Stjörnurnar minnast „Mini Me“ 22. apríl 2018 11:20 Verne Troyer var best þekktur fyrir að leika Mini-Me í Austin Powers myndunum. Vísir/Getty Leikarinn Verne Troyer sem var best þekktur fyrir að leika klón Dr. Evil í Austin Powers-myndunum sem Dr. Evil kallaði Mini-Me lést í gær og hafa fjölmargar stjörnur minnst hans eftir að fregnir bárust af fráfalli hans. Troyer var fæddur árið 1968. Leikarinn Mike Myers sem fór með hlutverk Austin Powers í fyrrnefndum myndum sagði í viðtali við Deadline að hann vonist til þess að Troyer sé á betri stað og að hans verði sárlega saknað. „Verne var hinn algjör fagmaður og leiðarljós jákvæðninnar fyrir okkur sem fengum þess heiðurs aðnjótandi að vinna með honum,“ sagði Mike Myers. Troyer á tæplega sextíu hlutverk að baki á sínum ferli en hann hafði starfað sem leikari í nokkur ár áður en hann landaði hlutverki Mini-Me í annarri myndinni um spæjarann Austin Powers sem nefndist The Spy Who Shagged Me. Leikarinn Dean Cain sem þektkastur er fyrir að leika Superman sagði á Twitter aðgangi sínum að Troyer hafi lifað „stóru lífi“.RIP #Vernetroyer @VerneTroyer You lived a big life, my friend. pic.twitter.com/STPzAn0VM6— Dean Cain (@RealDeanCain) April 21, 2018 Hjólabrettagoðsögnin og Íslandsvinurinn Tony Hawk þakkaði Troyer fyrir allan hláturinn, gjafmildina og stuðninginn. „Ég mun alltaf vera mikill aðdáandi,“ sagði Hawk á Twitter.Thanks for all the laughs, generosity and heartfelt support, @VerneTroyer; I will always be a big fan, and it was a huge honor when you bought my used shoes and skateboard at our @THF auction. pic.twitter.com/hv1F2LLpjd— Tony Hawk (@tonyhawk) April 21, 2018 Rapparinn Ludacris tjáði sig einnig um fráfall Troyer en Troyer lék í myndbandinu við lagið „Number One Spot“. Í myndbandinu bregður Ludacris sér í gervi ýmissa persóna úr Austin Powers myndunum. Myndbandið fræga má sjá hér að neðan. R.I.P. Verne Troyer aka Mini Me. You made it to that #1 Spot Glad we got to make history together. #goontosoon #love A post shared by @ ludacris on Apr 21, 2018 at 2:21pm PDT Troyer var haldinn genagalla sem kallaður er achondroplasia, eða dvergvöxtur eins og það kallast á íslensku, en hann var aðeins 81 sentímetri á hæð. Achondroplasia einkennist af afar stuttum útlimum og of kúptu enni, en bolur er eðlilegur. Tengdar fréttir Sá sem lék Mini-Me í Austin Powers-myndunum lést í dag Tilkynning hefur borist frá fjölskyldu hans. 21. apríl 2018 20:28 Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið Fleiri fréttir Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Sjá meira
Leikarinn Verne Troyer sem var best þekktur fyrir að leika klón Dr. Evil í Austin Powers-myndunum sem Dr. Evil kallaði Mini-Me lést í gær og hafa fjölmargar stjörnur minnst hans eftir að fregnir bárust af fráfalli hans. Troyer var fæddur árið 1968. Leikarinn Mike Myers sem fór með hlutverk Austin Powers í fyrrnefndum myndum sagði í viðtali við Deadline að hann vonist til þess að Troyer sé á betri stað og að hans verði sárlega saknað. „Verne var hinn algjör fagmaður og leiðarljós jákvæðninnar fyrir okkur sem fengum þess heiðurs aðnjótandi að vinna með honum,“ sagði Mike Myers. Troyer á tæplega sextíu hlutverk að baki á sínum ferli en hann hafði starfað sem leikari í nokkur ár áður en hann landaði hlutverki Mini-Me í annarri myndinni um spæjarann Austin Powers sem nefndist The Spy Who Shagged Me. Leikarinn Dean Cain sem þektkastur er fyrir að leika Superman sagði á Twitter aðgangi sínum að Troyer hafi lifað „stóru lífi“.RIP #Vernetroyer @VerneTroyer You lived a big life, my friend. pic.twitter.com/STPzAn0VM6— Dean Cain (@RealDeanCain) April 21, 2018 Hjólabrettagoðsögnin og Íslandsvinurinn Tony Hawk þakkaði Troyer fyrir allan hláturinn, gjafmildina og stuðninginn. „Ég mun alltaf vera mikill aðdáandi,“ sagði Hawk á Twitter.Thanks for all the laughs, generosity and heartfelt support, @VerneTroyer; I will always be a big fan, and it was a huge honor when you bought my used shoes and skateboard at our @THF auction. pic.twitter.com/hv1F2LLpjd— Tony Hawk (@tonyhawk) April 21, 2018 Rapparinn Ludacris tjáði sig einnig um fráfall Troyer en Troyer lék í myndbandinu við lagið „Number One Spot“. Í myndbandinu bregður Ludacris sér í gervi ýmissa persóna úr Austin Powers myndunum. Myndbandið fræga má sjá hér að neðan. R.I.P. Verne Troyer aka Mini Me. You made it to that #1 Spot Glad we got to make history together. #goontosoon #love A post shared by @ ludacris on Apr 21, 2018 at 2:21pm PDT Troyer var haldinn genagalla sem kallaður er achondroplasia, eða dvergvöxtur eins og það kallast á íslensku, en hann var aðeins 81 sentímetri á hæð. Achondroplasia einkennist af afar stuttum útlimum og of kúptu enni, en bolur er eðlilegur.
Tengdar fréttir Sá sem lék Mini-Me í Austin Powers-myndunum lést í dag Tilkynning hefur borist frá fjölskyldu hans. 21. apríl 2018 20:28 Mest lesið Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Lífið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Lífið „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið Fleiri fréttir Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Sjá meira
Sá sem lék Mini-Me í Austin Powers-myndunum lést í dag Tilkynning hefur borist frá fjölskyldu hans. 21. apríl 2018 20:28