Ian McEwan hlýtur bókmenntaverðlaun Halldórs Laxness Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 25. apríl 2019 15:36 Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. Vísir/getty Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. McEwan gat ekki veitt verðlaununum viðtöku en þakkarræða höfundarins var sýnd á skjávarpa á málþingi um Halldór Laxness sem haldið var í dag í Veröld, húsi Vigdísar. McEwan er þó væntanlegur til Íslands í september þar sem hann veitir verðlaununum viðtöku. Í skilaboðum frá höfundinum kom hann á framfæri djúpstætt þakklæti sitt og sagðist hlakka til að koma til Reykjavíkur í haust. Verðlaunin nema 15.000 evrum eða rúmum tveimur milljónum íslenskra króna og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur Nóbelsverðlaunin á sínum tíma. Skrifstofa forsætisráðherra, menntamálaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið standa að verðlaununum. Eliza Reid forsetafrú, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Stella Soffía Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík skipuðu valnefndina að þessu sinni. Verðlaunin verða framvegis veitt á Bókmenntahátíð. Ferill Ians McEwan spannar næstum því hálfa öld en þekktastur er hann fyrir skáldsögurnar Friðþægingu (2001), Steinsteypugarðinn (1978) og Vinarþel ókunnugra (1981). Höfundarverkið spannar átján útgefin verk og spanna sögur hans vítt svið allt frá frekar óhugnanlegum sögum um myrkustu afkima sálarinnar yfir í breiðari samfélags-og mannlífslýsingar og sögur sviðsettar í samtíma okkar sem og á tímum seinni heimsstyrjaldar, Kalda stríðsins og valdatíðar Margrétar Thatchers. Bókmenntir Halldór Laxness Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Breski rithöfundurinn Ian McEwan hlaut í dag alþjóðleg bókmenntaverðlaun sem kennd eru við Halldór Laxness. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru afhent. McEwan gat ekki veitt verðlaununum viðtöku en þakkarræða höfundarins var sýnd á skjávarpa á málþingi um Halldór Laxness sem haldið var í dag í Veröld, húsi Vigdísar. McEwan er þó væntanlegur til Íslands í september þar sem hann veitir verðlaununum viðtöku. Í skilaboðum frá höfundinum kom hann á framfæri djúpstætt þakklæti sitt og sagðist hlakka til að koma til Reykjavíkur í haust. Verðlaunin nema 15.000 evrum eða rúmum tveimur milljónum íslenskra króna og eru veitt alþjóðlega þekktum rithöfundi fyrir að stuðla að endurnýjun sagnalistar með verkum sínum, en fyrir það hlaut Halldór sjálfur Nóbelsverðlaunin á sínum tíma. Skrifstofa forsætisráðherra, menntamálaráðuneytið, Íslandsstofa, Bókmenntahátíð í Reykjavík, Gljúfrasteinn og Forlagið standa að verðlaununum. Eliza Reid forsetafrú, Einar Már Guðmundsson rithöfundur og Stella Soffía Jóhannesdóttir framkvæmdastjóri Bókmenntahátíðar í Reykjavík skipuðu valnefndina að þessu sinni. Verðlaunin verða framvegis veitt á Bókmenntahátíð. Ferill Ians McEwan spannar næstum því hálfa öld en þekktastur er hann fyrir skáldsögurnar Friðþægingu (2001), Steinsteypugarðinn (1978) og Vinarþel ókunnugra (1981). Höfundarverkið spannar átján útgefin verk og spanna sögur hans vítt svið allt frá frekar óhugnanlegum sögum um myrkustu afkima sálarinnar yfir í breiðari samfélags-og mannlífslýsingar og sögur sviðsettar í samtíma okkar sem og á tímum seinni heimsstyrjaldar, Kalda stríðsins og valdatíðar Margrétar Thatchers.
Bókmenntir Halldór Laxness Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Próteinbollur að hætti Gumma kíró Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Pabbi minn vakir yfir mér“ Lífið Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Fleiri fréttir Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“