Gamlar plötur vandi í Vaðlaheiðargöngum Sveinn Arnarsson skrifar 2. maí 2019 06:00 Frá opnun Vaðlaheiðarganga. Fréttablaðið/Auðunn Vaðlaheiðargöng hafa lent í nokkrum erfiðleikum frá því göngin voru opnuð með að rukka einstaklinga sem keyra um á bílum með gömlu svörtu númeraplötunum. Myndavélakerfið í göngunum ræður illa við þær. Einnig hefur borið nokkuð á númerslausum bílum sem aka í gegnum göngin. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir hinar gömlu númeraplötur vera nokkuð öðruvísi og því sé nokkuð erfitt fyrir kerfið að lesa af þeim. Sjálfvirkt greiðslukerfi er í göngunum sem tekur myndir af númeraplötum bifreiða og les af þeim.Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. „Gömlu plöturnar eru öðruvísi að því leyti til að endurskinið af þeim er ekki það sama. Því er erfiðara fyrir hugbúnaðinn að lesa af þeim. Eftir sem áður er öllum skylt að greiða í göngin. Ég get hins vegar ekki ábyrgst að þeir sem eru á gömlu númerunum og hafa fyrirframgreitt 100 ferðir, að allar ferðirnar þeirra telji inn í kerfið okkar,“ segir Valgeir. Valgeir segir að stjórnendur ganganna sjái ef bílar eru að fara í gegnum göngin án þess að komast inn í greiðslufyrirkomulagið. Þá geta þeir gripið til þeirra ráða að skoða öryggismyndavélar sem eru fjölmargar í göngunum. „Við getum því lesið af þeim þannig ef eitthvað misjafnt á sér stað. Greiðslufyrirkomulag sem þetta er að finna víðsvegar í veröldinni og norskir aðilar komu að þessari framkvæmd. Valgeir segir að þessir norsku aðilar hafi sýnt forsvarsmönnum Vaðlaheiðarganga að nokkuð sé um að menn reyni að komast fram hjá greiðslum í svoleiðis göng. „Það er alltaf þannig að einhver hópur reynir að komast hjá greiðslu. Til að mynda hefur eitthvað, en hlutfallslega mjög lítið, verið um að númeraplötur séu ekki til staðar framan á bílum. Þetta er ekki séríslenskur veruleiki. Norsku aðilarnir sýndu okkur hins vegar myndir af ökumanni sem stöðvaði bifreiðina áður en farið var inn í göngin, fór úr bolnum og breiddi yfir númeraplötuna og ók ber að ofan í gegnum göngin. Við höfum ekki séð slíkt hér,“ segir Valgeir í léttum tón. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Vaðlaheiðargöng Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira
Vaðlaheiðargöng hafa lent í nokkrum erfiðleikum frá því göngin voru opnuð með að rukka einstaklinga sem keyra um á bílum með gömlu svörtu númeraplötunum. Myndavélakerfið í göngunum ræður illa við þær. Einnig hefur borið nokkuð á númerslausum bílum sem aka í gegnum göngin. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir hinar gömlu númeraplötur vera nokkuð öðruvísi og því sé nokkuð erfitt fyrir kerfið að lesa af þeim. Sjálfvirkt greiðslukerfi er í göngunum sem tekur myndir af númeraplötum bifreiða og les af þeim.Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. „Gömlu plöturnar eru öðruvísi að því leyti til að endurskinið af þeim er ekki það sama. Því er erfiðara fyrir hugbúnaðinn að lesa af þeim. Eftir sem áður er öllum skylt að greiða í göngin. Ég get hins vegar ekki ábyrgst að þeir sem eru á gömlu númerunum og hafa fyrirframgreitt 100 ferðir, að allar ferðirnar þeirra telji inn í kerfið okkar,“ segir Valgeir. Valgeir segir að stjórnendur ganganna sjái ef bílar eru að fara í gegnum göngin án þess að komast inn í greiðslufyrirkomulagið. Þá geta þeir gripið til þeirra ráða að skoða öryggismyndavélar sem eru fjölmargar í göngunum. „Við getum því lesið af þeim þannig ef eitthvað misjafnt á sér stað. Greiðslufyrirkomulag sem þetta er að finna víðsvegar í veröldinni og norskir aðilar komu að þessari framkvæmd. Valgeir segir að þessir norsku aðilar hafi sýnt forsvarsmönnum Vaðlaheiðarganga að nokkuð sé um að menn reyni að komast fram hjá greiðslum í svoleiðis göng. „Það er alltaf þannig að einhver hópur reynir að komast hjá greiðslu. Til að mynda hefur eitthvað, en hlutfallslega mjög lítið, verið um að númeraplötur séu ekki til staðar framan á bílum. Þetta er ekki séríslenskur veruleiki. Norsku aðilarnir sýndu okkur hins vegar myndir af ökumanni sem stöðvaði bifreiðina áður en farið var inn í göngin, fór úr bolnum og breiddi yfir númeraplötuna og ók ber að ofan í gegnum göngin. Við höfum ekki séð slíkt hér,“ segir Valgeir í léttum tón.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Vaðlaheiðargöng Mest lesið Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Erlent Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Erlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Erlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Fleiri fréttir Skilti Vegagerðarinnar morandi í villum: „Er ekkert gæðaeftirlit hjá ykkur?“ EES-ríkin þrjú efla samstarf við ESB á sviði öryggismála Öskrandi og ber að ofan við grunnskóla Opni Ísraelar ekki fyrir mannúðaraðstoð „þá verða að vera þvinganir“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Sjá meira