Arnþrúður dæmd til að greiða dyggum hlustanda 3,3 milljónir Birgir Olgeirsson skrifar 16. maí 2018 13:03 Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu. Vísir Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, hefur verið dæmd til að greiða dyggum hlustanda stöðvarinnar 3,3 milljónir króna. Hlustandinn hafði stefnt Arnþrúði fyrir dómi og krafðist þetta að fá 3,6 milljónir til baka. Deilan snerist að mestu um hvort um lán væri að ræða til Útvarps Sögu eða styrk. Peningarnir höfðu endað á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar sem síðar voru millifærðir á reikning útvarpsstöðvarinnar. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu en Pétur Gunnlaugsson, eiginmaður Arnþrúðar, var lögmaður hennar í málinu en hann lét bóka að dómnum yrði áfrýjað til Landsréttar.Pétur Gunnlaugsson varði Arnþrúði í þessu máli. Hér er hann í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vísir/VilhelmForsaga málsins er sú að hlustandinn lagði 3,6 milljónir inn á bankareikning Arnþrúðar í fjórum færslum á árunum 2016 og 2017. Konan sagðist hafa gert það í þeirri trú að um lán væri að ræða. Í greinargerð Péturs vegna málsins kom fram að konan hefði tekið þá ákvörðun á eigin spýtur að gerast styrktaraðili Útvarps Sögu. Hún hafi komið í húsakynni Sögu og sagt Arnþrúði að hún vildi styrkja stöðina. Hún hefði aftur á móti viljað tryggja að nafn hennar kæmi hvergi fram opinberlega sem styrktaraðili stöðvarinnar. Ásamt því að vera dæmd til að greiða konunni 3,3 milljónir króna, ásamt vöxtum, þarf Arnþrúður að greiða henni 620 þúsund krónur í málskostnað.Uppfært klukkan 17:27Dómurinn hefur verið birtur á vef dómstólanna á má lesa hér. Tengdar fréttir Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu, hefur verið dæmd til að greiða dyggum hlustanda stöðvarinnar 3,3 milljónir króna. Hlustandinn hafði stefnt Arnþrúði fyrir dómi og krafðist þetta að fá 3,6 milljónir til baka. Deilan snerist að mestu um hvort um lán væri að ræða til Útvarps Sögu eða styrk. Peningarnir höfðu endað á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar sem síðar voru millifærðir á reikning útvarpsstöðvarinnar. Dómur í málinu var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu en Pétur Gunnlaugsson, eiginmaður Arnþrúðar, var lögmaður hennar í málinu en hann lét bóka að dómnum yrði áfrýjað til Landsréttar.Pétur Gunnlaugsson varði Arnþrúði í þessu máli. Hér er hann í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.Vísir/VilhelmForsaga málsins er sú að hlustandinn lagði 3,6 milljónir inn á bankareikning Arnþrúðar í fjórum færslum á árunum 2016 og 2017. Konan sagðist hafa gert það í þeirri trú að um lán væri að ræða. Í greinargerð Péturs vegna málsins kom fram að konan hefði tekið þá ákvörðun á eigin spýtur að gerast styrktaraðili Útvarps Sögu. Hún hafi komið í húsakynni Sögu og sagt Arnþrúði að hún vildi styrkja stöðina. Hún hefði aftur á móti viljað tryggja að nafn hennar kæmi hvergi fram opinberlega sem styrktaraðili stöðvarinnar. Ásamt því að vera dæmd til að greiða konunni 3,3 milljónir króna, ásamt vöxtum, þarf Arnþrúður að greiða henni 620 þúsund krónur í málskostnað.Uppfært klukkan 17:27Dómurinn hefur verið birtur á vef dómstólanna á má lesa hér.
Tengdar fréttir Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15 Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Fleiri fréttir „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Hringvegurinn opinn á ný Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Sjá meira
Einlægur aðdáandi Útvarps Sögu vill milljónir til baka frá Arnþrúði Deilan snýst um hvort um hafi verið að ræða lán til útvarpsstöðvarinnar eða styrk. Peningarnir enduðu á persónulegum bankareikningi Arnþrúðar. 21. nóvember 2017 10:15