Langar að læra dans og íslensku Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. apríl 2018 20:00 Haniye Maleki elskar að syngja og dansa. Feðginin Abrahim og Haniye Maleki sem hlutu í gær alþjóðavernd á Íslandi þakka íslensku þjóðinni stuðninginn og eru himinlifandi með niðurstöðuna. Haniye segist hafa eignast góða vini á Íslandi og stefnir á dansnám í framtíðinni. Hanyie og Abrahim komu til landsins í desember 2016 eftir að hafa verið á flótta í gegnum Íran, Tyrkland, Grikklandi og Þýskaland. Haniye fæddist í flóttamannabúðum í Íran árið 2005 og er ríkisfangslaus. Mál þeirra hefur vakið mikla athygli en síðasta sumar mættu um eitt hundrað gestir í afmælisveislu Hanyie á Klambratúni. Á þeim tíma stóð til að senda feðginin úr landi en í september var brottvísuninni frestað vegna formgalla. Þar eftir voru samþykktar breytingar á útlendingalögum sem tryggðu efnislega meðferð hælisumsókna í vissum málum barna. Eftir það féllst kærunefnd útlendingamála á endurupptöku á þeirra máli og endaði málsmeðferðin með veitingu alþjóðaverndar í gær. Hanyie segist himinlifandi með niðurstöðuna. „Guð minn góður hvað ég var glöð. Ég ætlaði varla að trúa þessu og þetta virtist bara óraunverulegt," segir hún. Hanyie gengur nú í sjöunda bekk í Myllubakkaskóla í Keflavík þar sem hún segist hafa eignast góðar vinkonur og héldu þær tónleika á dögunum. „Við sungum og dönsuðum og ég var íþróttakryddpían. Við sungum lagið „Tell me what you want"." Næst þurfa þau að leita að varanlegu húsnæði og er Abrahim í atvinnuleit. Þá er Hanyie farin að skipuleggja framtíðina. „Mig langar bara að læra íslensku og læra að dansa af því ég elska að dansa." Kunna þau íslensku þjóðinni bestu þakkir fyrir stuðninginn. „Mig langar bara að segja kærar þakkir fyrir að styðja mig og pabba minn. Ég er bara svo ótrúlega ánægð með þetta," segir Hanyie. Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Feðginin Abrahim og Haniye Maleki sem hlutu í gær alþjóðavernd á Íslandi þakka íslensku þjóðinni stuðninginn og eru himinlifandi með niðurstöðuna. Haniye segist hafa eignast góða vini á Íslandi og stefnir á dansnám í framtíðinni. Hanyie og Abrahim komu til landsins í desember 2016 eftir að hafa verið á flótta í gegnum Íran, Tyrkland, Grikklandi og Þýskaland. Haniye fæddist í flóttamannabúðum í Íran árið 2005 og er ríkisfangslaus. Mál þeirra hefur vakið mikla athygli en síðasta sumar mættu um eitt hundrað gestir í afmælisveislu Hanyie á Klambratúni. Á þeim tíma stóð til að senda feðginin úr landi en í september var brottvísuninni frestað vegna formgalla. Þar eftir voru samþykktar breytingar á útlendingalögum sem tryggðu efnislega meðferð hælisumsókna í vissum málum barna. Eftir það féllst kærunefnd útlendingamála á endurupptöku á þeirra máli og endaði málsmeðferðin með veitingu alþjóðaverndar í gær. Hanyie segist himinlifandi með niðurstöðuna. „Guð minn góður hvað ég var glöð. Ég ætlaði varla að trúa þessu og þetta virtist bara óraunverulegt," segir hún. Hanyie gengur nú í sjöunda bekk í Myllubakkaskóla í Keflavík þar sem hún segist hafa eignast góðar vinkonur og héldu þær tónleika á dögunum. „Við sungum og dönsuðum og ég var íþróttakryddpían. Við sungum lagið „Tell me what you want"." Næst þurfa þau að leita að varanlegu húsnæði og er Abrahim í atvinnuleit. Þá er Hanyie farin að skipuleggja framtíðina. „Mig langar bara að læra íslensku og læra að dansa af því ég elska að dansa." Kunna þau íslensku þjóðinni bestu þakkir fyrir stuðninginn. „Mig langar bara að segja kærar þakkir fyrir að styðja mig og pabba minn. Ég er bara svo ótrúlega ánægð með þetta," segir Hanyie.
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira