Kúrekarnir skutu niður tíu leikja sigurgöngu New Orleans Saints Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2018 10:00 Jason Garrett, þjálfari Dallas liðsins, fagnar Ezekiel Elliott eftir leikinn. Vísir/Getty Dallas Cowboys er á miklu skriði í NFL-deildinni, svo miklu að heitasta lið deildarinnar náði ekki einu sinni að stöðva þá í fimmtudagsleik ameríska fótboltans í nótt. Dallas Cowboys vann þá 13-10 sigur á New Orleans Saints og eftir þennan sigur eru 80 prósent líkur(samkvæmt ESPN Stats & Info) á því að Kúrekarnir verði með í úrslitakeppninni í ár. New Orleans Saints mætti til Dallas með tíu leikja sigurgöngu í farteskinu en Drew Brees og félagar höfðu ekki tapað síðan í fyrstu umferð í september. Fyrir fimm vikum var útlitið ekki bjart hjá Dallas Cowboys eftir fimm töp í fyrstu átta leikjunum og þá leit út fyrir að liðið væri að missa af úrslitakeppninni. Kúrekarnir fundu hinsvegar taktinn og voru að vinna sinn fjórða leik í röð í nótt.COWBOYS WITH THE W!!!!! #NOvsDALpic.twitter.com/SjaXgVMd9d — Dallas Cowboys (@dallascowboys) November 30, 2018Sóknarleikur Saints liðsins hefur verið nánast óstöðvandi í sigurgöngunni (37,2 stig að meðaltali í leik) en í nótt náði liðið aðeins að komast samtals 176 jarda allan leikinn. Liðið skoraði ekki í fyrri hálfleik og lenti 13-0 undir. Tíu stig í seinni hálfleiknum dugðu ekki til. Leikstjórnandinn Drew Brees kláraði aðeins 18 af 28 sendingum og kastaði boltanum frá sér rúmum tveimur mínútum fyrir leikslok þegar Saints liðið var í lofandi sókn. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas liðsins, kláraði 24 af 28 sendunum sínum og átti eina snertimarkssendingu á hlauparann Ezekiel Elliott. Prescott er að spila fyrir nýjum framtíðarsamningi og hjálpaði því bæði sér og liðinu með frammistöðunni í nótt. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum. NFL Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira
Dallas Cowboys er á miklu skriði í NFL-deildinni, svo miklu að heitasta lið deildarinnar náði ekki einu sinni að stöðva þá í fimmtudagsleik ameríska fótboltans í nótt. Dallas Cowboys vann þá 13-10 sigur á New Orleans Saints og eftir þennan sigur eru 80 prósent líkur(samkvæmt ESPN Stats & Info) á því að Kúrekarnir verði með í úrslitakeppninni í ár. New Orleans Saints mætti til Dallas með tíu leikja sigurgöngu í farteskinu en Drew Brees og félagar höfðu ekki tapað síðan í fyrstu umferð í september. Fyrir fimm vikum var útlitið ekki bjart hjá Dallas Cowboys eftir fimm töp í fyrstu átta leikjunum og þá leit út fyrir að liðið væri að missa af úrslitakeppninni. Kúrekarnir fundu hinsvegar taktinn og voru að vinna sinn fjórða leik í röð í nótt.COWBOYS WITH THE W!!!!! #NOvsDALpic.twitter.com/SjaXgVMd9d — Dallas Cowboys (@dallascowboys) November 30, 2018Sóknarleikur Saints liðsins hefur verið nánast óstöðvandi í sigurgöngunni (37,2 stig að meðaltali í leik) en í nótt náði liðið aðeins að komast samtals 176 jarda allan leikinn. Liðið skoraði ekki í fyrri hálfleik og lenti 13-0 undir. Tíu stig í seinni hálfleiknum dugðu ekki til. Leikstjórnandinn Drew Brees kláraði aðeins 18 af 28 sendingum og kastaði boltanum frá sér rúmum tveimur mínútum fyrir leikslok þegar Saints liðið var í lofandi sókn. Dak Prescott, leikstjórnandi Dallas liðsins, kláraði 24 af 28 sendunum sínum og átti eina snertimarkssendingu á hlauparann Ezekiel Elliott. Prescott er að spila fyrir nýjum framtíðarsamningi og hjálpaði því bæði sér og liðinu með frammistöðunni í nótt. Hér fyrir neðan má sjá svipmyndir frá leiknum.
NFL Mest lesið Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Sjá meira