Meistararnir niðurlægðu Watford

Anton Ingi Leifsson skrifar
Manchester City fagnar marki í dag.
Manchester City fagnar marki í dag. vísir/getty
Manchester City gjörsamlega niðurlægði Watford á heimavelli í dag en ensku meistararnir skoruðu átta mörk.City gerði út um leikinn á rúmlega fyrsta stundarfjórðungnum en David Silva skoraði markið strax á fyrstu mínútu. Sergio Aguero tvöfaldaði forystuna úr vítaspyrnu á 7. mínútu.Riyad Mahrez skoraði þriðja markið fimm mínútum síðar og Bernardo Silva kom City í 4-0 eftir studnarfjórðung.

Nicolas Otamendi gerði fimmta markið á átjándu mínútu en staðan var 5-0 í hálfleik. Bernardo Silva skoraði annað mark sitt og sjötta mark Man. City á 49. mínútu.Bernardo Silva fullkomnaði þrennuna eftir klukkutímaleik og Kevin De Bruyne skoraði áttunda og síðasta markið fimm mínútum fyrir leikslok. Lokatölur 8-0.

City er nú tveimur stigum á eftir Liverpool en Liverpool á leik til góða gegn Chelsea á morgun. Watford er á botninum með tvö stig.

Tengd skjöl

Bein lýsing

Leikirnir
    Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.
    Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.