Magnús vill annað sæti á lista Sjálfstæðismanna á Seltjarnarnesi Birgir Olgeirsson skrifar 7. janúar 2018 21:39 Magnús Örn Guðmundsson Magnús Örn Guðmundsson viðskiptafræðingur býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélags Seltirninga sem haldið verður 20. janúar næstkomandi. Magnús Örn situr í bæjarstjórn Seltjarnarness, er formaður íþrótta- og tómstundanefndar og situr í skólanefnd bæjarins. Hann starfar sem forstöðumaður hjá Stefni hf. Magnús leggur áherslu á lága skatta, gagnsæja og skilvirka stjórnsýslu, hátt þjónustustig í grunnþjónustu og forgangsröðun framkvæmda án skuldasöfnunar. Hann leggur jafnframt áherslu á að skipulagsmál þurfi að nálgast með meiri yfirvegun í sátt við bæjarbúa og vill raunsæi í samgöngumálum.Nánar um stefnumál: Magnús Örn vill lækka fasteignaskatta umtalsvert. Álagningarstuðull fasteignaskattsins hefur lækkað um 16% á kjörtímabilinu en fasteignaverð hefur hins vegar hækkað um meira en 50% á síðustu 5 árum. Með hækkandi launum síðustu misseri hefur einnig skapast svigrúm til lækkunar útsvars, en Seltirningar greiða eitt hæsta útsvar á íbúa þó álagningarprósentan sé lægri en hjá flestum sveitarfélögum. Magnús vill einfalda, gagnsæja og skilvirka stjórnsýslu og opið bókhald þar sem skattgreiðendur geta nálgast tölur úr rekstri málaflokka og upplýsingar um viðskiptaaðila bæjarins. Skipulags- og umferðarmál þurfi að hugsa með hagsmuni Seltirninga að leiðarljósi og gæta þarf fyllstu aðgátar við viðkvæm náttúrusvæði bæjarins. Tryggja þarf að ekki verði þrengt frekar að umferð einkabílsins, sem eru hinar raunverulegu almenningssamgöngur Seltirninga. Magnús situr í skólanefnd og vill bæta kjör og aðbúnað kennara. Hann vill einkarekinn ungbarnaleikskóla á Seltjarnarnes. Á Seltjarnarnesi er fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf og tryggja þarf að svo verði áfram með framúrskarandi aðstöðu. Magnús leggur áherslu á að þjónusta við elstu íbúa bæjarins sé líka sem allra best en eldri borgarar eru hátt hlutfall bæjarbúa. Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Magnús Örn Guðmundsson viðskiptafræðingur býður sig fram í 2. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisfélags Seltirninga sem haldið verður 20. janúar næstkomandi. Magnús Örn situr í bæjarstjórn Seltjarnarness, er formaður íþrótta- og tómstundanefndar og situr í skólanefnd bæjarins. Hann starfar sem forstöðumaður hjá Stefni hf. Magnús leggur áherslu á lága skatta, gagnsæja og skilvirka stjórnsýslu, hátt þjónustustig í grunnþjónustu og forgangsröðun framkvæmda án skuldasöfnunar. Hann leggur jafnframt áherslu á að skipulagsmál þurfi að nálgast með meiri yfirvegun í sátt við bæjarbúa og vill raunsæi í samgöngumálum.Nánar um stefnumál: Magnús Örn vill lækka fasteignaskatta umtalsvert. Álagningarstuðull fasteignaskattsins hefur lækkað um 16% á kjörtímabilinu en fasteignaverð hefur hins vegar hækkað um meira en 50% á síðustu 5 árum. Með hækkandi launum síðustu misseri hefur einnig skapast svigrúm til lækkunar útsvars, en Seltirningar greiða eitt hæsta útsvar á íbúa þó álagningarprósentan sé lægri en hjá flestum sveitarfélögum. Magnús vill einfalda, gagnsæja og skilvirka stjórnsýslu og opið bókhald þar sem skattgreiðendur geta nálgast tölur úr rekstri málaflokka og upplýsingar um viðskiptaaðila bæjarins. Skipulags- og umferðarmál þurfi að hugsa með hagsmuni Seltirninga að leiðarljósi og gæta þarf fyllstu aðgátar við viðkvæm náttúrusvæði bæjarins. Tryggja þarf að ekki verði þrengt frekar að umferð einkabílsins, sem eru hinar raunverulegu almenningssamgöngur Seltirninga. Magnús situr í skólanefnd og vill bæta kjör og aðbúnað kennara. Hann vill einkarekinn ungbarnaleikskóla á Seltjarnarnes. Á Seltjarnarnesi er fjölbreytt íþrótta- og tómstundastarf og tryggja þarf að svo verði áfram með framúrskarandi aðstöðu. Magnús leggur áherslu á að þjónusta við elstu íbúa bæjarins sé líka sem allra best en eldri borgarar eru hátt hlutfall bæjarbúa.
Seltjarnarnes Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira