Stjörnurnar minnast „Mini Me“ 22. apríl 2018 11:20 Verne Troyer var best þekktur fyrir að leika Mini-Me í Austin Powers myndunum. Vísir/Getty Leikarinn Verne Troyer sem var best þekktur fyrir að leika klón Dr. Evil í Austin Powers-myndunum sem Dr. Evil kallaði Mini-Me lést í gær og hafa fjölmargar stjörnur minnst hans eftir að fregnir bárust af fráfalli hans. Troyer var fæddur árið 1968. Leikarinn Mike Myers sem fór með hlutverk Austin Powers í fyrrnefndum myndum sagði í viðtali við Deadline að hann vonist til þess að Troyer sé á betri stað og að hans verði sárlega saknað. „Verne var hinn algjör fagmaður og leiðarljós jákvæðninnar fyrir okkur sem fengum þess heiðurs aðnjótandi að vinna með honum,“ sagði Mike Myers. Troyer á tæplega sextíu hlutverk að baki á sínum ferli en hann hafði starfað sem leikari í nokkur ár áður en hann landaði hlutverki Mini-Me í annarri myndinni um spæjarann Austin Powers sem nefndist The Spy Who Shagged Me. Leikarinn Dean Cain sem þektkastur er fyrir að leika Superman sagði á Twitter aðgangi sínum að Troyer hafi lifað „stóru lífi“.RIP #Vernetroyer @VerneTroyer You lived a big life, my friend. pic.twitter.com/STPzAn0VM6— Dean Cain (@RealDeanCain) April 21, 2018 Hjólabrettagoðsögnin og Íslandsvinurinn Tony Hawk þakkaði Troyer fyrir allan hláturinn, gjafmildina og stuðninginn. „Ég mun alltaf vera mikill aðdáandi,“ sagði Hawk á Twitter.Thanks for all the laughs, generosity and heartfelt support, @VerneTroyer; I will always be a big fan, and it was a huge honor when you bought my used shoes and skateboard at our @THF auction. pic.twitter.com/hv1F2LLpjd— Tony Hawk (@tonyhawk) April 21, 2018 Rapparinn Ludacris tjáði sig einnig um fráfall Troyer en Troyer lék í myndbandinu við lagið „Number One Spot“. Í myndbandinu bregður Ludacris sér í gervi ýmissa persóna úr Austin Powers myndunum. Myndbandið fræga má sjá hér að neðan. R.I.P. Verne Troyer aka Mini Me. You made it to that #1 Spot Glad we got to make history together. #goontosoon #love A post shared by @ ludacris on Apr 21, 2018 at 2:21pm PDT Troyer var haldinn genagalla sem kallaður er achondroplasia, eða dvergvöxtur eins og það kallast á íslensku, en hann var aðeins 81 sentímetri á hæð. Achondroplasia einkennist af afar stuttum útlimum og of kúptu enni, en bolur er eðlilegur. Tengdar fréttir Sá sem lék Mini-Me í Austin Powers-myndunum lést í dag Tilkynning hefur borist frá fjölskyldu hans. 21. apríl 2018 20:28 Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
Leikarinn Verne Troyer sem var best þekktur fyrir að leika klón Dr. Evil í Austin Powers-myndunum sem Dr. Evil kallaði Mini-Me lést í gær og hafa fjölmargar stjörnur minnst hans eftir að fregnir bárust af fráfalli hans. Troyer var fæddur árið 1968. Leikarinn Mike Myers sem fór með hlutverk Austin Powers í fyrrnefndum myndum sagði í viðtali við Deadline að hann vonist til þess að Troyer sé á betri stað og að hans verði sárlega saknað. „Verne var hinn algjör fagmaður og leiðarljós jákvæðninnar fyrir okkur sem fengum þess heiðurs aðnjótandi að vinna með honum,“ sagði Mike Myers. Troyer á tæplega sextíu hlutverk að baki á sínum ferli en hann hafði starfað sem leikari í nokkur ár áður en hann landaði hlutverki Mini-Me í annarri myndinni um spæjarann Austin Powers sem nefndist The Spy Who Shagged Me. Leikarinn Dean Cain sem þektkastur er fyrir að leika Superman sagði á Twitter aðgangi sínum að Troyer hafi lifað „stóru lífi“.RIP #Vernetroyer @VerneTroyer You lived a big life, my friend. pic.twitter.com/STPzAn0VM6— Dean Cain (@RealDeanCain) April 21, 2018 Hjólabrettagoðsögnin og Íslandsvinurinn Tony Hawk þakkaði Troyer fyrir allan hláturinn, gjafmildina og stuðninginn. „Ég mun alltaf vera mikill aðdáandi,“ sagði Hawk á Twitter.Thanks for all the laughs, generosity and heartfelt support, @VerneTroyer; I will always be a big fan, and it was a huge honor when you bought my used shoes and skateboard at our @THF auction. pic.twitter.com/hv1F2LLpjd— Tony Hawk (@tonyhawk) April 21, 2018 Rapparinn Ludacris tjáði sig einnig um fráfall Troyer en Troyer lék í myndbandinu við lagið „Number One Spot“. Í myndbandinu bregður Ludacris sér í gervi ýmissa persóna úr Austin Powers myndunum. Myndbandið fræga má sjá hér að neðan. R.I.P. Verne Troyer aka Mini Me. You made it to that #1 Spot Glad we got to make history together. #goontosoon #love A post shared by @ ludacris on Apr 21, 2018 at 2:21pm PDT Troyer var haldinn genagalla sem kallaður er achondroplasia, eða dvergvöxtur eins og það kallast á íslensku, en hann var aðeins 81 sentímetri á hæð. Achondroplasia einkennist af afar stuttum útlimum og of kúptu enni, en bolur er eðlilegur.
Tengdar fréttir Sá sem lék Mini-Me í Austin Powers-myndunum lést í dag Tilkynning hefur borist frá fjölskyldu hans. 21. apríl 2018 20:28 Mest lesið „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Lífið „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Menning Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Lífið Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Lífið Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Lífið Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki Menning Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Lífið Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar Lífið Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Lífið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Fleiri fréttir Opnar sig í fyrsta sinn: Kyssti yfirmanninn í fyrsta sinn þetta kvöld Sex hundruð ára kastali Björns í Frakklandi svo gott sem klár Fyrirsát að Valgerði, Stund Pírata og meint alzheimer Þráins Bertelssonar „Það jafnar sig enginn eftir svona og við munum aldrei gera það“ Ungir sjálfstæðismenn gefa út vandræðalegt fjölskyldudagatal Keough sögð líffræðileg móðir Benjamin Travolta Rússland aftur í Eurovision - undirskriftasöfnun Óskarsverðlaununum streymt á Youtube Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Sjá meira
Sá sem lék Mini-Me í Austin Powers-myndunum lést í dag Tilkynning hefur borist frá fjölskyldu hans. 21. apríl 2018 20:28