Stríðsmenn auglýsa eftir leikmönnum á ruslatunnum í Skotlandi Eiður Þór Árnason skrifar 2. nóvember 2019 14:39 Knattspyrnufélagið segist hafa auglýst eftir leikmönnum með þessum hætti í sjö löndum. Mynd/Stríðsmenn Auglýsingar frá íslenska knattspyrnufélaginu Stríðsmönnum sem hafa sést á víð og dreif í skosku borgunum Edinborg og Glasgow hafa vakið þó nokkra athygli þar í landi. Á auglýsingaplöggunum óskar félagið eftir leikmönnum til að spila með liðinu í Reykjavík og fullyrðir að minnst tvö þúsund bresk pund, eða sem nemur 320 þúsund íslenskum króna, standi mönnum til boða fyrir að vinna og spila með félaginu á Íslandi sem leikur í fjórðu deild hér á landi. Fjallað hefur verið um auglýsingarnar í skoskum vefmiðlum og myndir birtar af auglýsingunum á ruslatunnum víða um borg. Þar er fullyrt að auglýsingarnar hafi jafnframt sést í fleiri breskum borgum.4th Tier Icelandic team recruiting players on bins in Glasgow pic.twitter.com/FCVl1iHIxN— Daniel (@Dj_mcneil99) October 23, 2019 Auglýsingarnar vísa á heimasíðu félagsins þar sem áhugasömum er gert ljóst að félagið sjálft borgi ekki laun fyrir spilamennskuna en að það muni tryggja leikmönnum launuð störf. Á vefsíðu félagsins er leikmannahópur þess sagður vera fjölþjóðlegur og að hann samanstandi úr leikmönnum af þrettán mismunandi þjóðernum. Vonast félagið til þess að komast upp í þriðju deild undir lok sumars á næsta ári. Þar kemur jafnframt fram að félagið hafi dreift auglýsingum í Bretlandi, Búlgaríu, Póllandi, Rúmeníu, Króatíu, Belgíu og Frakklandi. Viðbrögðin við þeim eru sögð vera framar vonum og hefur félagið boðað prufur eftir áramót. Bretland Fótbolti Skotland Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira
Auglýsingar frá íslenska knattspyrnufélaginu Stríðsmönnum sem hafa sést á víð og dreif í skosku borgunum Edinborg og Glasgow hafa vakið þó nokkra athygli þar í landi. Á auglýsingaplöggunum óskar félagið eftir leikmönnum til að spila með liðinu í Reykjavík og fullyrðir að minnst tvö þúsund bresk pund, eða sem nemur 320 þúsund íslenskum króna, standi mönnum til boða fyrir að vinna og spila með félaginu á Íslandi sem leikur í fjórðu deild hér á landi. Fjallað hefur verið um auglýsingarnar í skoskum vefmiðlum og myndir birtar af auglýsingunum á ruslatunnum víða um borg. Þar er fullyrt að auglýsingarnar hafi jafnframt sést í fleiri breskum borgum.4th Tier Icelandic team recruiting players on bins in Glasgow pic.twitter.com/FCVl1iHIxN— Daniel (@Dj_mcneil99) October 23, 2019 Auglýsingarnar vísa á heimasíðu félagsins þar sem áhugasömum er gert ljóst að félagið sjálft borgi ekki laun fyrir spilamennskuna en að það muni tryggja leikmönnum launuð störf. Á vefsíðu félagsins er leikmannahópur þess sagður vera fjölþjóðlegur og að hann samanstandi úr leikmönnum af þrettán mismunandi þjóðernum. Vonast félagið til þess að komast upp í þriðju deild undir lok sumars á næsta ári. Þar kemur jafnframt fram að félagið hafi dreift auglýsingum í Bretlandi, Búlgaríu, Póllandi, Rúmeníu, Króatíu, Belgíu og Frakklandi. Viðbrögðin við þeim eru sögð vera framar vonum og hefur félagið boðað prufur eftir áramót.
Bretland Fótbolti Skotland Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira