Alíslensk ferðamannaslátrun Þórarinn Þórarinsson skrifar 17. september 2019 07:15 Það er eins gott að vera flugsyndur og snar í snúningum þegar maður verður fyrir því óláni að morðóðir hvalfangarar koma manni til bjargar á hafi úti. Sérstök sýning á íslenska „splatternum“ Reykjavík Whale Watching Massacre, sem leikstjórinn Júlíus Kemp sendi frá sér 2009, er á meðal fjölda sérviðburða á RIFF. Reykjavik Whale Watching Massacre greinir frá ósamstæðum hópi ferðamanna frá ýmsum heimshornum sem ætla að lyfta anda sínum með því að skoða hvali á miðunum. Ekki vill þó betur til en svo að skipstjóri skoðunarskipsins drepst í slysi og eftir standa ráðvilltir og vélarvana landkrabbarnir. Þeim til bjargar kemur kengbrengluð fjölskylda hvalveiðifólks á veiðiskipi sínu sem svo illa vill til að hefur sér það helst til dægradvalar í fásinninu að slátra náttúruunnendum og „greenpiss“-pakki. Hyski þetta minnir um margt á úrkynjaðan skrílinn sem slátraði og lagði sér til munns ólánsama unglinga í tímamótahrollvekjunni Texas Chainsaw Massacre sem Tobe Hooper gerði 1974. Hvalveiðiblóðbaðið er síðan beintengt því sem átti sér stað í Texas þar sem Gunnar Hansen leikur skipstjóra hvalaskoðunarskipsins en hann gerði garðinn frægan sem Leðurfésið í Texas Chain Massacre. Helgi Björnsson, Guðrún Gísladóttir og Stefán Jónsson leika hvalveiðifjölskylduna ógeðslegu og gefa ekkert eftir í almennum subbuskap og manndrápum. RWWM er fyrirtaks upphitun fyrir RIFF og hryllingsmyndirnar sem þar verða sýndar en myndin er sýnd á föstudaginn á Center Hotel Plaza klukkan 20.45. Húsið er hins vegar opnað klukkan 20 og hjartastyrkjandi drykkir verða á tilboði fyrir þá sem telja sig þurfa að stappa í sig stálinu fyrir sýninguna. –þþ Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira
Sérstök sýning á íslenska „splatternum“ Reykjavík Whale Watching Massacre, sem leikstjórinn Júlíus Kemp sendi frá sér 2009, er á meðal fjölda sérviðburða á RIFF. Reykjavik Whale Watching Massacre greinir frá ósamstæðum hópi ferðamanna frá ýmsum heimshornum sem ætla að lyfta anda sínum með því að skoða hvali á miðunum. Ekki vill þó betur til en svo að skipstjóri skoðunarskipsins drepst í slysi og eftir standa ráðvilltir og vélarvana landkrabbarnir. Þeim til bjargar kemur kengbrengluð fjölskylda hvalveiðifólks á veiðiskipi sínu sem svo illa vill til að hefur sér það helst til dægradvalar í fásinninu að slátra náttúruunnendum og „greenpiss“-pakki. Hyski þetta minnir um margt á úrkynjaðan skrílinn sem slátraði og lagði sér til munns ólánsama unglinga í tímamótahrollvekjunni Texas Chainsaw Massacre sem Tobe Hooper gerði 1974. Hvalveiðiblóðbaðið er síðan beintengt því sem átti sér stað í Texas þar sem Gunnar Hansen leikur skipstjóra hvalaskoðunarskipsins en hann gerði garðinn frægan sem Leðurfésið í Texas Chain Massacre. Helgi Björnsson, Guðrún Gísladóttir og Stefán Jónsson leika hvalveiðifjölskylduna ógeðslegu og gefa ekkert eftir í almennum subbuskap og manndrápum. RWWM er fyrirtaks upphitun fyrir RIFF og hryllingsmyndirnar sem þar verða sýndar en myndin er sýnd á föstudaginn á Center Hotel Plaza klukkan 20.45. Húsið er hins vegar opnað klukkan 20 og hjartastyrkjandi drykkir verða á tilboði fyrir þá sem telja sig þurfa að stappa í sig stálinu fyrir sýninguna. –þþ
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp RIFF Mest lesið Ace Frehley látinn af slysförum Lífið Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur Tíska og hönnun „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Tíska og hönnun „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Lífið Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Fleiri fréttir Ace Frehley látinn af slysförum Íslensk hönnun á forsíðu Wall Street Journal: „Hún hafði samband við mig á Instagram“ Hnusað af hreindýraskít á leið upp „fullkomið fjölskyldufjall“ „Draumar geta ræst“ „Við erum orðlaus yfir hæfileikunum“ Hugmynd Chris Hemsworth að synda í kringum Ísland Ljóstrar upp um kornið sem fyllti mælinn Tíu smart kósýgallar „Stöðugar gaslýsingar“ Federline gríðarlega særandi Tulipop-leiksvæði opnað á Keflavíkurflugvelli Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin „Ef ég vil breyta heiminum þarf ég að byrja á mér sjálfri“ Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Leyndarmál Móu að hinni fullkomnu kvöldförðun Allt jafnt fyrir lokaspurninguna og spurt var um stað Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Þúsundir fögnuðu Steinu og sögulegu samstarfi Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Alma Möller, Binni Glee og Sigríður Snævarr saman í bíó Plakatarisi og uppáhalds listamaður Spielberg allur Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Sjá meira