Meiri eftirspurn eftir liðskiptaaðgerðum en reiknað var með Heimir Már Pétursson skrifar 23. maí 2019 20:30 Þörfin fyrir liðskiptaaðgerðir reyndist meiri en gert var ráð fyrir í upphafi þriggja ára átaks til að fækka fólki á biðlistum eftir slíkum aðgerðum. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur aukist töluvert umfram það. Auknir fjármunir voru settir áttak til að fækka fólki á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum á Landsspítalanum og sjúkrahúsunum á Akureyri og Akranesi á þriggja ára tímabili frá 2016 til 2018. Í skýrslu landlæknis um hvernig til tókst kemur fram að aðgerðatíðni á Íslandi hafi vaxið töluvert á þessum þremur árum og nálgist tíðnina í nágrannalöndum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir meginástæðu þess að ekki hafi tekist að stytta biðtímann eins mikið og ráð hafi verið gert fyrir sé að eftirspurnin eftir þessum aðgerðum hafi vaxið hraðar en búist hafi verið við. „Við sjáum að það er að nást verulegur árangur í að fjölga aðgerðum. En hins vegar eru biðlistarnir enn þá mjög langir. Biðtíminn er kannski betri mælikvarði og hann er enn þá óásættanlegur. Hann er of langur miðað við alla okkar mælikvarða en hann hefur styst,“ segir Svandís. Lausnir þurfi að koma fram víða í heilbrigðiskerfinu meðal annars með því að létta á Landsspítalanum með fjölgun hjúkrunarheimila, aukinni heimahjúkrun þannig að það losni um legurými á spítalanum og bæta úr skorti á starfsfólki. Í skýrslu landlæknis kemur fram að sjúkrahúsið á Akureyri geti bætt við sig aðgerðum. „Við erum að tala um að þessir sem hafa þurft að fara utan á fjórum árum séu innan við fimmtíu manns. Þannig að miðað við heildartöluna eru það ekki ýkja margir og ef sjúkrahúsið á Akureyri getur bætt við sig einhverjum tugum gæti það mál verið leyst,“ segir heilbrigðisráðherra.Aðgerðir í útlöndum Í fréttum að undanförnu hefur verið greint frá fólki sem gefist hefur upp á biðinni eftir aðgerð og farið til útlanda til að fá lausn meina sinna og hafa Sjúkratryggingar Íslands greitt kostnað vegna aðgerðanna. María Heimisdóttir forstjóri SÍ segir stofnunina hafa tiltekið fjármagn til að greiða fyrir aðgerðum fólks í öðrum löndum sem beðið hafi óhóflega lengi. Þá geti fólk samkvæmt Evrópureglum almennt sótt heilbrigðisþjónustu í útlöndum og fengið kostnaðinn greiddan. Einkarekin heilbrigðisfyrirtæki hafa sýnt áhuga á að sinna liðskiptaaðgerðum en engir samningar eru til um það. „Það er ekkert nema gott að segja um það að menn hafi áhuga á að veita heilbrigðisþjónustu. En það má ekki gleyma því að það fjármagn sem er til staðar hefur þegar verið ráðstafað í liðskiptaaðgerðir á sjúkrahúsunum,“ segir María. Þá kveði lög á um að útvistun einstakra verkefna megi ekki raska getu hins opinbera heilbrigðiskerfis til að sinna hlutverki sínu. Ef útvista ætti þessum aðgerðum þyrfti að meta málið í heild sinni og væntanlega fara síðan í útboð. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Biðlistar enn mjög langir og biðtími óásættanlegur Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert. 23. maí 2019 14:28 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Þörfin fyrir liðskiptaaðgerðir reyndist meiri en gert var ráð fyrir í upphafi þriggja ára átaks til að fækka fólki á biðlistum eftir slíkum aðgerðum. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur aukist töluvert umfram það. Auknir fjármunir voru settir áttak til að fækka fólki á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum á Landsspítalanum og sjúkrahúsunum á Akureyri og Akranesi á þriggja ára tímabili frá 2016 til 2018. Í skýrslu landlæknis um hvernig til tókst kemur fram að aðgerðatíðni á Íslandi hafi vaxið töluvert á þessum þremur árum og nálgist tíðnina í nágrannalöndum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir meginástæðu þess að ekki hafi tekist að stytta biðtímann eins mikið og ráð hafi verið gert fyrir sé að eftirspurnin eftir þessum aðgerðum hafi vaxið hraðar en búist hafi verið við. „Við sjáum að það er að nást verulegur árangur í að fjölga aðgerðum. En hins vegar eru biðlistarnir enn þá mjög langir. Biðtíminn er kannski betri mælikvarði og hann er enn þá óásættanlegur. Hann er of langur miðað við alla okkar mælikvarða en hann hefur styst,“ segir Svandís. Lausnir þurfi að koma fram víða í heilbrigðiskerfinu meðal annars með því að létta á Landsspítalanum með fjölgun hjúkrunarheimila, aukinni heimahjúkrun þannig að það losni um legurými á spítalanum og bæta úr skorti á starfsfólki. Í skýrslu landlæknis kemur fram að sjúkrahúsið á Akureyri geti bætt við sig aðgerðum. „Við erum að tala um að þessir sem hafa þurft að fara utan á fjórum árum séu innan við fimmtíu manns. Þannig að miðað við heildartöluna eru það ekki ýkja margir og ef sjúkrahúsið á Akureyri getur bætt við sig einhverjum tugum gæti það mál verið leyst,“ segir heilbrigðisráðherra.Aðgerðir í útlöndum Í fréttum að undanförnu hefur verið greint frá fólki sem gefist hefur upp á biðinni eftir aðgerð og farið til útlanda til að fá lausn meina sinna og hafa Sjúkratryggingar Íslands greitt kostnað vegna aðgerðanna. María Heimisdóttir forstjóri SÍ segir stofnunina hafa tiltekið fjármagn til að greiða fyrir aðgerðum fólks í öðrum löndum sem beðið hafi óhóflega lengi. Þá geti fólk samkvæmt Evrópureglum almennt sótt heilbrigðisþjónustu í útlöndum og fengið kostnaðinn greiddan. Einkarekin heilbrigðisfyrirtæki hafa sýnt áhuga á að sinna liðskiptaaðgerðum en engir samningar eru til um það. „Það er ekkert nema gott að segja um það að menn hafi áhuga á að veita heilbrigðisþjónustu. En það má ekki gleyma því að það fjármagn sem er til staðar hefur þegar verið ráðstafað í liðskiptaaðgerðir á sjúkrahúsunum,“ segir María. Þá kveði lög á um að útvistun einstakra verkefna megi ekki raska getu hins opinbera heilbrigðiskerfis til að sinna hlutverki sínu. Ef útvista ætti þessum aðgerðum þyrfti að meta málið í heild sinni og væntanlega fara síðan í útboð.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Biðlistar enn mjög langir og biðtími óásættanlegur Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert. 23. maí 2019 14:28 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Biðlistar enn mjög langir og biðtími óásættanlegur Biðtími sjúklinga eftir liðskiptaaðgerðum hefur styst með þriggja ára átaki heilbrigðisyfirvalda en er enn langt umfram viðmið samkvæmt skýrslu landlæknisembættisins um árangur átaksins. Aðgerðum hefur fjölgað en eftirspurnin eftir þeim hefur einnig aukist umtalsvert. 23. maí 2019 14:28