Klúðruðu uppröðun fánanna við Höfða Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. september 2019 10:31 Von er á Mike Pence og eiginkonu hans Karen í Höfða klukkan 13:50 í dag. Vísir/Vilhelm Mikill viðbúnaður er á höfuðborgarsvæðinu og á Keflavíkurflugvelli vegna komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Flaggað er við Höfða þar sem Pence mun funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra á öðrum tímanum. Eins og sjá má á myndinni að ofan var níu fánum flaggað við Höfða í morgun. Fimm bandarískum og fjórum íslenskum. Sá lengst til vinstri frá áhorfanda séð var sá bandaríski sem er í andstöðu við leiðbeiningar á vefsíðu Stjórnarráðsins um notkun íslenska fána. Gunnar nokkur vakti athygli á þessu á Twitter í dag. Í framhaldi af því að vakin var athygli á rangri uppröðun fánanna var brugðist við og var hún löguð. Þetta líkar mér! pic.twitter.com/2BNUoNxDcg— gunnare (@gunnare) September 4, 2019 Hannes Heimisson, prótókóllstjóri utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að mistök hafi verið gerð í morgun. Þau hafi verið leiðrétt enda skipti smáatriðin máli. Umfjöllun um fánann og notkun hans á vef Stjórnarráðsins. Í reglunum um fánann segir: Að jafnaði eru erlendir þjóðfánar einungis notaðir hér á landi af opinberum fulltrúum erlendra ríkja eða milliríkjastofnunum. Á milliríkjamótum eða öðrum fjölþjóðlegum samkomum má hafa uppi þjóðfána erlendra ríkja ásamt íslenska fánanum. Í röð þjóðfána skal íslenski fáninn vera lengst til vinstri séð frá áhorfanda (eða þegar komið er að fánastað), en öðrum þjóðfánum raðað til hægri frá honum í stafrófsröð íslenskra heita hlutaðeigandi ríkja. Fánastöngina háu má sjá á milli lögreglumannanna á myndinni.Vísir/Vilhelm Annar fáni við Höfða hefur vakið nokkra athygli. Sá er austan við bygginguna og í hæstu hæðum á þar til gerðri fánastöng. Svo hátt er hann að hann rétt náðist inn á ljósmynd Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, sem myndaði lögreglumenn við Höfða í morgun. Í reglum um meðferð íslenska fánans segir að „þegar fánastöng er reist á jörðu skal leitast við að hafa hlutfall milli stærðar fána og lengdar fánastangar við hæfi.“ Æskilegt sé að miða við að breidd fánans sé 1/5 af lengd fánastangar. Ljóst er að breidd fánans á háu fánastönginni er ekki 20 prósent af lengd fánastangar eins og lagt er til. Heimsókn Mike Pence Reykjavík Utanríkismál Íslenski fáninn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Mikill viðbúnaður er á höfuðborgarsvæðinu og á Keflavíkurflugvelli vegna komu Mike Pence varaforseta Bandaríkjanna til landsins. Flaggað er við Höfða þar sem Pence mun funda með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra á öðrum tímanum. Eins og sjá má á myndinni að ofan var níu fánum flaggað við Höfða í morgun. Fimm bandarískum og fjórum íslenskum. Sá lengst til vinstri frá áhorfanda séð var sá bandaríski sem er í andstöðu við leiðbeiningar á vefsíðu Stjórnarráðsins um notkun íslenska fána. Gunnar nokkur vakti athygli á þessu á Twitter í dag. Í framhaldi af því að vakin var athygli á rangri uppröðun fánanna var brugðist við og var hún löguð. Þetta líkar mér! pic.twitter.com/2BNUoNxDcg— gunnare (@gunnare) September 4, 2019 Hannes Heimisson, prótókóllstjóri utanríkisráðuneytisins, segir í samtali við Vísi að mistök hafi verið gerð í morgun. Þau hafi verið leiðrétt enda skipti smáatriðin máli. Umfjöllun um fánann og notkun hans á vef Stjórnarráðsins. Í reglunum um fánann segir: Að jafnaði eru erlendir þjóðfánar einungis notaðir hér á landi af opinberum fulltrúum erlendra ríkja eða milliríkjastofnunum. Á milliríkjamótum eða öðrum fjölþjóðlegum samkomum má hafa uppi þjóðfána erlendra ríkja ásamt íslenska fánanum. Í röð þjóðfána skal íslenski fáninn vera lengst til vinstri séð frá áhorfanda (eða þegar komið er að fánastað), en öðrum þjóðfánum raðað til hægri frá honum í stafrófsröð íslenskra heita hlutaðeigandi ríkja. Fánastöngina háu má sjá á milli lögreglumannanna á myndinni.Vísir/Vilhelm Annar fáni við Höfða hefur vakið nokkra athygli. Sá er austan við bygginguna og í hæstu hæðum á þar til gerðri fánastöng. Svo hátt er hann að hann rétt náðist inn á ljósmynd Vilhelms Gunnarssonar, ljósmyndara Vísis, sem myndaði lögreglumenn við Höfða í morgun. Í reglum um meðferð íslenska fánans segir að „þegar fánastöng er reist á jörðu skal leitast við að hafa hlutfall milli stærðar fána og lengdar fánastangar við hæfi.“ Æskilegt sé að miða við að breidd fánans sé 1/5 af lengd fánastangar. Ljóst er að breidd fánans á háu fánastönginni er ekki 20 prósent af lengd fánastangar eins og lagt er til.
Heimsókn Mike Pence Reykjavík Utanríkismál Íslenski fáninn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels