„Hvítar sólir" á lofti klukkan níu í kvöld í tilefni af afmæli Slysavarnafélagsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. janúar 2018 20:15 Slysavarnafélagið Landsbjörg varð til við samruna tveggja félaga árið 1999. Vísir 90 ár eru liðin frá stofnun Slysavarnafélags Íslands í dag. Stofnun þess markaði upphaf skipulagðs björgunar- og slysavarnastarfs á Íslandi en björgunar- og slysavarnadeildir halda upp á áfangann um allt land með táknrænum hætti nú í kvöld.Slysavarnafélag Íslands var stofnað á þessum degi árið 1928 og var ætlað það hlutverk að drag úr slysum á sjó og koma upp búnaði til björgunar. Á þeim tíma var ekki óalgengt að árlega létu tugir sjómanna lífið í sjóslysum. Í kjölfar strands Jóns forseta við Stafnes í febrúar 1928, þar sem 15 manns fórust, hófst stofnun slysavarnadeilda víðsvegar um landið. Fyrsta slysavarnadeildin var Sigurvon í Sandgerði en í dag eru björgunar- og slysavarnardeildir um landið á annað hundrað talsins. Félagið beitti sér einnig fyrir útbreiðslu svokallaðra fluglínutækja, en fyrsta björgun með fluglínutækjum var þegar Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík bjargaði áhöfn fransks síðutogara sem strandaði í slæmu veðri árið 1931. Fyrsti björgunarbátur félagsins kom til landsins í apríl 1929 og var nefndur Þorsteinn. Stofnuð var kvennadeild árið 1930 og þá kom fyrsta sérsmíðaða björgunarskip félagsins, Sæbjörg, til landsins árið 1938. Árið 1968 keyptu Slysavarnafélagið og íslenska ríkið saman fyrstu þyrluna, TF-EIR og sama ár fól ríkið Slysavarnafélaginu að koma á fót og reka tilkynningaskyldu íslenskra skipa. Árið 1985 stofnaði Slysavarnafélagið Slysavarnaskóla sjómanna en árið 1999 sameinuðust Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg - landssamband björgunarsveita, í ein slysavarna- og björgunarsamtök undir nafninu Slysavarnafélagið Landsbjörg.Fjölgar hratt í bakvarðasveitinni Gunnar Tómasson er fyrrverandi stjórnarmaður Slysavarnarfélags Íslands og var forseti þess í nokkur ár. Hann þekkir sögu félagsins því vel en er ekki síður bjartsýnn á framtíð þess. „Ég held að það verði bara áfram öflugt starf og ég tala nú ekki um það að núna eru að flykkjast alltaf fleiri og fleiri að sem svona sérstakir bakverðir hjá félaginu og það er að eflast mjög verulega og ég hvet alla landsmenn til að gerast bakverðir hjá Slysavarnarfélaginu og þá getum við treyst því að þetta verði öflugt starf í framtíðinni,“ segir Gunnar í samtali við Stöð 2. Klukkan níu í kvöld munu björgunar- og slysavarnadeildir um allt land skjóta á loft svokölluðum hvítum sólum í tilefni afmælisins. Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sjá meira
90 ár eru liðin frá stofnun Slysavarnafélags Íslands í dag. Stofnun þess markaði upphaf skipulagðs björgunar- og slysavarnastarfs á Íslandi en björgunar- og slysavarnadeildir halda upp á áfangann um allt land með táknrænum hætti nú í kvöld.Slysavarnafélag Íslands var stofnað á þessum degi árið 1928 og var ætlað það hlutverk að drag úr slysum á sjó og koma upp búnaði til björgunar. Á þeim tíma var ekki óalgengt að árlega létu tugir sjómanna lífið í sjóslysum. Í kjölfar strands Jóns forseta við Stafnes í febrúar 1928, þar sem 15 manns fórust, hófst stofnun slysavarnadeilda víðsvegar um landið. Fyrsta slysavarnadeildin var Sigurvon í Sandgerði en í dag eru björgunar- og slysavarnardeildir um landið á annað hundrað talsins. Félagið beitti sér einnig fyrir útbreiðslu svokallaðra fluglínutækja, en fyrsta björgun með fluglínutækjum var þegar Slysavarnadeildin Þorbjörn í Grindavík bjargaði áhöfn fransks síðutogara sem strandaði í slæmu veðri árið 1931. Fyrsti björgunarbátur félagsins kom til landsins í apríl 1929 og var nefndur Þorsteinn. Stofnuð var kvennadeild árið 1930 og þá kom fyrsta sérsmíðaða björgunarskip félagsins, Sæbjörg, til landsins árið 1938. Árið 1968 keyptu Slysavarnafélagið og íslenska ríkið saman fyrstu þyrluna, TF-EIR og sama ár fól ríkið Slysavarnafélaginu að koma á fót og reka tilkynningaskyldu íslenskra skipa. Árið 1985 stofnaði Slysavarnafélagið Slysavarnaskóla sjómanna en árið 1999 sameinuðust Slysavarnafélag Íslands og Landsbjörg - landssamband björgunarsveita, í ein slysavarna- og björgunarsamtök undir nafninu Slysavarnafélagið Landsbjörg.Fjölgar hratt í bakvarðasveitinni Gunnar Tómasson er fyrrverandi stjórnarmaður Slysavarnarfélags Íslands og var forseti þess í nokkur ár. Hann þekkir sögu félagsins því vel en er ekki síður bjartsýnn á framtíð þess. „Ég held að það verði bara áfram öflugt starf og ég tala nú ekki um það að núna eru að flykkjast alltaf fleiri og fleiri að sem svona sérstakir bakverðir hjá félaginu og það er að eflast mjög verulega og ég hvet alla landsmenn til að gerast bakverðir hjá Slysavarnarfélaginu og þá getum við treyst því að þetta verði öflugt starf í framtíðinni,“ segir Gunnar í samtali við Stöð 2. Klukkan níu í kvöld munu björgunar- og slysavarnadeildir um allt land skjóta á loft svokölluðum hvítum sólum í tilefni afmælisins.
Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sjá meira