Spyrja hvernig fætur eins besta útherja NFL-deildarinnar geti litið svona út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. ágúst 2019 12:30 Antonio Brown. Getty/ Joe Sargent Ein athyglisverðustu félagsskipti sumarsins í NFL-deildinni í Bandaríkjunum var þegar útherjinn Antonio Brown fór frá Pittsburgh Steelers til Oakland Raiders. Hann er stórstjarna í ameríska fótboltanum þökk sé frábærum höndum sínum sem grípa næstum því allt sem er hent til hans. Það eru hinsvegar fótavandamál sem eru að stela senunni skömmu fyrir mót. Antonio Brown er frábær leikmaður og hann fékk 50 milljónir Bandaríkjadala fyrir næstu þrjú ár með Oakland Raiders. Vandamálið fyrir Radiders-liðið er að hann er ekki ennþá byrjaður að æfa með liðinu. Það væri kannski minna áhyggjuefni ef hann hefði spilað mörg ár með liðinu en þarna er á ferðinni leikmaður sem þarf að læra inn á nýja liðsfélaga og nýjan leikstjórnanda..@AB84's feet pic.twitter.com/10nEVqYup8 — B/R Gridiron (@brgridiron) August 4, 2019 Antonio Brown er sannkölluð „prímadonna“ og er þekktur fyrir að vera mikill egóísti. Hann er reyndar með smá innistöðu fyrir því enda fyrir löngu búinn að sanna sig sem einn besti útherji sögunnar með frammistöðu sinn með Pittsburgh Steelers. Hann mætti sem dæmi í loftbelg á fyrstu æfingu Oakland Raiders en sást síðan ekki á vellinum með félögum sínum. Fljótlega bárust fréttir af því að Brown væri slæmur í fótunum og í kjölfarið á leiðinni til fótasérfræðings. Brown birti síðan mynd af iljunum sínum á samfélagsmiðlum og það fékk blaðamenn til að spyrja hvernig fætur eins besta útherja NFL-deildarinnar geti litið svona út. Hér fyrir neðan má sjá myndina af iljum Brown sem og umfjöllun í þætti Jalen og Jacoby á ESPN.How did Antonio Brown's feet get like this?!?!?!?! @jalenrose@djacobypic.twitter.com/dGNlk3fAWv — Jalen & Jacoby (@JalenandJacoby) August 5, 2019Eins og sjá má hér fyrir ofan þá er Antonio Brown þjáður enda með risastórar blöðrur á fótunum. Bandarískir miðlar hafa í framhaldinu leitað sér upplýsinga hjá læknum og fyrrum læknir NFL-liðs telur vandamálið vera of mikla svitaframleiðslu á fótunum. Það er samt vel hægt að skilja pirring þjálfarans Jon Gruden að stjörnuleikmaðurinn er ekki búinn að mæta á æfingu. Hann hjálpar ekki liðinu mikið á meðan hann getur ekki stigið í fæturnar fyrir blöðrum og sveppasýkingum. Það má búast við að mál Antonio Brown verði áberandi í Hard Knocks þáttunum sem verða sýndir á Stöð 2 Sport í þessum mánuði. NFL Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sjá meira
Ein athyglisverðustu félagsskipti sumarsins í NFL-deildinni í Bandaríkjunum var þegar útherjinn Antonio Brown fór frá Pittsburgh Steelers til Oakland Raiders. Hann er stórstjarna í ameríska fótboltanum þökk sé frábærum höndum sínum sem grípa næstum því allt sem er hent til hans. Það eru hinsvegar fótavandamál sem eru að stela senunni skömmu fyrir mót. Antonio Brown er frábær leikmaður og hann fékk 50 milljónir Bandaríkjadala fyrir næstu þrjú ár með Oakland Raiders. Vandamálið fyrir Radiders-liðið er að hann er ekki ennþá byrjaður að æfa með liðinu. Það væri kannski minna áhyggjuefni ef hann hefði spilað mörg ár með liðinu en þarna er á ferðinni leikmaður sem þarf að læra inn á nýja liðsfélaga og nýjan leikstjórnanda..@AB84's feet pic.twitter.com/10nEVqYup8 — B/R Gridiron (@brgridiron) August 4, 2019 Antonio Brown er sannkölluð „prímadonna“ og er þekktur fyrir að vera mikill egóísti. Hann er reyndar með smá innistöðu fyrir því enda fyrir löngu búinn að sanna sig sem einn besti útherji sögunnar með frammistöðu sinn með Pittsburgh Steelers. Hann mætti sem dæmi í loftbelg á fyrstu æfingu Oakland Raiders en sást síðan ekki á vellinum með félögum sínum. Fljótlega bárust fréttir af því að Brown væri slæmur í fótunum og í kjölfarið á leiðinni til fótasérfræðings. Brown birti síðan mynd af iljunum sínum á samfélagsmiðlum og það fékk blaðamenn til að spyrja hvernig fætur eins besta útherja NFL-deildarinnar geti litið svona út. Hér fyrir neðan má sjá myndina af iljum Brown sem og umfjöllun í þætti Jalen og Jacoby á ESPN.How did Antonio Brown's feet get like this?!?!?!?! @jalenrose@djacobypic.twitter.com/dGNlk3fAWv — Jalen & Jacoby (@JalenandJacoby) August 5, 2019Eins og sjá má hér fyrir ofan þá er Antonio Brown þjáður enda með risastórar blöðrur á fótunum. Bandarískir miðlar hafa í framhaldinu leitað sér upplýsinga hjá læknum og fyrrum læknir NFL-liðs telur vandamálið vera of mikla svitaframleiðslu á fótunum. Það er samt vel hægt að skilja pirring þjálfarans Jon Gruden að stjörnuleikmaðurinn er ekki búinn að mæta á æfingu. Hann hjálpar ekki liðinu mikið á meðan hann getur ekki stigið í fæturnar fyrir blöðrum og sveppasýkingum. Það má búast við að mál Antonio Brown verði áberandi í Hard Knocks þáttunum sem verða sýndir á Stöð 2 Sport í þessum mánuði.
NFL Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sjá meira