Hafa ekki svarað beiðni um að rannsókn á máli Sunnu færist til Íslands Birgir Olgeirsson skrifar 21. febrúar 2018 16:15 Sunna Elvíra á sjúkrahúsinu á Malaga. Vísir/Egill Spænsk yfirvöld hafa ekki enn svarað formlegri réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins hér á landi þess efni að lögreglan á Íslandi taki yfir rannsókn á máli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þar segir að óvíst sé hversu langan tíma slík afgreiðsla kunni að taka. Dómsmálaráðuneytið sendi þessa formlegu beiðni til spænskra yfirvalda fyrir helgi. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi um málið að fallist spænsk yfirvöld á þessa beiðni þá muni rannsókn málsins færast yfir til Íslands sem gerir það að verkum að ekki verður ástæða til að halda Sunnu Elvíru lengur í farbanni á Spáni. Sunna Elvíra slasaðist þegar hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga 17. janúar síðastliðinn. Hún hefur síðan þá legið á sjúkrahúsi á Malaga en lögreglan þar í borg hefur haldið eftir vegabréfi hennar sem þýðir að Sunna er í ótímabundnu farbanni.Neitar aðild Ekki hafa fengist skýr svör frá lögreglu þar í borg hvers vegna hún fær ekki vegabréfið afhent en fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því í síðustu viku að Sunna Elvíra væri grunuð um aðild að fíkniefnasmygli á milli Spánar og Íslands. Sunna hefur alfarið neitað að eiga þátt í því og sagði í samtali við Stöð 2 í síðustu viku að henni hefði ekki verið tilkynnt að hún hefði stöðu sakbornings vegna þessa máls. Eiginmaður Sunnu Elvíru, Sigurður Kristinsson, var handtekinn á Spáni um miðjan janúar síðastliðinn vegna gruns um ofbeldisbrot gegn Sunnu. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum. Sigurður var svo handtekinn við heimkomuna frá Málaga í lok janúar og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. 7. febrúar síðastliðinn var hann úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald vegna málsins. Sigurður og annar maður eru í haldi vegna málsins en alls hafa fjórir setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við það en tveimur þeirra hefur verið sleppt. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir um fimm vikum. Var þá sagt frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði farið í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands en fíkniefnin komu til landsins í stórum skákmunum. Starfsmenn Skáksambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu.Segist ekki hafa sent skámunina Sunna tjáði sig um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku en þar sagðist hún ekki hafa sent skákmunina sem fylltir voru eiturlyfjum á Skáksambandið og segir kortayfirlitin sín bera með sér að eiginmaðurinn hennar hafi ekki notað hennar greiðslukort til að greiða fyrir sendinguna. „Ég get bara sagt hér og nú að það er flökkusaga. Ég átti engan þátt í þessari sendingu og veit ekki hvaðan þessi saga hefur sprottið. En hún er á engum rökum reist,“ sagði Sunna.Mannréttindabrot að rannsaka á tveimur stöðum Grímur Grímsson sagði við Vísi að það blasi við að lögreglan á Íslandi þurfi að ræða við Sunnu Elvíru, enda hafi lögregluyfirvöld hér á landi óskað eftir því að rannsóknin á málinu flytjist heim. Hann sagði það hefðbundið fyrirkomulag að ef yfirvöld í tveimur löndum eru með sama mál til rannsóknar að rannsóknin verði alfarið á öðrum staðnum. „Það er á skjön við mannréttindi ef verið að rannsaka sömu atburði gegn sömu einstaklingum á tveimur stöðum,“ sagði Grímur. Mál Sunnu Elviru Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Spænsk yfirvöld hafa ekki enn svarað formlegri réttarbeiðni dómsmálaráðuneytisins hér á landi þess efni að lögreglan á Íslandi taki yfir rannsókn á máli Sunnu Elvíru Þorkelsdóttur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þar segir að óvíst sé hversu langan tíma slík afgreiðsla kunni að taka. Dómsmálaráðuneytið sendi þessa formlegu beiðni til spænskra yfirvalda fyrir helgi. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Vísi um málið að fallist spænsk yfirvöld á þessa beiðni þá muni rannsókn málsins færast yfir til Íslands sem gerir það að verkum að ekki verður ástæða til að halda Sunnu Elvíru lengur í farbanni á Spáni. Sunna Elvíra slasaðist þegar hún féll niður af svölum á heimili sínu á Malaga 17. janúar síðastliðinn. Hún hefur síðan þá legið á sjúkrahúsi á Malaga en lögreglan þar í borg hefur haldið eftir vegabréfi hennar sem þýðir að Sunna er í ótímabundnu farbanni.Neitar aðild Ekki hafa fengist skýr svör frá lögreglu þar í borg hvers vegna hún fær ekki vegabréfið afhent en fréttastofa Stöðvar 2 sagði frá því í síðustu viku að Sunna Elvíra væri grunuð um aðild að fíkniefnasmygli á milli Spánar og Íslands. Sunna hefur alfarið neitað að eiga þátt í því og sagði í samtali við Stöð 2 í síðustu viku að henni hefði ekki verið tilkynnt að hún hefði stöðu sakbornings vegna þessa máls. Eiginmaður Sunnu Elvíru, Sigurður Kristinsson, var handtekinn á Spáni um miðjan janúar síðastliðinn vegna gruns um ofbeldisbrot gegn Sunnu. Honum var sleppt úr haldi þar ytra að loknum yfirheyrslum. Sigurður var svo handtekinn við heimkomuna frá Málaga í lok janúar og úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna gruns um aðild að umfangsmiklu fíkniefnamáli. 7. febrúar síðastliðinn var hann úrskurðaður í fjögurra vikna langt gæsluvarðhald vegna málsins. Sigurður og annar maður eru í haldi vegna málsins en alls hafa fjórir setið í gæsluvarðhaldi í tengslum við það en tveimur þeirra hefur verið sleppt. Fyrst var greint frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir um fimm vikum. Var þá sagt frá því að sérsveit ríkislögreglustjóra hefði farið í aðgerðir í húsnæði Skáksambands Íslands en fíkniefnin komu til landsins í stórum skákmunum. Starfsmenn Skáksambandsins eru þó ekki taldir tengjast málinu.Segist ekki hafa sent skámunina Sunna tjáði sig um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 í síðustu viku en þar sagðist hún ekki hafa sent skákmunina sem fylltir voru eiturlyfjum á Skáksambandið og segir kortayfirlitin sín bera með sér að eiginmaðurinn hennar hafi ekki notað hennar greiðslukort til að greiða fyrir sendinguna. „Ég get bara sagt hér og nú að það er flökkusaga. Ég átti engan þátt í þessari sendingu og veit ekki hvaðan þessi saga hefur sprottið. En hún er á engum rökum reist,“ sagði Sunna.Mannréttindabrot að rannsaka á tveimur stöðum Grímur Grímsson sagði við Vísi að það blasi við að lögreglan á Íslandi þurfi að ræða við Sunnu Elvíru, enda hafi lögregluyfirvöld hér á landi óskað eftir því að rannsóknin á málinu flytjist heim. Hann sagði það hefðbundið fyrirkomulag að ef yfirvöld í tveimur löndum eru með sama mál til rannsóknar að rannsóknin verði alfarið á öðrum staðnum. „Það er á skjön við mannréttindi ef verið að rannsaka sömu atburði gegn sömu einstaklingum á tveimur stöðum,“ sagði Grímur.
Mál Sunnu Elviru Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira