Hótelþernur segja samskipti við yfirmenn streituvaldandi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. mars 2019 10:06 Verkfall hótelþerna hófst klukkan tíu í morgun. Vísir/vilhelm Vinnuumhverfi hótelþerna er í mörgum tilvikum mjög ábótavant en nær 70% hótelþerna segja samskipti við næsta yfirmann streituvaldandi. Þá hafa 3% hótelþerna orðið fyrir kynferðislegri áreitni í vinnu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Vinnueftirlitið gerði meðal starfsfólks 36 hótela. Verkfall hótelþerna hófst klukkan tíu í morgun.Margt sem má bæta í vinnuumhverfi hótelþerna Vinnueftirlitið hóf vinnuverndarátak á hótelum í lok árs 2017 en skýrsla með helstu niðurstöðum átaksins var birt á vef eftirlitsins í gær. Heimsótt voru 36 hótel með 10 starfsmenn eða fleiri. Markmiðið með átakinu var að kanna vinnuumhverfi starfsfólks við hótelþrif á Íslandi og meta vinnuaðstæður og álag. Gerð var spurningalistakönnun meðal starfsmanna við hótelþrif og úttekt á vinnuumhverfi þeirra auk þess sem virkni almenns vinnuverndarstarfs hjá hótelunum var könnuð. Stærstur hluti þátttakenda í spurningalistakönnuninni voru konur (84%) af 22 þjóðernum. Flestir voru þátttakendur frá Póllandi (53%), 11% frá Litáen og 7% frá Íslandi. Á 25 vinnustöðum eða í tæplega 70% tilvika þurfti að gefa fyrirmæli varðandi áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, þ.m.t. áhættumat og áætlun um forvarnir, og voru það algengustu fyrirmælin. „Í ljósi niðurstaðna átaksins er rík ástæða til þess að hvetja forsvarsmenn hótela og gististaða til þess gera eða fara yfir gildandi áætlun vinnustaðarins um öryggi og heilbrigði. Samkvæmt niðurstöðum eftirlitsátaks er margt sem má bæta í vinnuumhverfi starfsfólks við hótelþrif.“ Samskiptum við yfirmenn oft ábótavant Samtals svöruðu spurningalistanum 196 hótelþernur, af 782 starfsmönnum sem störfuðu hjá hótelunum í heild. Niðurstöður könnunarinnar sýndu til að mynda að rúm 3% þeirra sem starfa við hótelþrif hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í vinnunni. 2,6% töldu vinnufélaga hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum en langstærstur hluti svarenda svaraði báðum spurningum neitandi (95,5% og 92,7%). Þegar starfsmenn voru spurðir um hvort næsti yfirmaður deildi verkefnum á hlutlægan og réttlátan hátt niður á starfsmenn voru um 18% sem svöruðu fremur sjaldan, mjög sjaldan eða aldrei. Einn af hverjum fimm starfsmönnum eða rúm 20% töldu næsta yfirmann sinn fremur sjaldan, mjög sjaldan eða aldrei gæta réttlætis og jafnræðis í framkomu sinni við starfsmenn. Rúm 67% starfsmanna svöruðu því til að fremur oft, mjög oft eða alltaf væru samskipti við næsta yfirmann að valda þeim streitu.Skýrsla Vinnueftirlitsins í heild. Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00 Efling gagnrýnir hótelrekendur sem ætla sér að stunda verkfallsbrot Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hótelrekendur sem hafa í hyggju að stunda verkfallsbrot eru harðlega gagnrýndir. Verkföllin hefjast á meðal hótelþerna á morgun, 8. mars, sem einnig er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. 7. mars 2019 22:14 "Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Vinnuumhverfi hótelþerna er í mörgum tilvikum mjög ábótavant en nær 70% hótelþerna segja samskipti við næsta yfirmann streituvaldandi. Þá hafa 3% hótelþerna orðið fyrir kynferðislegri áreitni í vinnu. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar sem Vinnueftirlitið gerði meðal starfsfólks 36 hótela. Verkfall hótelþerna hófst klukkan tíu í morgun.Margt sem má bæta í vinnuumhverfi hótelþerna Vinnueftirlitið hóf vinnuverndarátak á hótelum í lok árs 2017 en skýrsla með helstu niðurstöðum átaksins var birt á vef eftirlitsins í gær. Heimsótt voru 36 hótel með 10 starfsmenn eða fleiri. Markmiðið með átakinu var að kanna vinnuumhverfi starfsfólks við hótelþrif á Íslandi og meta vinnuaðstæður og álag. Gerð var spurningalistakönnun meðal starfsmanna við hótelþrif og úttekt á vinnuumhverfi þeirra auk þess sem virkni almenns vinnuverndarstarfs hjá hótelunum var könnuð. Stærstur hluti þátttakenda í spurningalistakönnuninni voru konur (84%) af 22 þjóðernum. Flestir voru þátttakendur frá Póllandi (53%), 11% frá Litáen og 7% frá Íslandi. Á 25 vinnustöðum eða í tæplega 70% tilvika þurfti að gefa fyrirmæli varðandi áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað, þ.m.t. áhættumat og áætlun um forvarnir, og voru það algengustu fyrirmælin. „Í ljósi niðurstaðna átaksins er rík ástæða til þess að hvetja forsvarsmenn hótela og gististaða til þess gera eða fara yfir gildandi áætlun vinnustaðarins um öryggi og heilbrigði. Samkvæmt niðurstöðum eftirlitsátaks er margt sem má bæta í vinnuumhverfi starfsfólks við hótelþrif.“ Samskiptum við yfirmenn oft ábótavant Samtals svöruðu spurningalistanum 196 hótelþernur, af 782 starfsmönnum sem störfuðu hjá hótelunum í heild. Niðurstöður könnunarinnar sýndu til að mynda að rúm 3% þeirra sem starfa við hótelþrif hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni í vinnunni. 2,6% töldu vinnufélaga hafa orðið fyrir kynferðislegri áreitni á vinnustaðnum en langstærstur hluti svarenda svaraði báðum spurningum neitandi (95,5% og 92,7%). Þegar starfsmenn voru spurðir um hvort næsti yfirmaður deildi verkefnum á hlutlægan og réttlátan hátt niður á starfsmenn voru um 18% sem svöruðu fremur sjaldan, mjög sjaldan eða aldrei. Einn af hverjum fimm starfsmönnum eða rúm 20% töldu næsta yfirmann sinn fremur sjaldan, mjög sjaldan eða aldrei gæta réttlætis og jafnræðis í framkomu sinni við starfsmenn. Rúm 67% starfsmanna svöruðu því til að fremur oft, mjög oft eða alltaf væru samskipti við næsta yfirmann að valda þeim streitu.Skýrsla Vinnueftirlitsins í heild.
Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00 Efling gagnrýnir hótelrekendur sem ætla sér að stunda verkfallsbrot Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hótelrekendur sem hafa í hyggju að stunda verkfallsbrot eru harðlega gagnrýndir. Verkföllin hefjast á meðal hótelþerna á morgun, 8. mars, sem einnig er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. 7. mars 2019 22:14 "Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Grunaður um að hafa farið inn á heimili og brotið á barni Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Sjá meira
Verkföll heilmikið áfall fyrir hótelin Verkfall hótelþerna í Eflingu mun valda því að þjónusta hótela skerðist. Fólk í hótelgeiranum segir aðgerðirnar þegar hafa valdið tjóni og óttast frekari verkföll. Formaður Eflingar segir þá sem styðja raunverulega kvenréttindabaráttu hljóti að fagna. 8. mars 2019 06:00
Efling gagnrýnir hótelrekendur sem ætla sér að stunda verkfallsbrot Stéttarfélagið Efling hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir hótelrekendur sem hafa í hyggju að stunda verkfallsbrot eru harðlega gagnrýndir. Verkföllin hefjast á meðal hótelþerna á morgun, 8. mars, sem einnig er alþjóðlegur baráttudagur kvenna. 7. mars 2019 22:14
"Er mjög slæmt að Ísland sé dýrasti áfangastaður í heimi?“ Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar gefur lítið fyrir fullyrðingar formanns Fyrirtækja í hótel- og gistiþjónustu þess efnis að laun Eflingarfólks hafi hækkað um 75 prósent í evrum talið síðustu fimm ár. 8. mars 2019 09:06