeðferð að tökum loknum Carolyn McCall, framkvæmdastjóri ITV, var spurð hvort ekki væri ástæða til að hætta með þættina í ljósi þessa. Sjónvarpsstöðinni þætti greinilega ástæða til að bjóða þátttakendum Love Island sálfræðimeðferð að tökum loknum. „Við bjóðum upp á það vegna þess að okkur finnst það mikilvægt. Þú yfirgefur glæsihýsið eftir átta vikur – eftir að hafa lifað allt öðruvísi lífi og ert núna að taka þátt í alvöru heiminum,“ segir McCall sem þvertekur fyrir illa meðferð á þátttakendum. „Það getur reynst mörgum afar erfitt að aðlaga sig að hinum raunverulega heimi og það er þess vegna sem við bjóðum upp á sálfræðimeðferð.“Sannfærð um samfélagslegt gildi þáttanna McCall segist sjálf horfa á þáttinn á hverju kvöldi og er sannfærð um samfélagslegt gildi Love Island.„Málið með Love Island er að þetta er stefnumótaþáttur. Það veitir manni gleði að horfa á hann en hann sýnir líka hversdagslegar hæstu hæðir og lægstu lægðir hvers sambands,“ sagði McCall. „Þau [þátttakendurnir] eru líka vingjarnleg, veita hvert öðru stuðning og ræða sín á milli um málefni sem margt fólk kann að meta því þetta eru málefni sem varða hversdagsleikann í nútímaástarsamböndum.“ View this post on InstagramThanks for the fun challenge, lads! #LoveIsland A post shared by Love Island (@loveisland) on Jul 11, 2019 at 1:49pm PDT Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21 Love Island-stjarna og kærasti hennar létust með nokkurra vikna millibili Armstrong lést á þriðjudag en Gradon lést þann 20. júní síðastliðinn. 11. júlí 2018 11:29 Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira
ITV hefur nú staðfest að frá og með árinu 2020 verði tvær þáttaraðir á ári af stefnumótaþættinum Love Island sem hefur notið talsverðra vinsælda hjá ungu kynslóðinni. Þátturinn er vinsælasta sjónvarpsefnið hjá ungu fólki á aldrinum 16-34 ára í Bretlandi og síðasta þáttaröð Love Island sló áhorfsmet. „Eftir metár er gaman að geta tilkynnt um aðra þáttaröð til viðbótar árið 2020,“ sagði Paul Mortimer yfirmaður nýmiðla hjá ITV. „Love Island hefur enn á ný sannað að þátturinn er hin fullkomin formúla sem laðar að unga áhorfendur,“ segir Mortimer. Á næsta ári fara tökur á Love Island fram í glæsihýsi í Suður-Afríku.Tveir svipt sig lífi eftir Love Island Þrátt fyrir að raunveruleikaþátturinn hafi notið vinsælda hefur hann einnig verið harðlega gagnrýndur og áhorfendur látið í ljós áhyggjur sínar af sálarlífi þátttakenda og illri meðferð á þeim. Sophie Gradon svipti sig lífi ári eftir að hún tók þátt í Love Island og síðastliðinn mars svipti annar fyrrverandi þátttakandi sig lífi, knattspyrnumaðurinn Mike Thalassitis.Bjóða upp á sálfræðimeðferð að tökum loknum Carolyn McCall, framkvæmdastjóri ITV, var spurð hvort ekki væri ástæða til að hætta með þættina í ljósi þessa. Sjónvarpsstöðinni þætti greinilega ástæða til að bjóða þátttakendum Love Island sálfræðimeðferð að tökum loknum. „Við bjóðum upp á það vegna þess að okkur finnst það mikilvægt. Þú yfirgefur glæsihýsið eftir átta vikur – eftir að hafa lifað allt öðruvísi lífi og ert núna að taka þátt í alvöru heiminum,“ segir McCall sem þvertekur fyrir illa meðferð á þátttakendum. „Það getur reynst mörgum afar erfitt að aðlaga sig að hinum raunverulega heimi og það er þess vegna sem við bjóðum upp á sálfræðimeðferð.“Sannfærð um samfélagslegt gildi þáttanna McCall segist sjálf horfa á þáttinn á hverju kvöldi og er sannfærð um samfélagslegt gildi Love Island.„Málið með Love Island er að þetta er stefnumótaþáttur. Það veitir manni gleði að horfa á hann en hann sýnir líka hversdagslegar hæstu hæðir og lægstu lægðir hvers sambands,“ sagði McCall. „Þau [þátttakendurnir] eru líka vingjarnleg, veita hvert öðru stuðning og ræða sín á milli um málefni sem margt fólk kann að meta því þetta eru málefni sem varða hversdagsleikann í nútímaástarsamböndum.“ View this post on InstagramThanks for the fun challenge, lads! #LoveIsland A post shared by Love Island (@loveisland) on Jul 11, 2019 at 1:49pm PDT
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir 101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21 Love Island-stjarna og kærasti hennar létust með nokkurra vikna millibili Armstrong lést á þriðjudag en Gradon lést þann 20. júní síðastliðinn. 11. júlí 2018 11:29 Mest lesið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Lífið „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Lífið Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Lífið Gengst við kókaínfíkn sinni Lífið Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Lífið Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Tónlist Fleiri fréttir Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin Sjá meira
101 Fréttir fer yfir íslenskt Love Island og lúsmý Birna María er mætt aftur með brakandi ferskan fréttapakka. 20. júní 2019 16:21
Love Island-stjarna og kærasti hennar létust með nokkurra vikna millibili Armstrong lést á þriðjudag en Gradon lést þann 20. júní síðastliðinn. 11. júlí 2018 11:29