Segir Miklubraut í stokk geta beðið Hersir Aron Ólafsson skrifar 2. maí 2018 20:00 Oddviti Vinstri Grænna í Reykjavík hyggst endurreisa verkamannabústaði og boðar meiri vinstrimennsku í borgarmálunum. Þá vilja frambjóðendur bæta kjör kvennastétta og leggja aukna áherslu á umhverfisvænar samgöngur. Stefnumál flokksins voru kynnt utandyra í vorhretinu við Ásmundarsafn nú síðdegis. Efstu þrjú sæti listans skipa borgarfulltrúinn Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúinn Elín Oddný Sigurðardóttir og Þorsteinn V. Einarsson, deildarstjóri í frístundamiðstöð. Grunnáherslur flokksins eru þríþættar. „Það eru grænu málin, það eru femínisku málin og það eru félagshyggjumálin, sem eru velferðarmál,“ segir Líf. Í takt við tvö síðastnefndu málin vill Líf sérstaklega einblína á að leysa mannekluvandann í tilteknum störfum hjá borginni, þá sérstaklega á meðal grunn- og leikskólakennara. „Hann helst líka í hendur við það að skoða láglaunahópa í samfélaginu og hjá borginni og það ætlum við að gera, m.a. með því að fara í samtal við verkalýðsfélögin.“Vilja fjölga hlöðum og leggja hjólastíga Hvað samgöngumál varðar vilja flokksmenn auka vægi grænna samgangna, fjölga hlöðum í borginni og leggja fleiri hjólastíga. Líf segir hins vegar ekki tímabært að ráðast í vinnu við mislæg gatnamót. „Miklabraut í stokk getur beðið enn um sinn, en við þurfum að láta tekjuaukann úr borgarsjóði ganga inn í mennta- og velferðarmálin,“ segir Líf. Húsnæðisvandann sem steðjar að landsmönnum vill Líf svo leysa með félagslegar áherslur að leiðarljósi. Þá vill hún skoða leiðir til að hefta hækkun leiguverðs með einhverjum hætti, en segir þær tillögur þó ekki komnar í endanlegan búning. „Við viljum fara í samstarf með verkalýðsfélögunum og byggja hér upp almennilegan leigumarkað. Við getum haft áhrif, við höfum lagt til lóðir en nú getum við líka verið fjárfestar, borgin.“Vill meiri vinstrimennsku í borgina Líf kveðst ánægð með störf núverandi meirihluta, sem hún situr í sjálf – og vill sjá svipaðan hóp fólks í næstu borgarstjórn.Er eitthvað sem þú lítur til baka til á síðasta kjörtímabili og segir, við gerðum þetta ekki nógu vel, við þurfum að bæta okkur?„Já, það auðvitað vantar aðeins meiri vinstrimennsku og þá þarf bara að kjósa VG,“ segir Líf að lokum. Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Oddviti Vinstri Grænna í Reykjavík hyggst endurreisa verkamannabústaði og boðar meiri vinstrimennsku í borgarmálunum. Þá vilja frambjóðendur bæta kjör kvennastétta og leggja aukna áherslu á umhverfisvænar samgöngur. Stefnumál flokksins voru kynnt utandyra í vorhretinu við Ásmundarsafn nú síðdegis. Efstu þrjú sæti listans skipa borgarfulltrúinn Líf Magneudóttir, varaborgarfulltrúinn Elín Oddný Sigurðardóttir og Þorsteinn V. Einarsson, deildarstjóri í frístundamiðstöð. Grunnáherslur flokksins eru þríþættar. „Það eru grænu málin, það eru femínisku málin og það eru félagshyggjumálin, sem eru velferðarmál,“ segir Líf. Í takt við tvö síðastnefndu málin vill Líf sérstaklega einblína á að leysa mannekluvandann í tilteknum störfum hjá borginni, þá sérstaklega á meðal grunn- og leikskólakennara. „Hann helst líka í hendur við það að skoða láglaunahópa í samfélaginu og hjá borginni og það ætlum við að gera, m.a. með því að fara í samtal við verkalýðsfélögin.“Vilja fjölga hlöðum og leggja hjólastíga Hvað samgöngumál varðar vilja flokksmenn auka vægi grænna samgangna, fjölga hlöðum í borginni og leggja fleiri hjólastíga. Líf segir hins vegar ekki tímabært að ráðast í vinnu við mislæg gatnamót. „Miklabraut í stokk getur beðið enn um sinn, en við þurfum að láta tekjuaukann úr borgarsjóði ganga inn í mennta- og velferðarmálin,“ segir Líf. Húsnæðisvandann sem steðjar að landsmönnum vill Líf svo leysa með félagslegar áherslur að leiðarljósi. Þá vill hún skoða leiðir til að hefta hækkun leiguverðs með einhverjum hætti, en segir þær tillögur þó ekki komnar í endanlegan búning. „Við viljum fara í samstarf með verkalýðsfélögunum og byggja hér upp almennilegan leigumarkað. Við getum haft áhrif, við höfum lagt til lóðir en nú getum við líka verið fjárfestar, borgin.“Vill meiri vinstrimennsku í borgina Líf kveðst ánægð með störf núverandi meirihluta, sem hún situr í sjálf – og vill sjá svipaðan hóp fólks í næstu borgarstjórn.Er eitthvað sem þú lítur til baka til á síðasta kjörtímabili og segir, við gerðum þetta ekki nógu vel, við þurfum að bæta okkur?„Já, það auðvitað vantar aðeins meiri vinstrimennsku og þá þarf bara að kjósa VG,“ segir Líf að lokum.
Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira