Hafþór Júlíus fékk staðgengil í nýjustu seríu Game of Thrones Benedikt Bóas skrifar 19. janúar 2019 09:00 Hafþór Júlíus Björnsson við tökur á Game of Thrones. Trúlega er þetta í fjórðu seríu, í bardaganum við Oberyn Martell þar sem Fjallið hafði betur eftir magnaða bardagasenu. Gríðarleg leynd hefur fylgt tökunum á þessari síðustu seríu Game of Thrones þar sem sögulok verða. Hvítgenglarnir hafa rofið vegginn og marsera í takt suður á boginn. Þannig endaði síðasta sería og bíða aðdáendur óþreyjufullir eftir framvindu mála. „Í öllum seríum fyrir utan þessa seríu, sem við vorum að klára að taka upp, var ég aldrei með áhættuleikara, ég gerði alltaf allt sjálfur. Núna var ég með staðgengil, eða áhættuleikara, en ég get ekki farið út í smáatriði. Hann var stór og hávaxinn, ekki eins massaður en mjög hávaxinn,“ segir Hafþór í samtali við Mashable. Breska blaðið Metro segir frá því að senurnar sem Hafþór fékk staðgengilinn til að taka þátt í, hafi verið svo krefjandi að Hafþór hafi hreinlega ekki mátt gera þær. Þess má geta að Hafþór hefur tekið þátt í öllum sínum bardagasenum og sveiflað ógnarstóru sverðinu eins og hann hafi ekki gert neitt annað svo aðdáendur búast við einhverri brjálaðri bardagasenu. „Áhorfendur geta búist við stórkostlegri seríu. Ég veit auðvitað ekki allt en ég er fáránlega spenntur að sjá seríuna sem var klárlega erfiðasta serían sem ég hef tekið þátt í af Game of Thrones,“ bætir hann við. Hafþór Júlíus leikur Gregor Clegane sem kallaður er Fjallið enda ógnarstór og vöðvamikill. Hann er eldri bróðir Hundsins, einhvers stórkostlegasta karakters sem birst hefur í sjónvarpi. Hafþór tók við hlutverkinu í fjórðu seríu og hefur slegið í gegn enda Fjallið skapmikið og notar styrk sinn jafnvel til að kremja fólk og drepa. Hann hefur ekki talað í seríunni síðan hann vann Oberyn Martell í bardaga í fjórðu seríu. Hann hefur þó látið verkin tala svo eftir hefur verið tekið um allan heim. Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira
Gríðarleg leynd hefur fylgt tökunum á þessari síðustu seríu Game of Thrones þar sem sögulok verða. Hvítgenglarnir hafa rofið vegginn og marsera í takt suður á boginn. Þannig endaði síðasta sería og bíða aðdáendur óþreyjufullir eftir framvindu mála. „Í öllum seríum fyrir utan þessa seríu, sem við vorum að klára að taka upp, var ég aldrei með áhættuleikara, ég gerði alltaf allt sjálfur. Núna var ég með staðgengil, eða áhættuleikara, en ég get ekki farið út í smáatriði. Hann var stór og hávaxinn, ekki eins massaður en mjög hávaxinn,“ segir Hafþór í samtali við Mashable. Breska blaðið Metro segir frá því að senurnar sem Hafþór fékk staðgengilinn til að taka þátt í, hafi verið svo krefjandi að Hafþór hafi hreinlega ekki mátt gera þær. Þess má geta að Hafþór hefur tekið þátt í öllum sínum bardagasenum og sveiflað ógnarstóru sverðinu eins og hann hafi ekki gert neitt annað svo aðdáendur búast við einhverri brjálaðri bardagasenu. „Áhorfendur geta búist við stórkostlegri seríu. Ég veit auðvitað ekki allt en ég er fáránlega spenntur að sjá seríuna sem var klárlega erfiðasta serían sem ég hef tekið þátt í af Game of Thrones,“ bætir hann við. Hafþór Júlíus leikur Gregor Clegane sem kallaður er Fjallið enda ógnarstór og vöðvamikill. Hann er eldri bróðir Hundsins, einhvers stórkostlegasta karakters sem birst hefur í sjónvarpi. Hafþór tók við hlutverkinu í fjórðu seríu og hefur slegið í gegn enda Fjallið skapmikið og notar styrk sinn jafnvel til að kremja fólk og drepa. Hann hefur ekki talað í seríunni síðan hann vann Oberyn Martell í bardaga í fjórðu seríu. Hann hefur þó látið verkin tala svo eftir hefur verið tekið um allan heim.
Birtist í Fréttablaðinu Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Lífið Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Langaði að passa inn en nýtur þess nú að skera sig úr Tíska og hönnun Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Lífið Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Lífið Icewear styrkir Þjóðhátíð Lífið samstarf „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Lífið Fleiri fréttir Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Sjá meira