„Ég bjargaði mannslífi í dag“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 16:00 Þórhildur Ólafsdóttir var stödd á ylströndinni í Nauthólsvík með eiginmanni sínum, syni og tveimur systurdætrum sínum þegar eftirtektarsemi henni hennar varð til þess að hún bjargaði mannslífi. Samsett mynd Þórhildur Ólafsdóttir var í fyrradag stödd á ylströndinni í Nauthólsvík með kærastanum sínum, syni og tveimur systurdætrum sínum þegar eftirtektarsemi henni hennar varð til þess að hún bjargaði mannslífi. Kristján, kærasti hennar ákvað að fara með börnin í sjóinn á meðan Þórhildur varð eftir í heita pottinum. Á meðan hún sat og slakaði á í pottinum varð henni litið til strandvarðarins sem henni fannst sem væri annars hugar. Það varð til þess að hún fór að hugsa um einkenni drukknunar, sem eru allt öðruvísi en við sjáum almennt í kvikmyndum. Hún ákvað, fyrir tilviljun, að líta yfir svæðið og athuga hvort einhver sýndi þessi einkenni drukknunar, sem hún hafði lesið sér svo mikið til um. Það liðu ekki nema 2-3 mínútur þar til táningsstúlka í sjónum vekur athygli hennar. Hún var umkringd fólki en höfuðið var frekar neðarlega heldur vanalegt er og buslaði í vatninu með höndunum. Þórhildur hugsaði með sjálfri sér að stúlkan væri bara að í leik með vinum sínum og að hún væri bara að ofhugsa þetta. Henni varð þó fljótlega ljóst að þarna væri eitthvað að.Þórhildur var stödd í heita pottinum í Nauthólsvík þegar hún tók eftir stúlku sem sýndi skrítin einkenni.Fréttablaðið/ernir eyjólfssonÞórhildur rýkur úr heita pottinum og kallar til mannsins síns að athuga með stúlkuna. Í sömu andrá náði stúlkan að koma upp vanmáttugu ópi og fór síðan alveg í kaf. Kristján náði sem betur fer taki á henni strax og hjálpaði henni upp úr. „Ég sá strax að þetta hafði verið rétt hjá mér og hljóp út í og tók á móti henni. Stúlkan náði varla andanum og hóstaði og skalf. Þegar ég tók utan um hana fann ég í hversu hversu miklu sjokki og hversu hrædd stúlkan var. Það liðu nokkrar mínútur þar til hún gat komið upp orði og sagt mér hvað hefði gerst,“ segir Þórhildur. Stúlkan reyndist ekki vera íslensk og var á ylströndinni ein og ósynd. Þórhildur segir í samtali við Vísi að Íslendingar þurfi í auknum mæli að vera vakandi fyrir einkennum drukknunar og fylgjast vel með hvort öðru í sjó og sundi, ekki aðeins okkar eigin börnum. Það eigi sérstaklega við í dag þegar við tökum á móti svona mörgum ferðamönnum sem margir hverjir eru ósyndir. „Þegar ég horfði á eftir stelpunni ganga í land ca tíu mínútum seinna sá ég strandvörðinn ganga aftur að svæðinu... gjörsamlega grunlaus,“ segir Þórhildur sem bætir við að það sé afar mikilvægt að sund-og strandverðir séu með athyglina í lagi í starfinu. Hún segist hafa talað við strandvörðinn sem var brugðið að heyra hvað hafði gerst. „Ég hvet alla til þess að kynna sér þessi einkenni og vera vakandi fyrir þeim í hvert sinn sem farið er í sund því það getur bókstaflega bjargað mannslífi einn daginn.“ Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Þórhildur Ólafsdóttir var í fyrradag stödd á ylströndinni í Nauthólsvík með kærastanum sínum, syni og tveimur systurdætrum sínum þegar eftirtektarsemi henni hennar varð til þess að hún bjargaði mannslífi. Kristján, kærasti hennar ákvað að fara með börnin í sjóinn á meðan Þórhildur varð eftir í heita pottinum. Á meðan hún sat og slakaði á í pottinum varð henni litið til strandvarðarins sem henni fannst sem væri annars hugar. Það varð til þess að hún fór að hugsa um einkenni drukknunar, sem eru allt öðruvísi en við sjáum almennt í kvikmyndum. Hún ákvað, fyrir tilviljun, að líta yfir svæðið og athuga hvort einhver sýndi þessi einkenni drukknunar, sem hún hafði lesið sér svo mikið til um. Það liðu ekki nema 2-3 mínútur þar til táningsstúlka í sjónum vekur athygli hennar. Hún var umkringd fólki en höfuðið var frekar neðarlega heldur vanalegt er og buslaði í vatninu með höndunum. Þórhildur hugsaði með sjálfri sér að stúlkan væri bara að í leik með vinum sínum og að hún væri bara að ofhugsa þetta. Henni varð þó fljótlega ljóst að þarna væri eitthvað að.Þórhildur var stödd í heita pottinum í Nauthólsvík þegar hún tók eftir stúlku sem sýndi skrítin einkenni.Fréttablaðið/ernir eyjólfssonÞórhildur rýkur úr heita pottinum og kallar til mannsins síns að athuga með stúlkuna. Í sömu andrá náði stúlkan að koma upp vanmáttugu ópi og fór síðan alveg í kaf. Kristján náði sem betur fer taki á henni strax og hjálpaði henni upp úr. „Ég sá strax að þetta hafði verið rétt hjá mér og hljóp út í og tók á móti henni. Stúlkan náði varla andanum og hóstaði og skalf. Þegar ég tók utan um hana fann ég í hversu hversu miklu sjokki og hversu hrædd stúlkan var. Það liðu nokkrar mínútur þar til hún gat komið upp orði og sagt mér hvað hefði gerst,“ segir Þórhildur. Stúlkan reyndist ekki vera íslensk og var á ylströndinni ein og ósynd. Þórhildur segir í samtali við Vísi að Íslendingar þurfi í auknum mæli að vera vakandi fyrir einkennum drukknunar og fylgjast vel með hvort öðru í sjó og sundi, ekki aðeins okkar eigin börnum. Það eigi sérstaklega við í dag þegar við tökum á móti svona mörgum ferðamönnum sem margir hverjir eru ósyndir. „Þegar ég horfði á eftir stelpunni ganga í land ca tíu mínútum seinna sá ég strandvörðinn ganga aftur að svæðinu... gjörsamlega grunlaus,“ segir Þórhildur sem bætir við að það sé afar mikilvægt að sund-og strandverðir séu með athyglina í lagi í starfinu. Hún segist hafa talað við strandvörðinn sem var brugðið að heyra hvað hafði gerst. „Ég hvet alla til þess að kynna sér þessi einkenni og vera vakandi fyrir þeim í hvert sinn sem farið er í sund því það getur bókstaflega bjargað mannslífi einn daginn.“
Mest lesið „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna Innlent „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira