Ian McEwan tekur við alþjóðlegum verðlaunum Halldórs Laxness Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. september 2019 13:06 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti verðlaunin en hún er sjálf mikill lestrarhestur. Hún bíður spennt eftir næstu bók höfundar sem fjallar um kakkalakka sem vaknar sem forsætisráðherra. Vísir/Einar Árnason Breski rithöfundurinn Ian McEwan er fyrsti handhafi alþjóðlegra verðlauna Halldórs Laxness. Hann veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Veröld – húsi Vigdísar í hádeginu. Verðlaunin nema tveimur milljónum íslenskra króna og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistarinnar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur verðlaun. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent en skrifstofa forsætisráðherra, menntamálaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið standa að verðlaununum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhendir verðlaunin að þessu sinni. Hvers vegna er mikilvægt fyrir Ísland að veita alþjóðleg verðlaun? „Ég held það sé mjög mikilvægt fyrir Ísland að halda á lofti sinni miklu hefð á sviði sagnaarfsins og bókmennta og frumsköpunar bókmennta. Við eigum auðvitað okkar Nóbelskáld sem við höldum á lofti með stofnun alþjóðlegra verðlauna. Ég auðvitað vonast til þess að þau muni bæði vekja thygli á íslenskum bókmenntum en halda um leið á lofti þessari sögu sem við eigum hér,“ segir Katrín. Eliza Reid, forsetafrú, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Stella Soffía Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri bókmenntahátíðar í Reykjavík skipuðu valnefndina að þessu sinni. Verðlaunin verða framvegis veitt á Bókmenntahátíð. Höfundurinn veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Veröld - húsi Vigdísar. McEwan hélt ræðu og gestum gafst tækifæri til að spjalla við höfundinn í lokin.Vísir/Einar Árnason Fjallar um málefni sem ná inn í hjarta samfélagsins Höfundarverkið samanstendur af átján útgefnum verkum og spanna sögur hans vítt svið allt frá frekar óhugnanlegum sögum um myrkustu afkima sálarinnar— yfir í samfélagssögur sviðsettar í samtíma okkar sem og á tímum seinni heimsstyrjaldar, Kalda stríðsins og valdatíðar Margrétar Thatchers. Katrín er hrifin af nýjustu skáldsögu McEwans, Vélar eins og ég. „Nýjasta bókin sem fjallar til dæmis um tengsl mennskunnar og gervigreindar þannig að hann er oft að fjalla um mál sem ná inn í hjarta samfélagsins,“ segir Katrín. Kakkalakki vaknar sem forsætisráðherraNú ert þú sjálf mjög bókelsk og sérstaklega mikið fyrir glæpasögur. Hver er þín eftirlætisbók eftir McEwan? „Ég var nú mjög hrifin af síðustu bókinni sem fjallar um þessi tengsl véla og manna. Ég á mjög erfitt með að velja uppáhalds bækur en ég verð að viðurkenna að ég er mjög spennt fyrir þeirri bók sem nú er von á frá honum sem mun heita Kakkalakkinn og fjallar um kakkalakka sem vaknar sem forsætisráðherra þannig að ég verð að segja að ég er mjög spennt, ekki síst starfs míns vegna að lesa þá bók,“ segir Katrín. Bókmenntir Menning Halldór Laxness Tengdar fréttir Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. 25. apríl 2019 15:36 Atonement kom, sá og sigraði á Golden Globe tilnefningunum Það er óhætt að segja að myndin Atonement hafi komið séð og sigrað við tilnefningar til Golden Globe vrðlaunanna. Myndin er tilnefnd til sjö verðlauna í flokki kvikmynda. 14. desember 2007 09:02 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Breski rithöfundurinn Ian McEwan er fyrsti handhafi alþjóðlegra verðlauna Halldórs Laxness. Hann veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Veröld – húsi Vigdísar í hádeginu. Verðlaunin nema tveimur milljónum íslenskra króna og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistarinnar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur verðlaun. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent en skrifstofa forsætisráðherra, menntamálaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið standa að verðlaununum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhendir verðlaunin að þessu sinni. Hvers vegna er mikilvægt fyrir Ísland að veita alþjóðleg verðlaun? „Ég held það sé mjög mikilvægt fyrir Ísland að halda á lofti sinni miklu hefð á sviði sagnaarfsins og bókmennta og frumsköpunar bókmennta. Við eigum auðvitað okkar Nóbelskáld sem við höldum á lofti með stofnun alþjóðlegra verðlauna. Ég auðvitað vonast til þess að þau muni bæði vekja thygli á íslenskum bókmenntum en halda um leið á lofti þessari sögu sem við eigum hér,“ segir Katrín. Eliza Reid, forsetafrú, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Stella Soffía Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri bókmenntahátíðar í Reykjavík skipuðu valnefndina að þessu sinni. Verðlaunin verða framvegis veitt á Bókmenntahátíð. Höfundurinn veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn í Veröld - húsi Vigdísar. McEwan hélt ræðu og gestum gafst tækifæri til að spjalla við höfundinn í lokin.Vísir/Einar Árnason Fjallar um málefni sem ná inn í hjarta samfélagsins Höfundarverkið samanstendur af átján útgefnum verkum og spanna sögur hans vítt svið allt frá frekar óhugnanlegum sögum um myrkustu afkima sálarinnar— yfir í samfélagssögur sviðsettar í samtíma okkar sem og á tímum seinni heimsstyrjaldar, Kalda stríðsins og valdatíðar Margrétar Thatchers. Katrín er hrifin af nýjustu skáldsögu McEwans, Vélar eins og ég. „Nýjasta bókin sem fjallar til dæmis um tengsl mennskunnar og gervigreindar þannig að hann er oft að fjalla um mál sem ná inn í hjarta samfélagsins,“ segir Katrín. Kakkalakki vaknar sem forsætisráðherraNú ert þú sjálf mjög bókelsk og sérstaklega mikið fyrir glæpasögur. Hver er þín eftirlætisbók eftir McEwan? „Ég var nú mjög hrifin af síðustu bókinni sem fjallar um þessi tengsl véla og manna. Ég á mjög erfitt með að velja uppáhalds bækur en ég verð að viðurkenna að ég er mjög spennt fyrir þeirri bók sem nú er von á frá honum sem mun heita Kakkalakkinn og fjallar um kakkalakka sem vaknar sem forsætisráðherra þannig að ég verð að segja að ég er mjög spennt, ekki síst starfs míns vegna að lesa þá bók,“ segir Katrín.
Bókmenntir Menning Halldór Laxness Tengdar fréttir Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. 25. apríl 2019 15:36 Atonement kom, sá og sigraði á Golden Globe tilnefningunum Það er óhætt að segja að myndin Atonement hafi komið séð og sigrað við tilnefningar til Golden Globe vrðlaunanna. Myndin er tilnefnd til sjö verðlauna í flokki kvikmynda. 14. desember 2007 09:02 Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Fleiri fréttir „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Trylltust við taktinn í barokkbúningum László Krasznahorkai hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Áhersla á hæglæti á Sequences Fögnuðu Heimsins besta degi í helvíti Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sjá meira
Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. 25. apríl 2019 15:36
Atonement kom, sá og sigraði á Golden Globe tilnefningunum Það er óhætt að segja að myndin Atonement hafi komið séð og sigrað við tilnefningar til Golden Globe vrðlaunanna. Myndin er tilnefnd til sjö verðlauna í flokki kvikmynda. 14. desember 2007 09:02