McCartney sagði meðal annars frá sögunni á bak við lagið Let It Be. Látin móðir hans kom til hans í draumi og hughreysti hann sagði honum að allt yrði í lagi. Í draumnum sagði hún setninguna „Let It Be“ og hugsaði hann mikið um það eftir að hann vaknaði. Í kjölfarið samdi hann svo Let It Be og var lagið innblásið af jákvæðni móður hans.

Í þættinum heimsóttu þeir meðal annars eitt af æskuheimilum söngvarans og tóku auðvitað lagið þar líka. McCartney sagði frá því að hann hafi samið sitt fyrsta lag aðeins 14 ára gamall. Myndband frá þessum skemmtilega degi má sjá hér að neðan.