Vímuakstur sagður lýðheilsuvandi undir stýri Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 1. ágúst 2018 19:30 Slysum í umferðinni sem rekja má til vímuefnaneyslu hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Þetta sýna tölur frá Samgöngustofu. Samkvæmt þeim er akstur undir áhrifum áfengis eða lyfja ein af þremur algengustu orsökum banaslysa í umferðinni. Alls slösuðust 47 einstaklingar af völdum fíkniefnaaksturs fyrstu fjóra mánuði ársins. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir Samgöngustofu hafa þungar áhyggjur af þessari fjölgun. „Þessi slys sem við erum að sjá eru í raun bara ein birtingarmyndin af fíkniefnavanda sem er vaxandi. Lögreglan hefur einnig bent á það sama að fíkniefnaakstur er vaxandi vandamál,“ segir Þórhildur. Hún segir Samgöngustofu vinna stöðugt að forvörnum og fræðslu en margir þurfi að koma að borðinu og vinna saman til að minnka þennan vanda. „Það má segja að þetta sé í rauninni heilbrigðisvandi undir stýri. Fleiri aðilar en þau og við sem sinnum forvörnum og fræðslu í samgöngum þyrftu að koma að borðinu og hafa örugglega svipaðar áhyggjur og við. Þá erum við að tala um heilbrigðisyfirvöld, félagsmálayfirvöld og jafnvel menntamál.“ Guðbrandur Sigurðsson, hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir þetta samfélagslegt vandamál sem þurfi að bregðast við. Lögreglan sjái að ökumenn aki oftar og meira undir áhrifum vímuefna nú en áður. „Það er ekki hægt að segja að eftirlit lögreglu hafi verið aukið síðustu misseri, það er bara svipað. Hins vegar hafa lögreglumenn sýnt þessum málaflokki mikinn dug og dugnað og sinnt þessu eftirliti þegar þess er kostur vegna forgangsröðunar annarra verkefni. Ef þeir sjá eitthvað athugavert þá er það kannað og þegar þau hafa tíma um helgan setja jafnvel upp ölvunar- og fíkniefnapróf þar sem allir eru stöðvaðir og gert að taka próf,“ segir hann. Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira
Slysum í umferðinni sem rekja má til vímuefnaneyslu hefur fjölgað mikið á síðustu árum. Þetta sýna tölur frá Samgöngustofu. Samkvæmt þeim er akstur undir áhrifum áfengis eða lyfja ein af þremur algengustu orsökum banaslysa í umferðinni. Alls slösuðust 47 einstaklingar af völdum fíkniefnaaksturs fyrstu fjóra mánuði ársins. Þórhildur Elínardóttir, samskiptastjóri Samgöngustofu, segir Samgöngustofu hafa þungar áhyggjur af þessari fjölgun. „Þessi slys sem við erum að sjá eru í raun bara ein birtingarmyndin af fíkniefnavanda sem er vaxandi. Lögreglan hefur einnig bent á það sama að fíkniefnaakstur er vaxandi vandamál,“ segir Þórhildur. Hún segir Samgöngustofu vinna stöðugt að forvörnum og fræðslu en margir þurfi að koma að borðinu og vinna saman til að minnka þennan vanda. „Það má segja að þetta sé í rauninni heilbrigðisvandi undir stýri. Fleiri aðilar en þau og við sem sinnum forvörnum og fræðslu í samgöngum þyrftu að koma að borðinu og hafa örugglega svipaðar áhyggjur og við. Þá erum við að tala um heilbrigðisyfirvöld, félagsmálayfirvöld og jafnvel menntamál.“ Guðbrandur Sigurðsson, hjá umferðardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir þetta samfélagslegt vandamál sem þurfi að bregðast við. Lögreglan sjái að ökumenn aki oftar og meira undir áhrifum vímuefna nú en áður. „Það er ekki hægt að segja að eftirlit lögreglu hafi verið aukið síðustu misseri, það er bara svipað. Hins vegar hafa lögreglumenn sýnt þessum málaflokki mikinn dug og dugnað og sinnt þessu eftirliti þegar þess er kostur vegna forgangsröðunar annarra verkefni. Ef þeir sjá eitthvað athugavert þá er það kannað og þegar þau hafa tíma um helgan setja jafnvel upp ölvunar- og fíkniefnapróf þar sem allir eru stöðvaðir og gert að taka próf,“ segir hann.
Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Eldur í þvottahúsi á Granda Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Prestur í Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Sjá meira