Þreyta er komin í framhaldsskólakennara Jóhann K. Jóhannsson og Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifa 2. apríl 2018 13:17 Þreyta er komin í framhaldsskólakennara vegna stöðunnar í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir það ekki í boði að stéttin sé samningslaus svo mánuðum skiptir án þess að gripið sé til aðgerða. Kjarasamningar framhaldsskólakennara við ríkið losnuðu árið 2016 og síðan þá hafa samninganefndir setið við samningaborðið þar sem fjallað hefur verið um nýtt vinnumat framhaldsskólakennara en viðræðurnar nú stranda á því málefni en framhaldsskólakennarar telja að ríkið hafi ekki efnt áður gefin loforð. Framhaldsskólakennarar vísuðu kjaraviðræðum sínum til ríkissáttasemjara í nóvember síðastliðnum. Guðríður Arnardóttir er formaður félags framhaldsskólakennara. „Við teljum okkur ekki getað skrifað undir nýjan kjarasamning fyrr en við erum búin að fá fullar efndir á þeim fyrri. Það lítur að ákveðinni útfærslu á upptöku nýs vinnumats sem við tókum upp 2015 og svo náttúrulega styttingu námstíma til stúdentsprófs sem hefur tvímælalaust falið í sér viðbótarvinnu fyrir kennara og við viljum fá það metið.“ Fundur milli deiluaðila hefur verið boðaður í lok komandi vinnuviku en trúnaðarmenn félagsins hafa verið kallaðir til fundar á fimmtudag. Guðríður segir framhaldsskólakennara orðna langþreytta. „Það er ekkert hægt að bjóða fólki upp á það að vera samningslaus svo mánuðum skipti og auðvitað vilja framhaldsskólakennarar fara að fá launahækkanir eins og aðrir opinberir starfsmenn sem hafa verið að klára samninga á síðustu vikum. Mér finnst það ekki í boði að við förum að fara áleiðis inn í vorið samningslaus, Ég trúi því ekki að það verði raunin þegar á reynir.“ Kjaramál Tengdar fréttir Framhaldsskólakennarar tilbúnir í „harðar aðgerðir“ Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. 24. mars 2018 13:28 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Þreyta er komin í framhaldsskólakennara vegna stöðunnar í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Formaður Félags framhaldsskólakennara segir það ekki í boði að stéttin sé samningslaus svo mánuðum skiptir án þess að gripið sé til aðgerða. Kjarasamningar framhaldsskólakennara við ríkið losnuðu árið 2016 og síðan þá hafa samninganefndir setið við samningaborðið þar sem fjallað hefur verið um nýtt vinnumat framhaldsskólakennara en viðræðurnar nú stranda á því málefni en framhaldsskólakennarar telja að ríkið hafi ekki efnt áður gefin loforð. Framhaldsskólakennarar vísuðu kjaraviðræðum sínum til ríkissáttasemjara í nóvember síðastliðnum. Guðríður Arnardóttir er formaður félags framhaldsskólakennara. „Við teljum okkur ekki getað skrifað undir nýjan kjarasamning fyrr en við erum búin að fá fullar efndir á þeim fyrri. Það lítur að ákveðinni útfærslu á upptöku nýs vinnumats sem við tókum upp 2015 og svo náttúrulega styttingu námstíma til stúdentsprófs sem hefur tvímælalaust falið í sér viðbótarvinnu fyrir kennara og við viljum fá það metið.“ Fundur milli deiluaðila hefur verið boðaður í lok komandi vinnuviku en trúnaðarmenn félagsins hafa verið kallaðir til fundar á fimmtudag. Guðríður segir framhaldsskólakennara orðna langþreytta. „Það er ekkert hægt að bjóða fólki upp á það að vera samningslaus svo mánuðum skipti og auðvitað vilja framhaldsskólakennarar fara að fá launahækkanir eins og aðrir opinberir starfsmenn sem hafa verið að klára samninga á síðustu vikum. Mér finnst það ekki í boði að við förum að fara áleiðis inn í vorið samningslaus, Ég trúi því ekki að það verði raunin þegar á reynir.“
Kjaramál Tengdar fréttir Framhaldsskólakennarar tilbúnir í „harðar aðgerðir“ Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. 24. mars 2018 13:28 Mest lesið Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Innlent Fleiri fréttir Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Sjá meira
Framhaldsskólakennarar tilbúnir í „harðar aðgerðir“ Formaður Félags framhaldsskólakennara segir félagsmenn sína tilbúna í verkfall ef ekki nást samningar við ríkið á næstunni. Hún segir kjaraviðræður stranda á fjármögnun vinnumats kennara frekar en krónutölu launa. 24. mars 2018 13:28