Þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun Birgir Olgeirsson skrifar 20. mars 2018 10:16 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ungan karlmann til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir nauðgun. Taldi dómurinn sannað að maðurinn hefði beitt konu ólögmætri nauðung og haft samræði við hana gegn vilja hennar með þeim hætti sem lýst er í ákæru, að því undanskildu að hann dró hana ekki fram úr rúmi sem hún lá í. Í ákærunni var manninum gefið að sök að hafa á heimili sínu aðfaranótt laugardagsins 6. febrúar árið 2016 haft samræði og önnur kynferðismök við konuna gegn hennar vilja með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Þar á meðal með því að káfa á brjóstum hennar og kynfærum, draga hana fram úr rúmi sem hún lá í, þrýsta henni upp að vegg og setja fingur í leggöng hennar og afklæða hana. Lét maðurinn ekki af háttseminni þrátt fyrir að hafa konan hefði látið hann vita að hún vildi þetta ekki, bæði hann ítrekað um að hætta og reyndi að ýta honum burt. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Konan fór fram á 2,5 milljónir króna í miskabætur en Héraðsdómur Reykjavíkur taldi 1,5 milljónir króna hæfilegar miskabætur. Maðurinn hafði í tvígang áður verið dæmdur fyrir brot. Í fyrra skiptið var hann dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar fyrir brot gegn 1. málsgrein 202. greinar almennra hegningarlaga en þar segir að hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en 15 ára, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 1 ár og allt að sextán árum. Var hann aftur dæmdur fyrir brot gegn sömu lagagrein og hlaut þá 20 mánaða fangelsisvist skilorðsbundna. Í 202. greininni segir að lækka megi refsinguna eða láta hana falla niður ef gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri eða þroskastigi. Brotin voru framin fyrir átján ára aldur mannsins og því var refsingin lægri. Dómsmál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt ungan karlmann til þriggja og hálfs árs fangelsisvistar fyrir nauðgun. Taldi dómurinn sannað að maðurinn hefði beitt konu ólögmætri nauðung og haft samræði við hana gegn vilja hennar með þeim hætti sem lýst er í ákæru, að því undanskildu að hann dró hana ekki fram úr rúmi sem hún lá í. Í ákærunni var manninum gefið að sök að hafa á heimili sínu aðfaranótt laugardagsins 6. febrúar árið 2016 haft samræði og önnur kynferðismök við konuna gegn hennar vilja með því að beita hana ofbeldi og ólögmætri nauðung. Þar á meðal með því að káfa á brjóstum hennar og kynfærum, draga hana fram úr rúmi sem hún lá í, þrýsta henni upp að vegg og setja fingur í leggöng hennar og afklæða hana. Lét maðurinn ekki af háttseminni þrátt fyrir að hafa konan hefði látið hann vita að hún vildi þetta ekki, bæði hann ítrekað um að hætta og reyndi að ýta honum burt. Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Konan fór fram á 2,5 milljónir króna í miskabætur en Héraðsdómur Reykjavíkur taldi 1,5 milljónir króna hæfilegar miskabætur. Maðurinn hafði í tvígang áður verið dæmdur fyrir brot. Í fyrra skiptið var hann dæmdur til átján mánaða fangelsisvistar fyrir brot gegn 1. málsgrein 202. greinar almennra hegningarlaga en þar segir að hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við barn, yngra en 15 ára, skal sæta fangelsi, ekki skemur en 1 ár og allt að sextán árum. Var hann aftur dæmdur fyrir brot gegn sömu lagagrein og hlaut þá 20 mánaða fangelsisvist skilorðsbundna. Í 202. greininni segir að lækka megi refsinguna eða láta hana falla niður ef gerandi og þolandi eru á svipuðum aldri eða þroskastigi. Brotin voru framin fyrir átján ára aldur mannsins og því var refsingin lægri.
Dómsmál Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Erlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Innlent Fleiri fréttir Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Sjá meira