Gamlar plötur vandi í Vaðlaheiðargöngum Sveinn Arnarsson skrifar 2. maí 2019 06:00 Frá opnun Vaðlaheiðarganga. Fréttablaðið/Auðunn Vaðlaheiðargöng hafa lent í nokkrum erfiðleikum frá því göngin voru opnuð með að rukka einstaklinga sem keyra um á bílum með gömlu svörtu númeraplötunum. Myndavélakerfið í göngunum ræður illa við þær. Einnig hefur borið nokkuð á númerslausum bílum sem aka í gegnum göngin. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir hinar gömlu númeraplötur vera nokkuð öðruvísi og því sé nokkuð erfitt fyrir kerfið að lesa af þeim. Sjálfvirkt greiðslukerfi er í göngunum sem tekur myndir af númeraplötum bifreiða og les af þeim.Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. „Gömlu plöturnar eru öðruvísi að því leyti til að endurskinið af þeim er ekki það sama. Því er erfiðara fyrir hugbúnaðinn að lesa af þeim. Eftir sem áður er öllum skylt að greiða í göngin. Ég get hins vegar ekki ábyrgst að þeir sem eru á gömlu númerunum og hafa fyrirframgreitt 100 ferðir, að allar ferðirnar þeirra telji inn í kerfið okkar,“ segir Valgeir. Valgeir segir að stjórnendur ganganna sjái ef bílar eru að fara í gegnum göngin án þess að komast inn í greiðslufyrirkomulagið. Þá geta þeir gripið til þeirra ráða að skoða öryggismyndavélar sem eru fjölmargar í göngunum. „Við getum því lesið af þeim þannig ef eitthvað misjafnt á sér stað. Greiðslufyrirkomulag sem þetta er að finna víðsvegar í veröldinni og norskir aðilar komu að þessari framkvæmd. Valgeir segir að þessir norsku aðilar hafi sýnt forsvarsmönnum Vaðlaheiðarganga að nokkuð sé um að menn reyni að komast fram hjá greiðslum í svoleiðis göng. „Það er alltaf þannig að einhver hópur reynir að komast hjá greiðslu. Til að mynda hefur eitthvað, en hlutfallslega mjög lítið, verið um að númeraplötur séu ekki til staðar framan á bílum. Þetta er ekki séríslenskur veruleiki. Norsku aðilarnir sýndu okkur hins vegar myndir af ökumanni sem stöðvaði bifreiðina áður en farið var inn í göngin, fór úr bolnum og breiddi yfir númeraplötuna og ók ber að ofan í gegnum göngin. Við höfum ekki séð slíkt hér,“ segir Valgeir í léttum tón. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Vaðlaheiðargöng Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira
Vaðlaheiðargöng hafa lent í nokkrum erfiðleikum frá því göngin voru opnuð með að rukka einstaklinga sem keyra um á bílum með gömlu svörtu númeraplötunum. Myndavélakerfið í göngunum ræður illa við þær. Einnig hefur borið nokkuð á númerslausum bílum sem aka í gegnum göngin. Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga, segir hinar gömlu númeraplötur vera nokkuð öðruvísi og því sé nokkuð erfitt fyrir kerfið að lesa af þeim. Sjálfvirkt greiðslukerfi er í göngunum sem tekur myndir af númeraplötum bifreiða og les af þeim.Valgeir Bergmann, framkvæmdastjóri Vaðlaheiðarganga. „Gömlu plöturnar eru öðruvísi að því leyti til að endurskinið af þeim er ekki það sama. Því er erfiðara fyrir hugbúnaðinn að lesa af þeim. Eftir sem áður er öllum skylt að greiða í göngin. Ég get hins vegar ekki ábyrgst að þeir sem eru á gömlu númerunum og hafa fyrirframgreitt 100 ferðir, að allar ferðirnar þeirra telji inn í kerfið okkar,“ segir Valgeir. Valgeir segir að stjórnendur ganganna sjái ef bílar eru að fara í gegnum göngin án þess að komast inn í greiðslufyrirkomulagið. Þá geta þeir gripið til þeirra ráða að skoða öryggismyndavélar sem eru fjölmargar í göngunum. „Við getum því lesið af þeim þannig ef eitthvað misjafnt á sér stað. Greiðslufyrirkomulag sem þetta er að finna víðsvegar í veröldinni og norskir aðilar komu að þessari framkvæmd. Valgeir segir að þessir norsku aðilar hafi sýnt forsvarsmönnum Vaðlaheiðarganga að nokkuð sé um að menn reyni að komast fram hjá greiðslum í svoleiðis göng. „Það er alltaf þannig að einhver hópur reynir að komast hjá greiðslu. Til að mynda hefur eitthvað, en hlutfallslega mjög lítið, verið um að númeraplötur séu ekki til staðar framan á bílum. Þetta er ekki séríslenskur veruleiki. Norsku aðilarnir sýndu okkur hins vegar myndir af ökumanni sem stöðvaði bifreiðina áður en farið var inn í göngin, fór úr bolnum og breiddi yfir númeraplötuna og ók ber að ofan í gegnum göngin. Við höfum ekki séð slíkt hér,“ segir Valgeir í léttum tón.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Vaðlaheiðargöng Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Fleiri fréttir Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Sjá meira