„Hvítar sólir" á lofti klukkan níu í kvöld í tilefni af afmæli Slysavarnafélagsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 20:15 Slysavarnafélagið Landsbjörg varð til við samruna tveggja félaga árið 1999. Vísir 90 ár eru liðin frá stofnun Slysavarnafélags Íslands í dag. Stofnun þess markaði upphaf skipulagðs björgunar- og slysavarnastarfs á Íslandi en björgunar- og slysavarnadeildir halda upp á áfangann um allt land með táknrænum hætti nú í kvöld.Slysavarnafélag Íslands var stofnað á þessum degi árið 1928 og var ætlað það hlutverk að drag úr slysum á sjó og koma upp búnaði til björgunar. Á þeim tíma var ekki óalgengt að árlega létu tugir sjómanna lífið í sjóslysum. Í kjölfar strands Jóns forseta við Stafnes í febrúar 1928, þar sem 15 manns fórust, hófst stofnun slysavarnadeilda víðsvegar um landið. Fyrsta slysavarnadeildin var Sigurvon í Sandgerði en í dag eru björgunar- og slysavarnardeildir um landið á annað hundrað talsins. Félagið beitti sér einnig fyrir útbreiðslu svokallaðra fluglínutækja, en fyrsta björgun með fluglínutækjum var þegar Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík bjargaði áhöfn fransks síðutogara sem strandaði í slæmu veðri árið 1931. Fyrsti björgunarbátur félagsins kom til landsins í apríl 1929 og var nefndur Þorsteinn. Stofnuð var kvennadeild árið 1930 og þá kom fyrsta sérsmíðaða björgunarskip félagsins, Sæbjörg, til landsins árið 1938. Árið 1968 keyptu Slysavarnafélagið og íslenska ríkið saman fyrstu þyrluna, TF-EIR og sama ár fól ríkið Slysavarnafélaginu að koma á fót og reka tilkynningaskyldu íslenskra skipa. Árið 1985 stofnaði Slysavarnafélagið Slysavarnaskóla sjómanna en árið 1999 sameinuðust Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg - landssamband björgunarsveita, í ein slysavarna- og björgunarsamtök undir nafninu Slysavarnafélagið Landsbjörg.Fjölgar hratt í bakvarðasveitinni Gunnar Tómasson er fyrrverandi stjórnarmaður Slysavarnarfélags Íslands og var forseti þess í nokkur ár. Hann þekkir sögu félagsins því vel en er ekki síður bjartsýnn á framtíð þess. „Ég held að það verði bara áfram öflugt starf og ég tala nú ekki um það að núna eru að flykkjast alltaf fleiri og fleiri að sem svona sérstakir bakverðir hjá félaginu og það er að eflast mjög verulega og ég hvet alla landsmenn til að gerast bakverðir hjá Slysavarnarfélaginu og þá getum við treyst því að þetta verði öflugt starf í framtíðinni,“ segir Gunnar í samtali við Stöð 2. Klukkan níu í kvöld munu björgunar- og slysavarnadeildir um allt land skjóta á loft svokölluðum hvítum sólum í tilefni afmælisins. Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
90 ár eru liðin frá stofnun Slysavarnafélags Íslands í dag. Stofnun þess markaði upphaf skipulagðs björgunar- og slysavarnastarfs á Íslandi en björgunar- og slysavarnadeildir halda upp á áfangann um allt land með táknrænum hætti nú í kvöld.Slysavarnafélag Íslands var stofnað á þessum degi árið 1928 og var ætlað það hlutverk að drag úr slysum á sjó og koma upp búnaði til björgunar. Á þeim tíma var ekki óalgengt að árlega létu tugir sjómanna lífið í sjóslysum. Í kjölfar strands Jóns forseta við Stafnes í febrúar 1928, þar sem 15 manns fórust, hófst stofnun slysavarnadeilda víðsvegar um landið. Fyrsta slysavarnadeildin var Sigurvon í Sandgerði en í dag eru björgunar- og slysavarnardeildir um landið á annað hundrað talsins. Félagið beitti sér einnig fyrir útbreiðslu svokallaðra fluglínutækja, en fyrsta björgun með fluglínutækjum var þegar Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík bjargaði áhöfn fransks síðutogara sem strandaði í slæmu veðri árið 1931. Fyrsti björgunarbátur félagsins kom til landsins í apríl 1929 og var nefndur Þorsteinn. Stofnuð var kvennadeild árið 1930 og þá kom fyrsta sérsmíðaða björgunarskip félagsins, Sæbjörg, til landsins árið 1938. Árið 1968 keyptu Slysavarnafélagið og íslenska ríkið saman fyrstu þyrluna, TF-EIR og sama ár fól ríkið Slysavarnafélaginu að koma á fót og reka tilkynningaskyldu íslenskra skipa. Árið 1985 stofnaði Slysavarnafélagið Slysavarnaskóla sjómanna en árið 1999 sameinuðust Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg - landssamband björgunarsveita, í ein slysavarna- og björgunarsamtök undir nafninu Slysavarnafélagið Landsbjörg.Fjölgar hratt í bakvarðasveitinni Gunnar Tómasson er fyrrverandi stjórnarmaður Slysavarnarfélags Íslands og var forseti þess í nokkur ár. Hann þekkir sögu félagsins því vel en er ekki síður bjartsýnn á framtíð þess. „Ég held að það verði bara áfram öflugt starf og ég tala nú ekki um það að núna eru að flykkjast alltaf fleiri og fleiri að sem svona sérstakir bakverðir hjá félaginu og það er að eflast mjög verulega og ég hvet alla landsmenn til að gerast bakverðir hjá Slysavarnarfélaginu og þá getum við treyst því að þetta verði öflugt starf í framtíðinni,“ segir Gunnar í samtali við Stöð 2. Klukkan níu í kvöld munu björgunar- og slysavarnadeildir um allt land skjóta á loft svokölluðum hvítum sólum í tilefni afmælisins.
Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira