Hrædd og niðurlægð á meðan gerandinn sleppur Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2018 00:00 Júlía Margrét Einarsdóttir segist aldrei aftur ætla að fara í neðanjarðarlest í Los Angeles eftir að ókunnugur maður káfaði á henni. Vísir/Facebook/Getty „Afleiðingarnar fyrir hann eru engar,“ segir kvikmyndagerðarkonan Júlía Margrét Einarsdóttir um ókunnugan mann sem króaði hana af og káfaði á henni í neðanjarðarlest í borginni Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Júlía ritaði færslu um atvikið á Facebook sem hefur fengið mikla athygli en hún segir að á meðan afleiðingar fyrir manninn eru engar þá gerði þetta atvik það að verkum að hún mun aldrei aftur ferðast með neðanjarðarlest í Los Angeles. Í færslunni segir Júlía að maðurinn, sem er ungur að aldri, hefði beðið hana um leyfi til að sitja hjá henni. Júlía segir fremur dimmt hafa verið í lestinni á þeirri leið sem hún var og ekkert símasamband. Júlía sat aftast en eftir að hafa gefið manninum góðfúslegt leyfi til að sitja hjá henni króaði hann hana af og byrjaði að káfa á henni. Júlí segir manninn hafa spurt sig hvar hún ætlaði út og hótaði að elta hana og káfa áfram á henni. Júlíu tókst að skófla honum í burtu og stökkva út á næstu stoppistöð. Þar brotnaði hún saman, hringdi á Uber-leigubíl og hélt deginum áfram eins og planað var.Eiga til að normalisera slíka hegðun Júlí segist í samtali við Vísi hafa ákveðið að hafa orð á þessu atviki því henni finnist sturlað hvað konur eigi það til að normalisera slíka hegðun hjá körlum og reyni að hrista það af sér eins og ekkert hafi í skorist. Hún segir ekki mikið lagt upp úr almenningssamgöngum í Los Angeles og það sé fremur óþægilegt að nota neðanjarðarlest þar í borg og nefnir til að mynda að ekkert símasamband sé í lestunum og fremur dimmt þar. „Það er samt rosalega mikil vitundarvakning í gangi og á lestarstöðvunum er tilkynnt reglulega að kynferðisleg áreitni sé ekki liðin. Mér hefur aldrei liðið eins og ég sé óörugg og þegar ég bjó í New York notaði ég neðanjarðarlest á hverjum degi og þar leið mér ekki illa. En það er eitthvað annað í gangi hér,“ segir Júlía.„Ógeðslega vont“ Hún segist ætla að leita allra leiða til að komast hjá því að þurfa að notast við neðanjarðarlest aftur í Los Angeles. „Þetta helst rosalega mikið í hendur við kerfisbundna kúgun gagnvart konum í áraraðir. Þetta er eitthvað sem konur lenda reglulga í. Þetta er ógeðslega vont, maður verður ógeðslega hræddur og niðurlægður á meðan gerandinn þarf ekki að upplifa afleiðingar af sínum gjörðum,“ segir Júlía. Hún segist hafa fengið að heyra að henni bæri að tilkynna þetta atvik. „Það væri ábyrgðarhluti sem sæti eftir hjá mér en ég hafna því að mér beri að fara í gegnum ógeðslega erfitt ferli, í þessu ástandi sem ég var, hrædd, brotin og niðurlægð, sem ég mun mögulega aldrei fá neitt úr og eflaust ekki skila neinu.“Gerir þætti um klikkaða íslenska konu Júlía er að læra handritaskrif í Los Angeles og hefur nýlokið við að taka upp þátt sem segir frá mjög klikkaðri íslenskri konu sem flytur til Los Angeles og heldur því fram að hún sé haldin skyggnigáfu. „Hún heldur að hún sé Jesú, safnar Tarot-spilum og er að búa til spádóm um heiminn sem hún heldur að hún sé að fara að bjarga,“ segir Júlía. Ásamt því að skrifa handrit þáttanna er hún einnig leikstjóri og leikur aðalhlutverkið. Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
„Afleiðingarnar fyrir hann eru engar,“ segir kvikmyndagerðarkonan Júlía Margrét Einarsdóttir um ókunnugan mann sem króaði hana af og káfaði á henni í neðanjarðarlest í borginni Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Júlía ritaði færslu um atvikið á Facebook sem hefur fengið mikla athygli en hún segir að á meðan afleiðingar fyrir manninn eru engar þá gerði þetta atvik það að verkum að hún mun aldrei aftur ferðast með neðanjarðarlest í Los Angeles. Í færslunni segir Júlía að maðurinn, sem er ungur að aldri, hefði beðið hana um leyfi til að sitja hjá henni. Júlía segir fremur dimmt hafa verið í lestinni á þeirri leið sem hún var og ekkert símasamband. Júlía sat aftast en eftir að hafa gefið manninum góðfúslegt leyfi til að sitja hjá henni króaði hann hana af og byrjaði að káfa á henni. Júlí segir manninn hafa spurt sig hvar hún ætlaði út og hótaði að elta hana og káfa áfram á henni. Júlíu tókst að skófla honum í burtu og stökkva út á næstu stoppistöð. Þar brotnaði hún saman, hringdi á Uber-leigubíl og hélt deginum áfram eins og planað var.Eiga til að normalisera slíka hegðun Júlí segist í samtali við Vísi hafa ákveðið að hafa orð á þessu atviki því henni finnist sturlað hvað konur eigi það til að normalisera slíka hegðun hjá körlum og reyni að hrista það af sér eins og ekkert hafi í skorist. Hún segir ekki mikið lagt upp úr almenningssamgöngum í Los Angeles og það sé fremur óþægilegt að nota neðanjarðarlest þar í borg og nefnir til að mynda að ekkert símasamband sé í lestunum og fremur dimmt þar. „Það er samt rosalega mikil vitundarvakning í gangi og á lestarstöðvunum er tilkynnt reglulega að kynferðisleg áreitni sé ekki liðin. Mér hefur aldrei liðið eins og ég sé óörugg og þegar ég bjó í New York notaði ég neðanjarðarlest á hverjum degi og þar leið mér ekki illa. En það er eitthvað annað í gangi hér,“ segir Júlía.„Ógeðslega vont“ Hún segist ætla að leita allra leiða til að komast hjá því að þurfa að notast við neðanjarðarlest aftur í Los Angeles. „Þetta helst rosalega mikið í hendur við kerfisbundna kúgun gagnvart konum í áraraðir. Þetta er eitthvað sem konur lenda reglulga í. Þetta er ógeðslega vont, maður verður ógeðslega hræddur og niðurlægður á meðan gerandinn þarf ekki að upplifa afleiðingar af sínum gjörðum,“ segir Júlía. Hún segist hafa fengið að heyra að henni bæri að tilkynna þetta atvik. „Það væri ábyrgðarhluti sem sæti eftir hjá mér en ég hafna því að mér beri að fara í gegnum ógeðslega erfitt ferli, í þessu ástandi sem ég var, hrædd, brotin og niðurlægð, sem ég mun mögulega aldrei fá neitt úr og eflaust ekki skila neinu.“Gerir þætti um klikkaða íslenska konu Júlía er að læra handritaskrif í Los Angeles og hefur nýlokið við að taka upp þátt sem segir frá mjög klikkaðri íslenskri konu sem flytur til Los Angeles og heldur því fram að hún sé haldin skyggnigáfu. „Hún heldur að hún sé Jesú, safnar Tarot-spilum og er að búa til spádóm um heiminn sem hún heldur að hún sé að fara að bjarga,“ segir Júlía. Ásamt því að skrifa handrit þáttanna er hún einnig leikstjóri og leikur aðalhlutverkið.
Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira