Telur hótanir ekki vænlegar til árangurs Hersir Aron Ólafsson skrifar 2. maí 2018 20:00 Forsætisráðherra furðar sig á orðum forseta ASÍ um að stjórnvöld séu höfuðandstæðingur verkalýðshreyfingarinnar. Hún segir hótanir um skæruverkföll ekki vænlegar til árangurs og bendir á að pólitísk stefna verði ekki mótuð annars staðar en á Alþingi. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær kvaðst Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, finna fyrir aukinni reiði og ólgu hjá sínu fólki vegna stöðu á vinnumarkaði. Þá sagði hann verkalýðshreyfinguna alla eiga sameiginlegan andstæðing. „Það er svolítið skrýtið að okkar höfuðandstæðingur í dag skuli vera stjórnvöld, en þannig er það bara,“ sagði Gylfi.Frétt Vísis: Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnarForsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir furðar sig á þessum ummælum.Ert þú höfuðandstæðingur verkalýðshreyfingarinnar?„Nei, ég lít nú á verkalýðshreyfinguna sem minn samherja a.m.k. Samherja í að vinna að félagslegum umbótum,“ segir Katrín.Kjararáði breytt og atvinnuleysisbætur hækkaðar Katrín bendir á að stjórnvöld hafi átt í góðu samtali við verkalýðshreyfinguna jafnt sem samtök atvinnurekenda. Þetta samstarf hafi þegar skilað góðum árangri. „Núverandi fyrirkomulag kjararáðs verður væntanlega lagt niður með frumvarpi hér í haust. Í gær hækkuðu atvinnuleysisbætur upp í 90 prósent af lágmarkslaunum og greiðslur úr ábyrgðarsjóði launa hækkuðu. Það var bein afleiðing þessa samtals.“ Þá bendir hún enn fremur á að nýju þjóðhagsráði sé ætlað að líta til félagslegs stöðugleika ekki síður en efnahagslegs. „ASÍ hefur hafnað því að setjast í þjóðhagsráð þrátt fyrir að það hefði verið þeirra upprunalega krafa, að ráðinu yrði breytt með þessum hætti.“Ekki aðdáandi hótanastíls formanns VR Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR var ómyrkur í máli er hann ávarpaði útifund í gær. Sagði hann stjórnvöld m.a. rúin trausti, boðaði skæruverkföll og sagði sitt fólk geta lamað samgöngur og stofnanir ef með þyrfti.Frétt Vísis: Boðar skæruverkföll sem munu bíta fast „Ég er ekki sérstakur aðdáandi einhvers hótanastíls í svona samskiptum, sérstaklega þegar stjórnvöld hafa lagt á það mikla áherslu að eiga þetta góða samtal. Við funduðum síðast á föstudaginn og reiknum með að funda aftur í þessum mánuði,“ segir Katrín. Í ræðu sinni gerði Ragnar m.a. kröfu um skattkerfisbreytingar og bætta stöðu á húsnæðismarkaði að viðlögðum aðgerðum. Katrín bendir hins vegar á að lög séu skýr um það af hvaða tilefni boða megi verkfallsaðgerðir – og hvað eigi heima á öðrum vettvangi. „Það er eitt að berjast fyrir bættum kjörum og tala fyrir félagslegum umbótum. Hins vegar er það auðvitað annað sem við getum kallað félagslega stefnu og verður auðvitað aldrei mótuð annars staðar en hér á lýðræðislega kjörnu Alþingi. Þannig að þarna eru hlutverkin ólík,“ segir Katrín að lokum. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Forsætisráðherra furðar sig á orðum forseta ASÍ um að stjórnvöld séu höfuðandstæðingur verkalýðshreyfingarinnar. Hún segir hótanir um skæruverkföll ekki vænlegar til árangurs og bendir á að pólitísk stefna verði ekki mótuð annars staðar en á Alþingi. Í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær kvaðst Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, finna fyrir aukinni reiði og ólgu hjá sínu fólki vegna stöðu á vinnumarkaði. Þá sagði hann verkalýðshreyfinguna alla eiga sameiginlegan andstæðing. „Það er svolítið skrýtið að okkar höfuðandstæðingur í dag skuli vera stjórnvöld, en þannig er það bara,“ sagði Gylfi.Frétt Vísis: Segir stjórnvöld höfuðandstæðing verkalýðshreyfingarinnarForsætisráðherrann Katrín Jakobsdóttir furðar sig á þessum ummælum.Ert þú höfuðandstæðingur verkalýðshreyfingarinnar?„Nei, ég lít nú á verkalýðshreyfinguna sem minn samherja a.m.k. Samherja í að vinna að félagslegum umbótum,“ segir Katrín.Kjararáði breytt og atvinnuleysisbætur hækkaðar Katrín bendir á að stjórnvöld hafi átt í góðu samtali við verkalýðshreyfinguna jafnt sem samtök atvinnurekenda. Þetta samstarf hafi þegar skilað góðum árangri. „Núverandi fyrirkomulag kjararáðs verður væntanlega lagt niður með frumvarpi hér í haust. Í gær hækkuðu atvinnuleysisbætur upp í 90 prósent af lágmarkslaunum og greiðslur úr ábyrgðarsjóði launa hækkuðu. Það var bein afleiðing þessa samtals.“ Þá bendir hún enn fremur á að nýju þjóðhagsráði sé ætlað að líta til félagslegs stöðugleika ekki síður en efnahagslegs. „ASÍ hefur hafnað því að setjast í þjóðhagsráð þrátt fyrir að það hefði verið þeirra upprunalega krafa, að ráðinu yrði breytt með þessum hætti.“Ekki aðdáandi hótanastíls formanns VR Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR var ómyrkur í máli er hann ávarpaði útifund í gær. Sagði hann stjórnvöld m.a. rúin trausti, boðaði skæruverkföll og sagði sitt fólk geta lamað samgöngur og stofnanir ef með þyrfti.Frétt Vísis: Boðar skæruverkföll sem munu bíta fast „Ég er ekki sérstakur aðdáandi einhvers hótanastíls í svona samskiptum, sérstaklega þegar stjórnvöld hafa lagt á það mikla áherslu að eiga þetta góða samtal. Við funduðum síðast á föstudaginn og reiknum með að funda aftur í þessum mánuði,“ segir Katrín. Í ræðu sinni gerði Ragnar m.a. kröfu um skattkerfisbreytingar og bætta stöðu á húsnæðismarkaði að viðlögðum aðgerðum. Katrín bendir hins vegar á að lög séu skýr um það af hvaða tilefni boða megi verkfallsaðgerðir – og hvað eigi heima á öðrum vettvangi. „Það er eitt að berjast fyrir bættum kjörum og tala fyrir félagslegum umbótum. Hins vegar er það auðvitað annað sem við getum kallað félagslega stefnu og verður auðvitað aldrei mótuð annars staðar en hér á lýðræðislega kjörnu Alþingi. Þannig að þarna eru hlutverkin ólík,“ segir Katrín að lokum.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Fleiri fréttir Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent