Komin þreyta í íslenska hópinn Stefán Árni Pálsson í Tel Aviv skrifar 18. maí 2019 18:30 Ísland tekur þátt í lokakvöldinu í Eurovision í fyrsta skipti síðan 2014 en Hatari er 17. atriðið sem stígur á sviðið í Expo-höllinni í Tel Aviv. Nokkrum klukkustundum fyrir keppni var okkur Íslendingum spáð 6.sætinu í keppninni af helstu veðbönkum Evrópu. Hollendingum er ennþá spáð sigri en Hatarar voru sáttir við flutning sinn á dómararennslinu í gær. „það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðin tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi,“ segir Matthías Tryggvi Haraldssson í kvöldfréttum Stöðvar 2.Trump boðaður á fund Hatarar voru truflaði í beinni útsendingu á CNN þegar Donald Trump varð að komast að. „Trump gegnir mikilvægu embætti og við myndum gjarnan vilja ræða við hann ef hann hefur einhvern tímann tækifæri til þess,“ segir Matthías og bætir við: „Okkar skilaboð til Evrópu eru að við verðum að muna að elska áður en hatrið sigrar.Felix Bergsson, farastjóri íslenska hópsins, er spenntur fyrir kvöldinu en viðurkennir að hann hafi ekki oft verið í þessari aðstöðu með íslenskt atriði. Hann skynjar samt smá stress og þreytu í hópnum. „Þetta verða svo langir dagar yfir þessum síðustu æfingum og show-um og það eru ansi margir farnir að segja að þeim langi heim en við ætlum að klára þetta með látum í kvöld og ég held að það gæti ýmislegt gerst í kvöld,“ segir Felix. Felix segir að hópurinn hafi fundið fyrir miklum stuðningi frá Íslandi.Finna fyrir stuðningi „Það er ekki laust við það. Það er alveg stórkostlegt að finna fyrir þessum góðu bylgjum. Hvert video á eftir öðru og allir að taka lagið á sinn máta, börn og fullorðnir. Firmakeppnir í Hatara er séríslenskt fyrirbæri og partý í BDSM-búningum. Við erum mjög þakklát fyrir þennan stuðning. Felix segir að það hafi verið sérstakt að þurfa svara mest fyrir pólitíkina þegar kemur að atriði Íslands í dag og reynsla sem hann hafi aldrei áður gengið í gegnum í Eurovision. „Hatari kom málum á dagskrá. Ég hef oft sagt að þegar þjóð er að halda Eurovision þá getur þú alveg sýnt jöklana þína og fallegu sveitirnar og allt þetta, en þú þarft líka að tala um hvalveiðarnar og það kemur bara með því. Ísraelar hafa þurft að tala um hluti sem eru í gangi hér í þeirra landi. Hatari hefur sérstaklega komið þessum málum á dagskrá.“ Eurovision Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira
Ísland tekur þátt í lokakvöldinu í Eurovision í fyrsta skipti síðan 2014 en Hatari er 17. atriðið sem stígur á sviðið í Expo-höllinni í Tel Aviv. Nokkrum klukkustundum fyrir keppni var okkur Íslendingum spáð 6.sætinu í keppninni af helstu veðbönkum Evrópu. Hollendingum er ennþá spáð sigri en Hatarar voru sáttir við flutning sinn á dómararennslinu í gær. „það sem við erum ánægðir með í því samhengi er að okkur tókst að slá ákveðin tón, þannig að fólk veit alveg hvar við stöndum og það þarf ekki að stafa hlutina ofan í liðið. Það er vitnað í okkur ef blaðamenn taka eftir því að við séum að passa okkur, þá vitna þeir bara í fyrri ummæli. Það er alveg ljóst hvar við stöndum í öllum þessum viðtölum. CNN hafði eftir mér um okkar ferð til Hebron og fleiri svoleiðis dæmi,“ segir Matthías Tryggvi Haraldssson í kvöldfréttum Stöðvar 2.Trump boðaður á fund Hatarar voru truflaði í beinni útsendingu á CNN þegar Donald Trump varð að komast að. „Trump gegnir mikilvægu embætti og við myndum gjarnan vilja ræða við hann ef hann hefur einhvern tímann tækifæri til þess,“ segir Matthías og bætir við: „Okkar skilaboð til Evrópu eru að við verðum að muna að elska áður en hatrið sigrar.Felix Bergsson, farastjóri íslenska hópsins, er spenntur fyrir kvöldinu en viðurkennir að hann hafi ekki oft verið í þessari aðstöðu með íslenskt atriði. Hann skynjar samt smá stress og þreytu í hópnum. „Þetta verða svo langir dagar yfir þessum síðustu æfingum og show-um og það eru ansi margir farnir að segja að þeim langi heim en við ætlum að klára þetta með látum í kvöld og ég held að það gæti ýmislegt gerst í kvöld,“ segir Felix. Felix segir að hópurinn hafi fundið fyrir miklum stuðningi frá Íslandi.Finna fyrir stuðningi „Það er ekki laust við það. Það er alveg stórkostlegt að finna fyrir þessum góðu bylgjum. Hvert video á eftir öðru og allir að taka lagið á sinn máta, börn og fullorðnir. Firmakeppnir í Hatara er séríslenskt fyrirbæri og partý í BDSM-búningum. Við erum mjög þakklát fyrir þennan stuðning. Felix segir að það hafi verið sérstakt að þurfa svara mest fyrir pólitíkina þegar kemur að atriði Íslands í dag og reynsla sem hann hafi aldrei áður gengið í gegnum í Eurovision. „Hatari kom málum á dagskrá. Ég hef oft sagt að þegar þjóð er að halda Eurovision þá getur þú alveg sýnt jöklana þína og fallegu sveitirnar og allt þetta, en þú þarft líka að tala um hvalveiðarnar og það kemur bara með því. Ísraelar hafa þurft að tala um hluti sem eru í gangi hér í þeirra landi. Hatari hefur sérstaklega komið þessum málum á dagskrá.“
Eurovision Mest lesið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Fleiri fréttir Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur heiðar hlaut gullverðlaun Konunglega fílharmóníufélagsins Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin Sjá meira