Íslendingur í Moskvu gerði viðskipti aldarinnar eftir Argentínuleikinn Kolbeinn Tumi Daðason í Moskvu skrifar 17. júní 2018 07:49 Atli Björn Eggertsson Levy fyrir miðju með Mexíkóanum með miðana, hattana og hjálmana sem viðskiptin snerust um. Vísir/KTD Hann var ekkert lítið sáttur stuðningsmaður Íslands sem var mættur í Risapartý Tólfunnar í Moskvu í gærkvöldi eftir jafntefli okkar manna gegn Argentínu í gær. Fyrir utan úrslitin og geggjaðan dag í Moskvu hafði Mexíkói gefið honum tvo miða á leik Íslands og Nígeríu. Hann er þegar búinn að tryggja sér gistingu fram yfir leikinn í Volgograd föstudaginn 22. júní en á eftir að ganga frá smáatriðum. Atli Björn Eggertsson Levy, 38 ára Sauðkrækingur, var mættur með konu sinni og vini á leikinn í gær ásamt líklega á fimmta þúsund Íslendingum. Klæddur í landsliðstreyju en vantaði tilfinnanlega höfuðfat, að eigin mati. Það var allavega niðurstaðan þegar hann sá þrjá Rússa með víkingahjálma.Íslenskir stuðningsmenn fögnuðu vel eftir „sigurinn“ í Moskvu í gær. Þessir Vesturbæingar voru í banastuði.Vísir/Kolbeinn TumiVarð að fá hjálminn „Ég verð að kaupa af þér þennan hatt, hve mikið,“ spurði hann fyrsta Rússann. Sá hristi bara hausinn. Ætlaði ekki að selja hjálminn fyrir nokkra upphæð. Félagi hans var í betra skapi og ansi gjafmildur. „Hérna, taktu hann. Velkominn til Rússlands,“ sagði Rússinn og skellti víkingahjálminum á höfuðið á Atla. Hann var ekkert lítið sáttur og þakkaði kærlega fyrir sig. Næstu tveir klukkutímar voru ógleymanlegir eins og líklega fyrir 99% Íslendinga. Frækinn „sigur“ á Argentínu og allir í yndislegu stuði, sérstaklega þeir sem gengu í spennufalli af Spartak-leikvanginum, þakklátir fyrir það sem þeir upplifðu. Íslendingar í treyjum og sérstaklega þeir enn betur skreyttu fengu að finna fyrir athygli heimsins á Íslandi. Myndatökur og sjónvarpsviðtöl var eitthvað sem svo til allir lentu í. Atli Björn var líklega búinn með fimm viðtöl eftir leikinn þegar Mexíkóar nokkrir stilltu sér upp á mynd. Þeir spjölluðu saman og spurðu Atla hvort hann ætlaði á næstu leiki. Nei, ekki var það svo gott. Heimferð framundan, eða svo hélt hann.Okkar menn fyrir leikinn í gær.Vísir/VilhelmGrín eða ekki grín? „Hérna taktu þetta miða,“ sagði einn Mexíkóinn og rétti Atla miða. Atli vissi ekki alveg hvað hann átti að gera. Var gæinn ekki að grínast? hugsaði Atli á meðan fleiri myndir voru teknar. Í framhaldinu kom Mexíkóinn aftur til hans og hrósaði honum fyrir víkingahjálminn. „Hann er þinn,“ sagði Atli og plantaði honum á hausinn á Mexíkóanum sem var ekkert lítið ánægður með hjálminn. Víkingahjálmur, úr plasti og lítils virði, í skiptum fyrir tvo miða á Nígeríuleikinn. „Viðskipti aldarinnar,“ segir Atli Björn og hlær. Hann átti þó eftir að heyra í vinnuveitendum sínum en átti ekki von á öðru en að mæta skilningi þar á bæ. Atli Björn verður því í Volgograd á föstudaginn þegar Íslendingar mæta Nígeríu, eitthvað sem var alls ekki planið fyrr en gjafmildur Mexíkói færði honum einhverja óvæntustu gjöf aldarinnar. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Hann var ekkert lítið sáttur stuðningsmaður Íslands sem var mættur í Risapartý Tólfunnar í Moskvu í gærkvöldi eftir jafntefli okkar manna gegn Argentínu í gær. Fyrir utan úrslitin og geggjaðan dag í Moskvu hafði Mexíkói gefið honum tvo miða á leik Íslands og Nígeríu. Hann er þegar búinn að tryggja sér gistingu fram yfir leikinn í Volgograd föstudaginn 22. júní en á eftir að ganga frá smáatriðum. Atli Björn Eggertsson Levy, 38 ára Sauðkrækingur, var mættur með konu sinni og vini á leikinn í gær ásamt líklega á fimmta þúsund Íslendingum. Klæddur í landsliðstreyju en vantaði tilfinnanlega höfuðfat, að eigin mati. Það var allavega niðurstaðan þegar hann sá þrjá Rússa með víkingahjálma.Íslenskir stuðningsmenn fögnuðu vel eftir „sigurinn“ í Moskvu í gær. Þessir Vesturbæingar voru í banastuði.Vísir/Kolbeinn TumiVarð að fá hjálminn „Ég verð að kaupa af þér þennan hatt, hve mikið,“ spurði hann fyrsta Rússann. Sá hristi bara hausinn. Ætlaði ekki að selja hjálminn fyrir nokkra upphæð. Félagi hans var í betra skapi og ansi gjafmildur. „Hérna, taktu hann. Velkominn til Rússlands,“ sagði Rússinn og skellti víkingahjálminum á höfuðið á Atla. Hann var ekkert lítið sáttur og þakkaði kærlega fyrir sig. Næstu tveir klukkutímar voru ógleymanlegir eins og líklega fyrir 99% Íslendinga. Frækinn „sigur“ á Argentínu og allir í yndislegu stuði, sérstaklega þeir sem gengu í spennufalli af Spartak-leikvanginum, þakklátir fyrir það sem þeir upplifðu. Íslendingar í treyjum og sérstaklega þeir enn betur skreyttu fengu að finna fyrir athygli heimsins á Íslandi. Myndatökur og sjónvarpsviðtöl var eitthvað sem svo til allir lentu í. Atli Björn var líklega búinn með fimm viðtöl eftir leikinn þegar Mexíkóar nokkrir stilltu sér upp á mynd. Þeir spjölluðu saman og spurðu Atla hvort hann ætlaði á næstu leiki. Nei, ekki var það svo gott. Heimferð framundan, eða svo hélt hann.Okkar menn fyrir leikinn í gær.Vísir/VilhelmGrín eða ekki grín? „Hérna taktu þetta miða,“ sagði einn Mexíkóinn og rétti Atla miða. Atli vissi ekki alveg hvað hann átti að gera. Var gæinn ekki að grínast? hugsaði Atli á meðan fleiri myndir voru teknar. Í framhaldinu kom Mexíkóinn aftur til hans og hrósaði honum fyrir víkingahjálminn. „Hann er þinn,“ sagði Atli og plantaði honum á hausinn á Mexíkóanum sem var ekkert lítið ánægður með hjálminn. Víkingahjálmur, úr plasti og lítils virði, í skiptum fyrir tvo miða á Nígeríuleikinn. „Viðskipti aldarinnar,“ segir Atli Björn og hlær. Hann átti þó eftir að heyra í vinnuveitendum sínum en átti ekki von á öðru en að mæta skilningi þar á bæ. Atli Björn verður því í Volgograd á föstudaginn þegar Íslendingar mæta Nígeríu, eitthvað sem var alls ekki planið fyrr en gjafmildur Mexíkói færði honum einhverja óvæntustu gjöf aldarinnar.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira