Samtök kvenna af erlendum uppruna hljóta Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 16. maí 2018 13:22 Að lokinni athöfn í Höfða í dag. Aðsend Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hljóta Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar árið 2018. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í höfða í dag, á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar. Mannréttindaverðlaunin eru veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa. Markmiðið með mannréttindadeginum er að vekja athygli á þeim málum sem varða mannréttindi borgarbúa og á mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Samtök kvenna af erlendum uppruna á íslandi hafa staðið að vitundarvakningu á stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Sögur þeirra í tengslum við #Metoo hafa vakið fólk til umhugsunar um sérstaklega viðkvæma stöðu þessa hóps innan íslensks samfélags. Þær hafa sýnt hugrekki og styrk, verið fyrirmyndir og öflugt tengslanet þeirra hefur orðið afl til þjóðfélagsbreytinga, að mati Reykjavíkurborgar. „Með því að veita konum af erlendum uppruna mikilvægan og öruggan vettvang þá hafa þær fengið verkfæri til þess að takast á við ofbeldi og mismunun sem þær hafa orðið fyrir. Innan samtakanna varð til Facebook-hópur þar sem konur gátu deilt erfiðum reynslusögum af ofbeldi, kynferðislegri áreitni, misnotkun og mismunun bæði á heimilum sínum og vinnustöðum. Samtakamáttur þeirra hefur hjálpað einstaklingum innan hópsins og hvatt til aðgerða sem stuðla að auknu jafnræði innan stjórnkerfisins og á vinnumarkaði þegar kemur að réttindum kvenna af erlendum uppruna,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Við afhendingu verðlaunanna sagði borgarstjóri að samtökin hafi skapað mikilvægan vettvang og samstöðuafl fyrir konur alls staðar að úr heiminum, sem búsettar eru hér á landi, til þess að láta raddir sínar heyrast. Verðlaunaféð er 600 þúsund krónur.Hvatningarverðlaun mannréttindaráðs 2018 Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður mannréttindaráðs afhenti Loga Sigurfinnssyni forstöðumanni Sundhallarinnar og Laugardalslaugar hvatningarverðlaun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Hvatningarverðlaunin eru veitt fyrir þróunar- og nýbreytnistarf einstaklinga, borgarstofnanna og fyrirtækja á sviði mannréttindamála. Logi hlýtur verðlaunin fyrir að hafa með frumkvæði og dugnaði tryggt jafnt aðgengi fyrir alla að sundstöðunum. Þá hlaut verkefnið Móttaka nýrra íbúa verðlaunin fyrir að taka heildstætt á móti fjölskyldum með annað móðurmál en íslensku og veita fræðslu um hvernig þjónusta borgarinnar virkar innan hverfis. Samstarfsaðilar eru Árbæjarskóli, Ársel og Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Samtök kvenna af erlendum uppruna á Íslandi hljóta Mannréttindaverðlaun Reykjavíkurborgar árið 2018. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í höfða í dag, á mannréttindadegi Reykjavíkurborgar. Mannréttindaverðlaunin eru veitt þeim einstaklingum, félagasamtökum eða stofnunum sem hafa á eftirtektarverðan hátt staðið vörð um mannréttindi tiltekinna hópa. Markmiðið með mannréttindadeginum er að vekja athygli á þeim málum sem varða mannréttindi borgarbúa og á mannréttindastefnu Reykjavíkurborgar. Samtök kvenna af erlendum uppruna á íslandi hafa staðið að vitundarvakningu á stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi. Sögur þeirra í tengslum við #Metoo hafa vakið fólk til umhugsunar um sérstaklega viðkvæma stöðu þessa hóps innan íslensks samfélags. Þær hafa sýnt hugrekki og styrk, verið fyrirmyndir og öflugt tengslanet þeirra hefur orðið afl til þjóðfélagsbreytinga, að mati Reykjavíkurborgar. „Með því að veita konum af erlendum uppruna mikilvægan og öruggan vettvang þá hafa þær fengið verkfæri til þess að takast á við ofbeldi og mismunun sem þær hafa orðið fyrir. Innan samtakanna varð til Facebook-hópur þar sem konur gátu deilt erfiðum reynslusögum af ofbeldi, kynferðislegri áreitni, misnotkun og mismunun bæði á heimilum sínum og vinnustöðum. Samtakamáttur þeirra hefur hjálpað einstaklingum innan hópsins og hvatt til aðgerða sem stuðla að auknu jafnræði innan stjórnkerfisins og á vinnumarkaði þegar kemur að réttindum kvenna af erlendum uppruna,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Við afhendingu verðlaunanna sagði borgarstjóri að samtökin hafi skapað mikilvægan vettvang og samstöðuafl fyrir konur alls staðar að úr heiminum, sem búsettar eru hér á landi, til þess að láta raddir sínar heyrast. Verðlaunaféð er 600 þúsund krónur.Hvatningarverðlaun mannréttindaráðs 2018 Elín Oddný Sigurðardóttir, formaður mannréttindaráðs afhenti Loga Sigurfinnssyni forstöðumanni Sundhallarinnar og Laugardalslaugar hvatningarverðlaun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar. Hvatningarverðlaunin eru veitt fyrir þróunar- og nýbreytnistarf einstaklinga, borgarstofnanna og fyrirtækja á sviði mannréttindamála. Logi hlýtur verðlaunin fyrir að hafa með frumkvæði og dugnaði tryggt jafnt aðgengi fyrir alla að sundstöðunum. Þá hlaut verkefnið Móttaka nýrra íbúa verðlaunin fyrir að taka heildstætt á móti fjölskyldum með annað móðurmál en íslensku og veita fræðslu um hvernig þjónusta borgarinnar virkar innan hverfis. Samstarfsaðilar eru Árbæjarskóli, Ársel og Þjónustumiðstöð Árbæjar og Grafarholts.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira