Stjórn OR hefur ekki rætt við Áslaugu Thelmu Birgir Olgeirsson skrifar 19. september 2018 21:55 Áslaug Thelma Einarsdóttir, fráfarandi forstöðumaður hjá Orku náttúrunnar. Vísir Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur barst í kvöld bréf frá lögmanni Áslaugu Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru í síðustu viku. Var bréfið rætt á fundi stjórnar OR í kvöld en sama bréf var sent stjórn Orku náttúru og mun sú stjórn taka það fyrir á fundi sínum á morgun. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, sagði við Vísi að loknum stjórnarfundi OR að hún hefði ekkert rætt við Áslaugu Thelmu frá því málið kom upp. „En að sjálfsögðu verður talað við hana,“ sagði Brynhildur. Spurð hvort að komið hafi til tals að endurráða Thelmu eða draga uppsögn hennar til baka sagðist Brynhildur ekki geta tjáð sig um það. Málið fái sitt ferli og fer til umfjöllunar í stjórn. Brottrekstur Áslaugar hefur dregið dilk á eftir sér og eftirmálinn vakið mikla athygli. Henni var sagt upp störfum á mánudag í síðustu viku en að hennar sögn var sú uppsögn án nokkurra haldbærra skýringa og kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Daginn eftir sendu Áslaug og eiginmaður hennar Einar Bárðarson forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarna Bjarnasyni, og starfsmannastjóra OR, Sólrúnu Kristjánsdóttur, harðorðan tölvupóst. Honum fylgdi afrit af tölvupósti sem Bjarni Már Júlíusson, þáverandi framkvæmdastjóri Orku náttúru, hafði sent kvenundirmönnum sínum og hjólreiðafélögum í mars. Ákvað Bjarni Bjarnason að boða Áslaugu og Einar á sinn fund klukkan klukkan tíu síðastliðin miðvikudagsmorgun, ásamt starfsmannastjóra og lögmanni Orkuveitu Reykjavíkur. Eftir fundinn var stjórn Orku náttúru boðuð saman og ákveðið að segja Bjarna Má upp störfum.Áslaug Thelma hefur haldið því fram að Bjarni Bjarnason hafi meðvitað stutt ruddalega framkomu gagnvart konum. Bjarni Bjarnason sendi tilkynningu á fjölmiðla í vikunni þar sem hann sagðist hafa óskað eftir því við stjórn OR að víkja tímabundið á meðan úttekt yrði gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. Stjórn OR tók þá beiðni fyrir í kvöld og ákvað að verða við henni. Mun Bjarni víkja í tvo mánuði og Helga Jónsdóttir sinna starfi hans á meðan. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Áforma að vinnuvélar verði komnar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Sjá meira
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur barst í kvöld bréf frá lögmanni Áslaugu Thelmu Einarsdóttur sem var sagt upp störfum sem forstöðumaður einstaklingsmarkaðar hjá Orku náttúru í síðustu viku. Var bréfið rætt á fundi stjórnar OR í kvöld en sama bréf var sent stjórn Orku náttúru og mun sú stjórn taka það fyrir á fundi sínum á morgun. Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður OR, sagði við Vísi að loknum stjórnarfundi OR að hún hefði ekkert rætt við Áslaugu Thelmu frá því málið kom upp. „En að sjálfsögðu verður talað við hana,“ sagði Brynhildur. Spurð hvort að komið hafi til tals að endurráða Thelmu eða draga uppsögn hennar til baka sagðist Brynhildur ekki geta tjáð sig um það. Málið fái sitt ferli og fer til umfjöllunar í stjórn. Brottrekstur Áslaugar hefur dregið dilk á eftir sér og eftirmálinn vakið mikla athygli. Henni var sagt upp störfum á mánudag í síðustu viku en að hennar sögn var sú uppsögn án nokkurra haldbærra skýringa og kom eins og þruma úr heiðskíru lofti. Daginn eftir sendu Áslaug og eiginmaður hennar Einar Bárðarson forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarna Bjarnasyni, og starfsmannastjóra OR, Sólrúnu Kristjánsdóttur, harðorðan tölvupóst. Honum fylgdi afrit af tölvupósti sem Bjarni Már Júlíusson, þáverandi framkvæmdastjóri Orku náttúru, hafði sent kvenundirmönnum sínum og hjólreiðafélögum í mars. Ákvað Bjarni Bjarnason að boða Áslaugu og Einar á sinn fund klukkan klukkan tíu síðastliðin miðvikudagsmorgun, ásamt starfsmannastjóra og lögmanni Orkuveitu Reykjavíkur. Eftir fundinn var stjórn Orku náttúru boðuð saman og ákveðið að segja Bjarna Má upp störfum.Áslaug Thelma hefur haldið því fram að Bjarni Bjarnason hafi meðvitað stutt ruddalega framkomu gagnvart konum. Bjarni Bjarnason sendi tilkynningu á fjölmiðla í vikunni þar sem hann sagðist hafa óskað eftir því við stjórn OR að víkja tímabundið á meðan úttekt yrði gerð á vinnustaðamenningu fyrirtækisins. Stjórn OR tók þá beiðni fyrir í kvöld og ákvað að verða við henni. Mun Bjarni víkja í tvo mánuði og Helga Jónsdóttir sinna starfi hans á meðan.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14 Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24 Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Fleiri fréttir Áforma að vinnuvélar verði komnar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Sjá meira
Stjórn OR fundar ásamt forstjóranum Stjórnin mun taka ákvörðun um hvort hún verði við beiðni forstjórans um að stíga tímabundið til hliðar. 19. september 2018 20:14
Helga leysir Bjarna af Helga Jónsdóttir, fyrrverandi stjórnarmaður hjá Eftirlitsstofnun EFTA, mun leysa Bjarna Bjarnason af sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur á meðan fram fer óháð úttekt á vinnustaðarmenningu og málefnum tiltekinna starfsmanna sem verið hafa til umfjöllunar. 19. september 2018 21:24
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent