Viðkvæmar upplýsingar birtar á heimasíðum sveitarfélaga Jóhann K. Jóhannsson skrifar 28. apríl 2018 19:23 Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. Ekki er útilokað að sveitarfélögin hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna. Fréttastofa hefur undir höndum gögn um einstaklinga sem notið hafa þjónustu þriggja bæjarfélaga en þar má sjá til dæmis greiðslur vegna sjúkraþjálfunar, áfalla- og sálfræðiaðstoðar, styrki til einstaklinga og greiðslur í barnaverndarmálum og vegna fjárhagsaðstoðar. Einnig er að finna þjónustuaðila í þessum upplýsingum en í gögnunum má sjá kennitölur og upphæðir sem greiddar hafa verið út. Gögnin sem um ræðir eru viðkvæm, persónugreinanleg gögn, sem lágu fyrir allra augum á heimasíðu sveitarfélaganna. Þau eru hluti af svokölluðu opnu bókhaldi sveitarfélaga. Seltjarnarnesbær opnaði bókhald bæjarins um áramótin og síðan þá hafa þessar upplýsingar legið fyrir. Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar vissi ekki að svo viðkvæmar upplýsingar lægju fyrir allra augum.„Það á bara ekki að geta gerst. Mér er verulega brugðið og þakka fyrir að mér hafi verið upplýst um það,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar. Oddviti Neslistans og Viðreisnar sem er í framboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar útilokar ekki að bærinn hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna. „Bæjarbúar treysta bæjaryfirvöldum fyrir mörgum af sínum viðkvæmustu málum og bærinn verður að gæta að því að stjórnsýslan fari allra best með þessar upplýsingar,“ segir Karl Pétur Jónsson. Ásgerður segist miður sín vegna málsins. Að minnst kosti tvö önnur bæjarfélög sem birta bókhald sitt opinberlega notast sama kerfi og Seltjarnarnesbær. Fréttastofa skoðaði opið bókhald Garðabæjar sem birt er á netinu og þar eins og hjá Seltjarnarnesbæ eru birtar viðkvæmar, persónugreinanlegar upplýsingar um einstaklinga sem hafa þurft að notfæra sér þjónustu bæjarfélagsins. Það sama á einnig við um Akraneskaupstað sem í dag opnaði bókhald sitt á netinu. Þegar fréttastofa skoðaði gögnin kom í ljós að þar var einnig að finna viðkvæm gögn. Bæjarstjórum sveitarfélaganna var tilkynnt um málið í dag og þeim gefinn kostur á að fjarlægja gögnin fyrir birtingu fréttarinnar. Kerfið sem sveitarfélögin notast við er keypt endurskoðenda fyrirtækin KPMG. „Ég hafði strax samband við þá í gær,“ segir Ásgerður. „Þeir gátu ekki upplýst mig um og sögðust ekki sjá neina bilun í kerfinu en tóku þá ákvörðun að loka því strax. Það verður unnið í þessu máli núna um helgina og strax á mánudaginn.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira
Þrjú sveitarfélög birtu á heimasíðum sínum viðkvæmar upplýsingar um einstaklinga sem notið hafa þjónustu bæjarfélaganna til dæmis greiðslur vegna sálfræðimeðferðar og fjárhagsaðstoðar. Ekki er útilokað að sveitarfélögin hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna. Fréttastofa hefur undir höndum gögn um einstaklinga sem notið hafa þjónustu þriggja bæjarfélaga en þar má sjá til dæmis greiðslur vegna sjúkraþjálfunar, áfalla- og sálfræðiaðstoðar, styrki til einstaklinga og greiðslur í barnaverndarmálum og vegna fjárhagsaðstoðar. Einnig er að finna þjónustuaðila í þessum upplýsingum en í gögnunum má sjá kennitölur og upphæðir sem greiddar hafa verið út. Gögnin sem um ræðir eru viðkvæm, persónugreinanleg gögn, sem lágu fyrir allra augum á heimasíðu sveitarfélaganna. Þau eru hluti af svokölluðu opnu bókhaldi sveitarfélaga. Seltjarnarnesbær opnaði bókhald bæjarins um áramótin og síðan þá hafa þessar upplýsingar legið fyrir. Bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar vissi ekki að svo viðkvæmar upplýsingar lægju fyrir allra augum.„Það á bara ekki að geta gerst. Mér er verulega brugðið og þakka fyrir að mér hafi verið upplýst um það,“ segir Ásgerður Halldórsdóttir, bæjarstjóri Seltjarnarnesbæjar. Oddviti Neslistans og Viðreisnar sem er í framboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar útilokar ekki að bærinn hafi skapað sér skaðabótaskyldu með birtingu gagnanna. „Bæjarbúar treysta bæjaryfirvöldum fyrir mörgum af sínum viðkvæmustu málum og bærinn verður að gæta að því að stjórnsýslan fari allra best með þessar upplýsingar,“ segir Karl Pétur Jónsson. Ásgerður segist miður sín vegna málsins. Að minnst kosti tvö önnur bæjarfélög sem birta bókhald sitt opinberlega notast sama kerfi og Seltjarnarnesbær. Fréttastofa skoðaði opið bókhald Garðabæjar sem birt er á netinu og þar eins og hjá Seltjarnarnesbæ eru birtar viðkvæmar, persónugreinanlegar upplýsingar um einstaklinga sem hafa þurft að notfæra sér þjónustu bæjarfélagsins. Það sama á einnig við um Akraneskaupstað sem í dag opnaði bókhald sitt á netinu. Þegar fréttastofa skoðaði gögnin kom í ljós að þar var einnig að finna viðkvæm gögn. Bæjarstjórum sveitarfélaganna var tilkynnt um málið í dag og þeim gefinn kostur á að fjarlægja gögnin fyrir birtingu fréttarinnar. Kerfið sem sveitarfélögin notast við er keypt endurskoðenda fyrirtækin KPMG. „Ég hafði strax samband við þá í gær,“ segir Ásgerður. „Þeir gátu ekki upplýst mig um og sögðust ekki sjá neina bilun í kerfinu en tóku þá ákvörðun að loka því strax. Það verður unnið í þessu máli núna um helgina og strax á mánudaginn.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Fleiri fréttir Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Sjá meira