Minnst fjórir látnir vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári Jóhann K. Jóhannsson skrifar 27. janúar 2018 18:51 Að minnsta kosti fjórir hafa látist, það sem af er ári hér á landi vegna ofneyslu fíkniefna eða lyfseðilsskyldra lyfja. Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. Um unga einstaklinga er að ræða í öllum tilfellum. Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður birtir færslu á Facebook-síðu sinni í dag sem vakið hefur mikla athygli en þar segir hann að fimm einstaklingar hafi látið lífið vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári. Framkvæmdastjóri lækninga og forstjóri Sjúkrahússins að Vogi segir að stjórnvöld verði að átta sig á vandanum sem sé vaxandi. „Við erum bara slegin yfir tölunum sem hafa komið fram síðustu tvö ár hjá okkur,“ segir Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins að Vogi. Valgerður segir að frá árinu 2016 fjölgun sé í hópi ungra fíkla en þar á undan fari þeim verið fækkandi frá árinu 2000. Í þessum yngsta hópi séu neytendur í blandaðri neyslu, þar sem kannabis og örvandi efni, eins og amfetamín og rítalín, MDMA og kókaín eru áberandi en misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja hefur aukist einnig. Nýverið var tilkynnt að starfsemi SÁÁ á Akureyri yrði hætt vegna hagræðingar en Valgerður bindur vonir um að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir sýni málefninu meiri skilning.Þurfið þið alltaf að vera finna upp hjólið í rekstrinum þegar ný ríkisstjórn tekur við? „Það er svolítið svoleiðis. Það hefur alla tíð verið mikil þörf og ég tala nú ekki um eftir hrun þegar það var dregið saman og við þrengdum að öllu hjá okkur,“ segir Valgerður. Valgerður segir að alltaf sé von um að skilningur sé hjá stjórnvöldum mikilvægi starfseminnar og rekstur hennar sé tryggður en að sannleikurinn sé sá að hið opinbera greiðir fyrir 1500 innlagnir á Vogi á hverju ári en að meðferðarstofnunin taki á móti 2200 einstaklingum og ef fram sem horfir stefni í óefni. „Það hafa aldrei jafn margir verið að bíða eftir að koma inn til okkar og það er skelfilegt,“ segir Valgerður. Hið opinbera þarf að huga betur að forvörnum til að stemma stigum við þá þróun sem virðist vera eiga sér stað og beina þarf að ungu fólki.Forvarnir í grunnskólum eru þær ekki að skila sér? „Hvaða forvarnir? Ég held að það sé of mikið lagt á skólanna og jafnvel foreldrafélög eða þá sem að starfa svona nálægt skólum. Ég held að það sé alls ekki nógu mikil athygli á því og þar er örugglega hægt að gera betur,“ segir Valgerður. Lögreglumál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir hafa látist, það sem af er ári hér á landi vegna ofneyslu fíkniefna eða lyfseðilsskyldra lyfja. Fimmta tilfellið er til rannsóknar en krufning á eftir að leiða dánarorsök í ljós. Um unga einstaklinga er að ræða í öllum tilfellum. Birgir Örn Guðjónsson, lögreglumaður birtir færslu á Facebook-síðu sinni í dag sem vakið hefur mikla athygli en þar segir hann að fimm einstaklingar hafi látið lífið vegna ofneyslu fíkniefna það sem af er ári. Framkvæmdastjóri lækninga og forstjóri Sjúkrahússins að Vogi segir að stjórnvöld verði að átta sig á vandanum sem sé vaxandi. „Við erum bara slegin yfir tölunum sem hafa komið fram síðustu tvö ár hjá okkur,“ segir Valgerður Á. Rúnarsdóttir, forstjóri Sjúkrahússins að Vogi. Valgerður segir að frá árinu 2016 fjölgun sé í hópi ungra fíkla en þar á undan fari þeim verið fækkandi frá árinu 2000. Í þessum yngsta hópi séu neytendur í blandaðri neyslu, þar sem kannabis og örvandi efni, eins og amfetamín og rítalín, MDMA og kókaín eru áberandi en misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja hefur aukist einnig. Nýverið var tilkynnt að starfsemi SÁÁ á Akureyri yrði hætt vegna hagræðingar en Valgerður bindur vonir um að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttir sýni málefninu meiri skilning.Þurfið þið alltaf að vera finna upp hjólið í rekstrinum þegar ný ríkisstjórn tekur við? „Það er svolítið svoleiðis. Það hefur alla tíð verið mikil þörf og ég tala nú ekki um eftir hrun þegar það var dregið saman og við þrengdum að öllu hjá okkur,“ segir Valgerður. Valgerður segir að alltaf sé von um að skilningur sé hjá stjórnvöldum mikilvægi starfseminnar og rekstur hennar sé tryggður en að sannleikurinn sé sá að hið opinbera greiðir fyrir 1500 innlagnir á Vogi á hverju ári en að meðferðarstofnunin taki á móti 2200 einstaklingum og ef fram sem horfir stefni í óefni. „Það hafa aldrei jafn margir verið að bíða eftir að koma inn til okkar og það er skelfilegt,“ segir Valgerður. Hið opinbera þarf að huga betur að forvörnum til að stemma stigum við þá þróun sem virðist vera eiga sér stað og beina þarf að ungu fólki.Forvarnir í grunnskólum eru þær ekki að skila sér? „Hvaða forvarnir? Ég held að það sé of mikið lagt á skólanna og jafnvel foreldrafélög eða þá sem að starfa svona nálægt skólum. Ég held að það sé alls ekki nógu mikil athygli á því og þar er örugglega hægt að gera betur,“ segir Valgerður.
Lögreglumál Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira