Hrædd og niðurlægð á meðan gerandinn sleppur Birgir Olgeirsson skrifar 13. apríl 2018 00:00 Júlía Margrét Einarsdóttir segist aldrei aftur ætla að fara í neðanjarðarlest í Los Angeles eftir að ókunnugur maður káfaði á henni. Vísir/Facebook/Getty „Afleiðingarnar fyrir hann eru engar,“ segir kvikmyndagerðarkonan Júlía Margrét Einarsdóttir um ókunnugan mann sem króaði hana af og káfaði á henni í neðanjarðarlest í borginni Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Júlía ritaði færslu um atvikið á Facebook sem hefur fengið mikla athygli en hún segir að á meðan afleiðingar fyrir manninn eru engar þá gerði þetta atvik það að verkum að hún mun aldrei aftur ferðast með neðanjarðarlest í Los Angeles. Í færslunni segir Júlía að maðurinn, sem er ungur að aldri, hefði beðið hana um leyfi til að sitja hjá henni. Júlía segir fremur dimmt hafa verið í lestinni á þeirri leið sem hún var og ekkert símasamband. Júlía sat aftast en eftir að hafa gefið manninum góðfúslegt leyfi til að sitja hjá henni króaði hann hana af og byrjaði að káfa á henni. Júlí segir manninn hafa spurt sig hvar hún ætlaði út og hótaði að elta hana og káfa áfram á henni. Júlíu tókst að skófla honum í burtu og stökkva út á næstu stoppistöð. Þar brotnaði hún saman, hringdi á Uber-leigubíl og hélt deginum áfram eins og planað var.Eiga til að normalisera slíka hegðun Júlí segist í samtali við Vísi hafa ákveðið að hafa orð á þessu atviki því henni finnist sturlað hvað konur eigi það til að normalisera slíka hegðun hjá körlum og reyni að hrista það af sér eins og ekkert hafi í skorist. Hún segir ekki mikið lagt upp úr almenningssamgöngum í Los Angeles og það sé fremur óþægilegt að nota neðanjarðarlest þar í borg og nefnir til að mynda að ekkert símasamband sé í lestunum og fremur dimmt þar. „Það er samt rosalega mikil vitundarvakning í gangi og á lestarstöðvunum er tilkynnt reglulega að kynferðisleg áreitni sé ekki liðin. Mér hefur aldrei liðið eins og ég sé óörugg og þegar ég bjó í New York notaði ég neðanjarðarlest á hverjum degi og þar leið mér ekki illa. En það er eitthvað annað í gangi hér,“ segir Júlía.„Ógeðslega vont“ Hún segist ætla að leita allra leiða til að komast hjá því að þurfa að notast við neðanjarðarlest aftur í Los Angeles. „Þetta helst rosalega mikið í hendur við kerfisbundna kúgun gagnvart konum í áraraðir. Þetta er eitthvað sem konur lenda reglulga í. Þetta er ógeðslega vont, maður verður ógeðslega hræddur og niðurlægður á meðan gerandinn þarf ekki að upplifa afleiðingar af sínum gjörðum,“ segir Júlía. Hún segist hafa fengið að heyra að henni bæri að tilkynna þetta atvik. „Það væri ábyrgðarhluti sem sæti eftir hjá mér en ég hafna því að mér beri að fara í gegnum ógeðslega erfitt ferli, í þessu ástandi sem ég var, hrædd, brotin og niðurlægð, sem ég mun mögulega aldrei fá neitt úr og eflaust ekki skila neinu.“Gerir þætti um klikkaða íslenska konu Júlía er að læra handritaskrif í Los Angeles og hefur nýlokið við að taka upp þátt sem segir frá mjög klikkaðri íslenskri konu sem flytur til Los Angeles og heldur því fram að hún sé haldin skyggnigáfu. „Hún heldur að hún sé Jesú, safnar Tarot-spilum og er að búa til spádóm um heiminn sem hún heldur að hún sé að fara að bjarga,“ segir Júlía. Ásamt því að skrifa handrit þáttanna er hún einnig leikstjóri og leikur aðalhlutverkið. Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira
„Afleiðingarnar fyrir hann eru engar,“ segir kvikmyndagerðarkonan Júlía Margrét Einarsdóttir um ókunnugan mann sem króaði hana af og káfaði á henni í neðanjarðarlest í borginni Los Angeles í Bandaríkjunum í gær. Júlía ritaði færslu um atvikið á Facebook sem hefur fengið mikla athygli en hún segir að á meðan afleiðingar fyrir manninn eru engar þá gerði þetta atvik það að verkum að hún mun aldrei aftur ferðast með neðanjarðarlest í Los Angeles. Í færslunni segir Júlía að maðurinn, sem er ungur að aldri, hefði beðið hana um leyfi til að sitja hjá henni. Júlía segir fremur dimmt hafa verið í lestinni á þeirri leið sem hún var og ekkert símasamband. Júlía sat aftast en eftir að hafa gefið manninum góðfúslegt leyfi til að sitja hjá henni króaði hann hana af og byrjaði að káfa á henni. Júlí segir manninn hafa spurt sig hvar hún ætlaði út og hótaði að elta hana og káfa áfram á henni. Júlíu tókst að skófla honum í burtu og stökkva út á næstu stoppistöð. Þar brotnaði hún saman, hringdi á Uber-leigubíl og hélt deginum áfram eins og planað var.Eiga til að normalisera slíka hegðun Júlí segist í samtali við Vísi hafa ákveðið að hafa orð á þessu atviki því henni finnist sturlað hvað konur eigi það til að normalisera slíka hegðun hjá körlum og reyni að hrista það af sér eins og ekkert hafi í skorist. Hún segir ekki mikið lagt upp úr almenningssamgöngum í Los Angeles og það sé fremur óþægilegt að nota neðanjarðarlest þar í borg og nefnir til að mynda að ekkert símasamband sé í lestunum og fremur dimmt þar. „Það er samt rosalega mikil vitundarvakning í gangi og á lestarstöðvunum er tilkynnt reglulega að kynferðisleg áreitni sé ekki liðin. Mér hefur aldrei liðið eins og ég sé óörugg og þegar ég bjó í New York notaði ég neðanjarðarlest á hverjum degi og þar leið mér ekki illa. En það er eitthvað annað í gangi hér,“ segir Júlía.„Ógeðslega vont“ Hún segist ætla að leita allra leiða til að komast hjá því að þurfa að notast við neðanjarðarlest aftur í Los Angeles. „Þetta helst rosalega mikið í hendur við kerfisbundna kúgun gagnvart konum í áraraðir. Þetta er eitthvað sem konur lenda reglulga í. Þetta er ógeðslega vont, maður verður ógeðslega hræddur og niðurlægður á meðan gerandinn þarf ekki að upplifa afleiðingar af sínum gjörðum,“ segir Júlía. Hún segist hafa fengið að heyra að henni bæri að tilkynna þetta atvik. „Það væri ábyrgðarhluti sem sæti eftir hjá mér en ég hafna því að mér beri að fara í gegnum ógeðslega erfitt ferli, í þessu ástandi sem ég var, hrædd, brotin og niðurlægð, sem ég mun mögulega aldrei fá neitt úr og eflaust ekki skila neinu.“Gerir þætti um klikkaða íslenska konu Júlía er að læra handritaskrif í Los Angeles og hefur nýlokið við að taka upp þátt sem segir frá mjög klikkaðri íslenskri konu sem flytur til Los Angeles og heldur því fram að hún sé haldin skyggnigáfu. „Hún heldur að hún sé Jesú, safnar Tarot-spilum og er að búa til spádóm um heiminn sem hún heldur að hún sé að fara að bjarga,“ segir Júlía. Ásamt því að skrifa handrit þáttanna er hún einnig leikstjóri og leikur aðalhlutverkið.
Mest lesið Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Sjá meira