Ellefu ára píanósnillingur Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 10. júlí 2018 06:00 "Ég reyni að æfa mig á hverjum degi, helst þrjár klukkustundir,“ segir Ásta. Fréttablaðið/Þórsteinn Hin ellefu ára gamla Ásta Dóra Finnsdóttir leikur píanókonsert nr. 1 eftir Mendelssohn á lokatónleikum Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu laugardaginn 14. júlí klukkan 17.00. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir snilli sína í píanóleik og unnið til verðlauna í píanókeppnum í Póllandi, Englandi og Belgíu. Ásta byrjaði tæplega fimm ára gömul að læra á píanó. „Pabbi minn setti mig í tónlistarskóla til að prófa og þegar ég fór í píanónám elskaði ég píanó,“ segir hún. „Ég er ekki mikið að leika mér með dúkkur, ef ég kæmi á stað þar sem væru dúkkur og píanó myndi ég ganga að píanóinu.“Ekki mikið stress Ásta, sem hefur stundað nám hjá Kristni Erni Kristinssyni í Allegro Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík, hefur þessa dagana sótt námskeið hjá Alþjóðlegu tónlistarakademíunni í Hörpu. „Ég reyni að æfa mig á hverjum degi, helst þrjár klukkustundir. Um daginn kom ég heim klukkan hálf átta eftir námskeið í Hörpu og fór að æfa mig og klukkan var næstum tíu þegar ég var búin,“ segir hún. Hún er vön því að spila opinberlega og segist ekki finna mikið fyrir stressi. „Ég er kannski smástressuð þegar ég er að byrja að spila en þegar ég er komin inn í lagið þá er ég búin að venjast því og er ekki lengur stressuð,“ segir hún. Spilað fyrir forsetann Hún spilaði á Bessastöðum í tengslum við alþjóðlega EPTA-ráðstefnu sem haldin var hér á landi í september 2016 og meðal áheyrenda voru, auk forseta Íslands, margir erlendir píanókennarar. „Það var bara gaman. Ég spilaði nokturnu eftir Chopin. Þegar ég fór að píanóinu var fólk að horfa á mig og ég var aðeins stressuð af því það eru erfiðir tónstigar í laginu og ég þurfti að spila mjög hátt. Ég náði því alveg og gerði eiginlega engin mistök. Ég var mjög glöð því ég vissi að ég spilaði vel og það var það sem mig langaði til að gera.“ Hún spilaði einnig á hundrað ára afmæli Viðskiptaráðs í Háskólabíói þar sem áheyrendur voru 800 og forsetinn var meðal gesta. „Hann kom til mín og sagði: Ég man eftir þér. Ég var mjög hissa að hann skyldi muna eftir mér,“ segir Ásta. Engar sérstakar fyrirmyndir Hún segist ekki eiga neinar sérstakar fyrirmyndir í píanóheiminum: „Ég elska að hlusta á góða píanóleikara en ég er ekki mikið að líta upp til þeirra.“ Uppáhaldsverkin eru svo breytileg hverju sinni: „Á síðasta ári þurfti ég að spila Schumann-kvintett og ég elskaði það og sagði að það væri uppáhaldsverkið mitt. Núna er ég að æfa sónötu eftir Grieg og sagði: Þetta er uppáhaldsverkið mitt.“ Spurð um uppáhaldstónskáld segir hún: „Þetta er erfitt. Má ég segja þrjá?“ Það má hún að sjálfsögðu og nefnir þá Grieg, Chopin og Mendelssohn.Píanókonsertinn sem Ásta Dóra ætlar að spila má heyra hér að neðan. Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira
Hin ellefu ára gamla Ásta Dóra Finnsdóttir leikur píanókonsert nr. 1 eftir Mendelssohn á lokatónleikum Alþjóðlegu tónlistarakademíunnar í Hörpu laugardaginn 14. júlí klukkan 17.00. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir snilli sína í píanóleik og unnið til verðlauna í píanókeppnum í Póllandi, Englandi og Belgíu. Ásta byrjaði tæplega fimm ára gömul að læra á píanó. „Pabbi minn setti mig í tónlistarskóla til að prófa og þegar ég fór í píanónám elskaði ég píanó,“ segir hún. „Ég er ekki mikið að leika mér með dúkkur, ef ég kæmi á stað þar sem væru dúkkur og píanó myndi ég ganga að píanóinu.“Ekki mikið stress Ásta, sem hefur stundað nám hjá Kristni Erni Kristinssyni í Allegro Suzukitónlistarskólanum í Reykjavík, hefur þessa dagana sótt námskeið hjá Alþjóðlegu tónlistarakademíunni í Hörpu. „Ég reyni að æfa mig á hverjum degi, helst þrjár klukkustundir. Um daginn kom ég heim klukkan hálf átta eftir námskeið í Hörpu og fór að æfa mig og klukkan var næstum tíu þegar ég var búin,“ segir hún. Hún er vön því að spila opinberlega og segist ekki finna mikið fyrir stressi. „Ég er kannski smástressuð þegar ég er að byrja að spila en þegar ég er komin inn í lagið þá er ég búin að venjast því og er ekki lengur stressuð,“ segir hún. Spilað fyrir forsetann Hún spilaði á Bessastöðum í tengslum við alþjóðlega EPTA-ráðstefnu sem haldin var hér á landi í september 2016 og meðal áheyrenda voru, auk forseta Íslands, margir erlendir píanókennarar. „Það var bara gaman. Ég spilaði nokturnu eftir Chopin. Þegar ég fór að píanóinu var fólk að horfa á mig og ég var aðeins stressuð af því það eru erfiðir tónstigar í laginu og ég þurfti að spila mjög hátt. Ég náði því alveg og gerði eiginlega engin mistök. Ég var mjög glöð því ég vissi að ég spilaði vel og það var það sem mig langaði til að gera.“ Hún spilaði einnig á hundrað ára afmæli Viðskiptaráðs í Háskólabíói þar sem áheyrendur voru 800 og forsetinn var meðal gesta. „Hann kom til mín og sagði: Ég man eftir þér. Ég var mjög hissa að hann skyldi muna eftir mér,“ segir Ásta. Engar sérstakar fyrirmyndir Hún segist ekki eiga neinar sérstakar fyrirmyndir í píanóheiminum: „Ég elska að hlusta á góða píanóleikara en ég er ekki mikið að líta upp til þeirra.“ Uppáhaldsverkin eru svo breytileg hverju sinni: „Á síðasta ári þurfti ég að spila Schumann-kvintett og ég elskaði það og sagði að það væri uppáhaldsverkið mitt. Núna er ég að æfa sónötu eftir Grieg og sagði: Þetta er uppáhaldsverkið mitt.“ Spurð um uppáhaldstónskáld segir hún: „Þetta er erfitt. Má ég segja þrjá?“ Það má hún að sjálfsögðu og nefnir þá Grieg, Chopin og Mendelssohn.Píanókonsertinn sem Ásta Dóra ætlar að spila má heyra hér að neðan.
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tónlist Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Bíó og sjónvarp Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sjá meira