Viðræður hafnar um nýtt vatnsból á Suðurnesjum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. maí 2018 14:15 Ásgeir Margeirsson er forstjóri HS Orku. vísir/anton brink HS Orka á í viðræðum við sveitarfélögin á Suðurnesjum um staðsetningu fyrir nýja framtíðarvatnsveitu svæðisins. Ásgeir Margeirsson, forstjóri fyrirtækisins, segir nauðsynlegt að bregðast við í dag þar sem veitan þurfi að vera tilbúin innan tíu til fimmtán ára til að mæta aukinni þörf. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en að sögn Ásgeirs er nokkuð ljóst að vatnstökusvæði Suðurnesjamanna að Lágum verði ekki vatnsból svæðisins til lengri tíma. Til þess að hægt sé anna vatnsþörf svæðisins í framtíðinni þurfi strax að leita nýrra lausna. „Það er gríðarlega mikilvægt því það er alltaf númer 1,2, og 3 og jafnvel 4 og 5, að hafa nægt ferskt vatn fyrir byggðina. Það gengur fyrir öllu öðru,“ segir Ásgeir. Horft er til nokkurra mögulegra staðsetninga. „Það er ákveðið svæði sem verið er að horfa til og við vinnum það með Grindavík og öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum að undirbúa það mál. Það mun taka einhvern tíma. Það þarf jú rannsóknir og leyfisveitingar og síðan þá boranir eftir vatni og mannvirkjagerð í framhaldi af því.“ Íbúum hefur fjölgað hratt á Suðurnesjum á síðustu árum og segir Ásgeir að vatnsveitan þurfi bæði að í við þessa fjölgun og vaxandi atvinnustarfsemi á svæðinu. Til þess að ekki komi upp vandamál þurfi HS Orka að vera tilbúin með nýja vatnveitu áður en þörfin verður of brýn. Hversu langur tími sé til stefnu fari eftir byggðaþróun. „Við höfum nú séð sveiflur í því, stöðnun og enga fjölgun og síðan mikla fjölgun núna á síðustu árum. Það má svona gróft telja að innan svona tíu til fimmtán ára þurfum við að vera tilbúin með aukna framleiðslu fyrir heitt og kalt vatn og það þýðir að það þarf að bregðast við núna og undirbúa til þess að það verði tilbúið þá.“ Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
HS Orka á í viðræðum við sveitarfélögin á Suðurnesjum um staðsetningu fyrir nýja framtíðarvatnsveitu svæðisins. Ásgeir Margeirsson, forstjóri fyrirtækisins, segir nauðsynlegt að bregðast við í dag þar sem veitan þurfi að vera tilbúin innan tíu til fimmtán ára til að mæta aukinni þörf. Viðræðurnar eru á byrjunarstigi en að sögn Ásgeirs er nokkuð ljóst að vatnstökusvæði Suðurnesjamanna að Lágum verði ekki vatnsból svæðisins til lengri tíma. Til þess að hægt sé anna vatnsþörf svæðisins í framtíðinni þurfi strax að leita nýrra lausna. „Það er gríðarlega mikilvægt því það er alltaf númer 1,2, og 3 og jafnvel 4 og 5, að hafa nægt ferskt vatn fyrir byggðina. Það gengur fyrir öllu öðru,“ segir Ásgeir. Horft er til nokkurra mögulegra staðsetninga. „Það er ákveðið svæði sem verið er að horfa til og við vinnum það með Grindavík og öðrum sveitarfélögum á Suðurnesjum að undirbúa það mál. Það mun taka einhvern tíma. Það þarf jú rannsóknir og leyfisveitingar og síðan þá boranir eftir vatni og mannvirkjagerð í framhaldi af því.“ Íbúum hefur fjölgað hratt á Suðurnesjum á síðustu árum og segir Ásgeir að vatnsveitan þurfi bæði að í við þessa fjölgun og vaxandi atvinnustarfsemi á svæðinu. Til þess að ekki komi upp vandamál þurfi HS Orka að vera tilbúin með nýja vatnveitu áður en þörfin verður of brýn. Hversu langur tími sé til stefnu fari eftir byggðaþróun. „Við höfum nú séð sveiflur í því, stöðnun og enga fjölgun og síðan mikla fjölgun núna á síðustu árum. Það má svona gróft telja að innan svona tíu til fimmtán ára þurfum við að vera tilbúin með aukna framleiðslu fyrir heitt og kalt vatn og það þýðir að það þarf að bregðast við núna og undirbúa til þess að það verði tilbúið þá.“
Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira