Innlent

Erlendur ferðamaður braut rúðu ber að ofan

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Lögregla hafði í ýmis horn að líta í nótt.
Lögregla hafði í ýmis horn að líta í nótt. Vísir/vilhelm
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók erlendan ferðamann eftir að tilkynnt var um að maður væri að brjóta rúðu í húsi við Skúlagötu á fjórða tímanum í nótt.Maðurinn reyndist vera ber og ofan og í annarlegu ástandi og var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.Þá hafði lögregla einnig afskipti af manni sem reyndist vera í annarlegu ástandi í miðborg Reykjavíkur. Var hann á ferð með ólarlausan schäfer-hund. Var manni og hundi ekið heim og má maðurinn búast við kæru vegna brots á lögreglusamþykkt, að því er segir í dagbók lögreglu.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.