Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Birgir Olgeirsson skrifar
Ályktun fimm kennara um að nýkjörinn formaður Kennarasambands Íslands þurfi að endurnýja umboð sitt á ársþingi Kennarasambands Íslands var hafnað rétt í þessu. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30. Einnig verður fjallað um eina umfangsmestu kannabisræktun sem hefur komið til kasta lögreglu en á miðvikudaginn síðasta lagði lögregla hald á yfir þrjú hundruð kannabisplöntur í Þykkvabæ og hafa fjórir menn verið handteknir grunaðir um aðild að málinu. Yfirlögregluþjónn segir kannabisræktun hér á landi vera í miklum blóma en grunur leikur á um að efnin hafi verið ætluð til útflutnings.

Ágúst Guðmundsson sem strauk úr fangelsi í Taílandi á dögunum segist ítrekað hafa verið beittur ofbeldi af samföngum sínum. Hann segist hafa mútað landamæravörðum til að komast úr landi og er frelsinu feginn en hann er staddur í fríi í Amsterdam þessa dagana.

Einnig verður rætt við feðginin Abrahim og Haniye Maleki sem hlutu í gær alþjóðavernd á Íslandi í fréttatímanum og við kíkjum á fótboltaæfingu hjá FC Sækó sem mætir úrvalsliði þjóðþekktra einstaklinga í sérstökum fjáröflunarleik í geðveikum fótbolta á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×