Aukið flug kallar á uppbyggingu Akureyrarflugvallar Sveinn Arnarsson skrifar 27. janúar 2018 07:00 Að mati Sigurðar Inga þarf að leggja fé í flugvelli á landinu. Nefnd á vegum ráðuneytisins kortleggur nú innanlandsflugið. Vísir/Vilhelm Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar skorar á stjórnvöld að bregðast við þeim aðstæðum sem komnar eru upp hvað varðar innanlandsflug og stöðu flugvalla á Íslandi. Stórefla þarf alla innviði flugsamgangna. Uppsöfnuð viðhaldsþörf annarra flugvalla og lendingarstaða en Keflavíkurflugvallar nemur tveimur 2 til þremur milljörðum króna Í byrjun janúar hóf bresk ferðaskrifstofa að fljúga til Akureyrar og eru 14 flugvélar áætlaðar til Akureyrar fram í miðjan marsmánuð. Mikið hefur verið rætt um mikilvægi þess að dreifa ferðamönnum um landið sem og að lengja tímabil ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Tvisvar hefur það gerst að vélarnar hafa þurft að hverfa frá Akureyrarflugvelli og lenda í Keflavík.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra.vísir/valli„Öruggar samgöngur, hvort heldur sem er á landi eða í lofti, skipta miklu máli þegar kemur að því að dreifa ferðamönnum betur um landið okkar. Á það sérstaklega við yfir vetrarmánuðina þegar ferðaþjónusta á landsbyggðinni á undir högg að sækja,“ segir í ályktun stjórnar SAF. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir Isavia hafa haft þá stefnu að stækka Keflavíkurflugvöll á meðan stefnuna hafi skort í uppbyggingu annarra flugvalla. „Já, ég vil halda því fram að það hafi skort stefnu,“ segir Sigurður Ingi. SAF segir í ályktun sinni að mikilvægt sé að ráðast í að stækka flughlað og flugstöðina á Akureyri til að hægt sé að sinna millilandaflugi og þjónusta flugfarþega með viðunandi hætti. Sigurður Ingi tekur í sama streng. „Sóknarfærin sem felast í því að opna fleiri hlið inn í landið eins og nú er að gerast kalla á uppbyggingu á Akureyri alveg eins og eftirspurnin í Keflavík kallaði á uppbyggingu þar. Þetta er það sem við erum að kortleggja,“ bætir Sigurður Ingi við. Að mati samgönguráðherra er uppsöfnuð viðhaldsþörf mikil. „Samgöngur í heild sinni, og þá sérstaklega vegina og flugið, hefur skort fjármagn í mörg ár. Við höfum aukið þetta síðastliðin tvö ár en uppsöfnuð þörf er orðin nokkuð mikil.“ Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira
Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar skorar á stjórnvöld að bregðast við þeim aðstæðum sem komnar eru upp hvað varðar innanlandsflug og stöðu flugvalla á Íslandi. Stórefla þarf alla innviði flugsamgangna. Uppsöfnuð viðhaldsþörf annarra flugvalla og lendingarstaða en Keflavíkurflugvallar nemur tveimur 2 til þremur milljörðum króna Í byrjun janúar hóf bresk ferðaskrifstofa að fljúga til Akureyrar og eru 14 flugvélar áætlaðar til Akureyrar fram í miðjan marsmánuð. Mikið hefur verið rætt um mikilvægi þess að dreifa ferðamönnum um landið sem og að lengja tímabil ferðaþjónustunnar á landsbyggðinni. Tvisvar hefur það gerst að vélarnar hafa þurft að hverfa frá Akureyrarflugvelli og lenda í Keflavík.Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra.vísir/valli„Öruggar samgöngur, hvort heldur sem er á landi eða í lofti, skipta miklu máli þegar kemur að því að dreifa ferðamönnum betur um landið okkar. Á það sérstaklega við yfir vetrarmánuðina þegar ferðaþjónusta á landsbyggðinni á undir högg að sækja,“ segir í ályktun stjórnar SAF. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir Isavia hafa haft þá stefnu að stækka Keflavíkurflugvöll á meðan stefnuna hafi skort í uppbyggingu annarra flugvalla. „Já, ég vil halda því fram að það hafi skort stefnu,“ segir Sigurður Ingi. SAF segir í ályktun sinni að mikilvægt sé að ráðast í að stækka flughlað og flugstöðina á Akureyri til að hægt sé að sinna millilandaflugi og þjónusta flugfarþega með viðunandi hætti. Sigurður Ingi tekur í sama streng. „Sóknarfærin sem felast í því að opna fleiri hlið inn í landið eins og nú er að gerast kalla á uppbyggingu á Akureyri alveg eins og eftirspurnin í Keflavík kallaði á uppbyggingu þar. Þetta er það sem við erum að kortleggja,“ bætir Sigurður Ingi við. Að mati samgönguráðherra er uppsöfnuð viðhaldsþörf mikil. „Samgöngur í heild sinni, og þá sérstaklega vegina og flugið, hefur skort fjármagn í mörg ár. Við höfum aukið þetta síðastliðin tvö ár en uppsöfnuð þörf er orðin nokkuð mikil.“
Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Innlent „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Innlent Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Innlent Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Erlent Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Innlent Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Erlent Fleiri fréttir Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Sjá meira