Biðja ferðamenn að láta refina í friði Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 15. júní 2018 16:19 Gæfur melrakki á Hornströndum Mynd/melrakkasetur íslands Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands hafa sent frá sér tilkynningu vegna fréttar Morgunblaðsins, Elti uppi tófu og lá í tvo tíma. Fréttin vakti mikla athygli en þar segir ljósmyndarinn Elma Rún Benediktsdóttir frá því þegar tófa ferjar yrðlinga sína yfir straumharða á og fylgdi mynd af því með fréttinni. Í tilkynningunni er fólk beðið að sína refum tillit og kemur fram að hugsanlega hafi tófan flutt yrðlingana sína vegna truflunar ljósmyndarans. „Innan friðlandsins á Hornströndum er tófan friðuð og mikilvægt að gestir svæðisins gefi dýrunum frið, sérstaklega við greni á grenjatímum. Rannsóknir hafa verið framkvæmdar innan Hornstranda á áhrifum ferðamanna á refi. Benda niðurstöður þeirra rannsókna til að vaxandi áhugi ferðamanna á að skoða og mynda yrðlinga á greni geti haft neikvæð áhrif. Rannsóknirnar hafa leitt í ljós að foreldrar eyða minni tíma í fæðuöflun og fæðugjafir yrðlinga þar sem ferðamenn hafa greiðan aðgang að grenjum þeirra.“ Segir í tilkynningunni að refir færi sig og yrðlingana sína gjarnan á milli grenja telji þeir sér ógnað. „Má leiða að því líkur að sá flutningur hafi átt sér stað vegna þeirra truflunar sem hún varð fyrir er hún var elt uppi.“ Ferðafólk á Hornströndum er beðið að fara eftir þeim leiðbeiningum sem Náttúrufræðistofnun Íslands, Melrakkasetur Íslands og Umhverfisstofnun hafa sett fram um refaskoðun. „Áður en haldið er á refaslóðir er mælt með að gestir kynni sér lífshætti villtra refa. Það má t.d. gera með því að heimsækja Melrakkasetur Íslands. Mikilvægt er að þekkja þarfir dýranna og átta sig á því að þau þurfa næði til að geta sinnt eigin þörfum og afkvæma sinna. Vegna þess hve óðulin á Hornströndum eru lítil og stutt í næstu nágranna er lítið svigrúm fyrir dýrin til að fara annað til að leita öryggis, finna fæðu og vernda afkvæmi sín.“ Fólk er beðið að kynna sér og virða almennar reglur um umgengni við náttúru og dýralíf. Einnig er mikilvægt að hafa eftirfarandi atriði í huga: -Sýnið tillitssemi, verið þolinmóð. Farið helst ekki fara nær ref eða greni en 40 metra.-Reynið að takmarka þann tíma sem þið eruð í nágrenni við dýrin eða grenið við 20 mínútur.-Ef þið sjáið ref sem ykkur langar að fylgjast með, er besta leiðin að halda kyrru fyrir og fylgjast með úr fjarlægð. Ef þið eruð hljóð og forðist óþarfa hreyfingar er ekki ólíklegt að dýrið komi sjálft til ykkar, svo fremi sem það finni sig öruggt.-Ef þið þurfið að fara framhjá greni, gangið rösklega en hljóðlega og ekki staldra við fyrr en í a.m.k. 40m fjarlægð frá greninu. Ef þið eruð í hópi er best að halda saman og lágmarka þann tíma sem það tekur að fara framhjá greninu.-Forðist að fara á milli foreldra og afkvæma og gefið pláss til að dýrin geti komist leiðar sinnar.-Ef dýrin sýna merki um óöryggi eða hræðslu, færið ykkur fjær eða yfirgefið staðinn.-Þó dýrin virðist róleg og spök er ekki víst að þau séu sátt. Nærvera fólks getur komið í veg fyrir að foreldrar sinni yrðlingum og þeir fá ekki næga næringu.-Nauðsynlegt er að dýrin fái frið til að afla fæðu og sinna afkvæmum, t.d. milli kl. 19:00 og 9:00.-Hundar koma í veg fyrir að ferðamenn geti skoðað refi í náttúrulegum heimkynnum. Ólíklegt er að refir sjáist þegar hundur er á ferð og í nokkurn tíma eftir að hundurinn er farinn. Ef þið eruð með hund, hafið hann í taumi og komið í veg fyrir að hann geti farið að refagreni.-Refagreni eru friðuð með lögum: “Skylt er að ganga vel um greni og ber að skilja við það eins og komið var að því. Óheimilt er að eyðileggja greni. Ekki má láta hunda hlaupa um á greni á grenjatíma né hafa þar óþarfa umgang.“ Hornstrandir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira
Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun Íslands hafa sent frá sér tilkynningu vegna fréttar Morgunblaðsins, Elti uppi tófu og lá í tvo tíma. Fréttin vakti mikla athygli en þar segir ljósmyndarinn Elma Rún Benediktsdóttir frá því þegar tófa ferjar yrðlinga sína yfir straumharða á og fylgdi mynd af því með fréttinni. Í tilkynningunni er fólk beðið að sína refum tillit og kemur fram að hugsanlega hafi tófan flutt yrðlingana sína vegna truflunar ljósmyndarans. „Innan friðlandsins á Hornströndum er tófan friðuð og mikilvægt að gestir svæðisins gefi dýrunum frið, sérstaklega við greni á grenjatímum. Rannsóknir hafa verið framkvæmdar innan Hornstranda á áhrifum ferðamanna á refi. Benda niðurstöður þeirra rannsókna til að vaxandi áhugi ferðamanna á að skoða og mynda yrðlinga á greni geti haft neikvæð áhrif. Rannsóknirnar hafa leitt í ljós að foreldrar eyða minni tíma í fæðuöflun og fæðugjafir yrðlinga þar sem ferðamenn hafa greiðan aðgang að grenjum þeirra.“ Segir í tilkynningunni að refir færi sig og yrðlingana sína gjarnan á milli grenja telji þeir sér ógnað. „Má leiða að því líkur að sá flutningur hafi átt sér stað vegna þeirra truflunar sem hún varð fyrir er hún var elt uppi.“ Ferðafólk á Hornströndum er beðið að fara eftir þeim leiðbeiningum sem Náttúrufræðistofnun Íslands, Melrakkasetur Íslands og Umhverfisstofnun hafa sett fram um refaskoðun. „Áður en haldið er á refaslóðir er mælt með að gestir kynni sér lífshætti villtra refa. Það má t.d. gera með því að heimsækja Melrakkasetur Íslands. Mikilvægt er að þekkja þarfir dýranna og átta sig á því að þau þurfa næði til að geta sinnt eigin þörfum og afkvæma sinna. Vegna þess hve óðulin á Hornströndum eru lítil og stutt í næstu nágranna er lítið svigrúm fyrir dýrin til að fara annað til að leita öryggis, finna fæðu og vernda afkvæmi sín.“ Fólk er beðið að kynna sér og virða almennar reglur um umgengni við náttúru og dýralíf. Einnig er mikilvægt að hafa eftirfarandi atriði í huga: -Sýnið tillitssemi, verið þolinmóð. Farið helst ekki fara nær ref eða greni en 40 metra.-Reynið að takmarka þann tíma sem þið eruð í nágrenni við dýrin eða grenið við 20 mínútur.-Ef þið sjáið ref sem ykkur langar að fylgjast með, er besta leiðin að halda kyrru fyrir og fylgjast með úr fjarlægð. Ef þið eruð hljóð og forðist óþarfa hreyfingar er ekki ólíklegt að dýrið komi sjálft til ykkar, svo fremi sem það finni sig öruggt.-Ef þið þurfið að fara framhjá greni, gangið rösklega en hljóðlega og ekki staldra við fyrr en í a.m.k. 40m fjarlægð frá greninu. Ef þið eruð í hópi er best að halda saman og lágmarka þann tíma sem það tekur að fara framhjá greninu.-Forðist að fara á milli foreldra og afkvæma og gefið pláss til að dýrin geti komist leiðar sinnar.-Ef dýrin sýna merki um óöryggi eða hræðslu, færið ykkur fjær eða yfirgefið staðinn.-Þó dýrin virðist róleg og spök er ekki víst að þau séu sátt. Nærvera fólks getur komið í veg fyrir að foreldrar sinni yrðlingum og þeir fá ekki næga næringu.-Nauðsynlegt er að dýrin fái frið til að afla fæðu og sinna afkvæmum, t.d. milli kl. 19:00 og 9:00.-Hundar koma í veg fyrir að ferðamenn geti skoðað refi í náttúrulegum heimkynnum. Ólíklegt er að refir sjáist þegar hundur er á ferð og í nokkurn tíma eftir að hundurinn er farinn. Ef þið eruð með hund, hafið hann í taumi og komið í veg fyrir að hann geti farið að refagreni.-Refagreni eru friðuð með lögum: “Skylt er að ganga vel um greni og ber að skilja við það eins og komið var að því. Óheimilt er að eyðileggja greni. Ekki má láta hunda hlaupa um á greni á grenjatíma né hafa þar óþarfa umgang.“
Hornstrandir Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Erlent Fleiri fréttir Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Sjá meira