Ólíklegt að kjarasamningar náist í þessum mánuði Heimir Már Pétursson skrifar 17. janúar 2019 20:13 Formaður Starfsgreinasambandsins telur ólíklegt að kjarasamningar náist í þessum mánuði. Það þokist hægt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þá þurfi stjórnvöld að sýna á spilin í húsnæðismálum og tryggja að þær launahækkanir sem samið verði um verði ekki teknar af launafólki með sköttum og skerðingum barna- og húsnæðisbóta. Formenn sautján félaga Starfsmannasambandsins sem mynda hina svo kölluðu stóru samninganefnd sambandsins funduðu í allan dag um stöðu kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir samninganefndina fara yfir stöðuna og kynna vinnu ýmissa undirhópa í viðræðunum við vinnuveitendur og það sem gerst hafi á vettvangi viðræðunefndarinnar.Eru menn farnir að henda á milli sín einhverjum tillögum um samning? „Menn eru að ræða málin og henda einhverju á milli sín. Og alltaf þegar menn funda og ræða málin erum við eitthvað að nálgast,“ segir Björn. Ólíkt Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness og VR hafa aðildarfélögin sautján ekki vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara og treyst á að árangur náist án aðkomu hans.Heldur þú að við séum að horfa á kjarasamninga í þessum mánuði jafnvel? „Ég er nú ekki svo bjartsýnn að við klárum þetta í þessum mánuði. En eins og ég segi; það mjakast og svo gerist það ævinlega í kjarasamningum að maður kemur að einhverju augnabliki þar sem hlutirnir fara að ganga hratt. En maður á erfitt með að spá fyrir um hvað það muni taka langan tíma,“ segir Björn. Eðli málsins samkvæmt er það aðila vinnumarkaðarins að semja um kaup og kjör á hinum almenna vinnumarkaði. Það er heldur engin launung á því að verkalýðsfélögin og Samtök atvinnulífsins bíða eftir því að sjá betur á spil stjórnvalda ekki hvað síst í húsnæðismálum en von er á skýrslu starfshóps forsætisráðherra í þeim efnum eftir helgi. „Það er líka mikið atriði að stjórnvöld taki ekki alla launahækkunina með aukinni skattbyrði eða með gjöldum sem það þarf að borga þegar það fer til læknis og ýmislegt annað. Aðalatriðið er að við fáum þá frið með þá kauphækkun fyrir stjórnvöldum. Síðast jókst skattbyrðin á þá sem voru lægstir en lækkaði hjá þeim sem voru hæstir. Það er eitthvað sem við þolum ekki og viljum ekki að sé gert,“ segir Björn Snæbjörnsson. Kjaramál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Formaður Starfsgreinasambandsins telur ólíklegt að kjarasamningar náist í þessum mánuði. Það þokist hægt í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Þá þurfi stjórnvöld að sýna á spilin í húsnæðismálum og tryggja að þær launahækkanir sem samið verði um verði ekki teknar af launafólki með sköttum og skerðingum barna- og húsnæðisbóta. Formenn sautján félaga Starfsmannasambandsins sem mynda hina svo kölluðu stóru samninganefnd sambandsins funduðu í allan dag um stöðu kjaraviðræðna við Samtök atvinnulífsins. Björn Snæbjörnsson formaður Starfsgreinasambandsins segir samninganefndina fara yfir stöðuna og kynna vinnu ýmissa undirhópa í viðræðunum við vinnuveitendur og það sem gerst hafi á vettvangi viðræðunefndarinnar.Eru menn farnir að henda á milli sín einhverjum tillögum um samning? „Menn eru að ræða málin og henda einhverju á milli sín. Og alltaf þegar menn funda og ræða málin erum við eitthvað að nálgast,“ segir Björn. Ólíkt Eflingu, Verkalýðsfélagi Akraness og VR hafa aðildarfélögin sautján ekki vísað deilu sinni til ríkissáttasemjara og treyst á að árangur náist án aðkomu hans.Heldur þú að við séum að horfa á kjarasamninga í þessum mánuði jafnvel? „Ég er nú ekki svo bjartsýnn að við klárum þetta í þessum mánuði. En eins og ég segi; það mjakast og svo gerist það ævinlega í kjarasamningum að maður kemur að einhverju augnabliki þar sem hlutirnir fara að ganga hratt. En maður á erfitt með að spá fyrir um hvað það muni taka langan tíma,“ segir Björn. Eðli málsins samkvæmt er það aðila vinnumarkaðarins að semja um kaup og kjör á hinum almenna vinnumarkaði. Það er heldur engin launung á því að verkalýðsfélögin og Samtök atvinnulífsins bíða eftir því að sjá betur á spil stjórnvalda ekki hvað síst í húsnæðismálum en von er á skýrslu starfshóps forsætisráðherra í þeim efnum eftir helgi. „Það er líka mikið atriði að stjórnvöld taki ekki alla launahækkunina með aukinni skattbyrði eða með gjöldum sem það þarf að borga þegar það fer til læknis og ýmislegt annað. Aðalatriðið er að við fáum þá frið með þá kauphækkun fyrir stjórnvöldum. Síðast jókst skattbyrðin á þá sem voru lægstir en lækkaði hjá þeim sem voru hæstir. Það er eitthvað sem við þolum ekki og viljum ekki að sé gert,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Kjaramál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira