Femínismi að eyðileggja alla kímnigáfu og tjáningarfrelsi að mati Brynjars Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. október 2018 15:34 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Fréttablaðið/Anton Brink Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir femínisma ekki aðeins eyða allri kímnigáfu þjóðarinnar heldur einnig tjáningarfrelsinu. Í hinni pólitísku rétthugsun virki tjáningar- og skoðanafrelsi aðeins í eina átt. Svo segir í pistli Brynjars á Facebook í dag en tilefnið er nýleg brottvikning Kristins Sigurjónssonar úr stöðu lektors hjá Háskólanum í Reykjavík. Tilefni brottvikningarinnar voru ummæli Kristins í hópi á Facebook þar sem hann sagði konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinni. Konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Lagði hann til aðgreiningu á vinnumarkaði í líkingu við Hjallastefnuna því karlar ættu á hættu að fá yfir sig ásakanir um kynferðislega áreitni. Bjarni Már Magnússon, lektor við HR, er meðal þeirra sem hefur líst því yfir að uppsögnin hafi verið réttmæt. „Ef háskólakennari hefur lýst yfir skoðunum (jafnvel ítrekað) sem hugsanlega má flokka sem hatursorðræðu í garð kvenna setur það ungar konur sem stunda nám í erfiða stöðu, enda eiga nemendur töluvert undir kennurum sínum,“ sagði Bjarni Már meðal annars í pistli á Facebook. Brynjar hefur ýmislegt við stöðuna að athuga. „Doktor í lögfræði sér ekkert athugavert við að lektor sé rekinn fyrirvaralaust úr starfi fyrir að tala niður til kvenna á lokaðri fésbókarsíðu. Konur eiga ekki að þurfa að sitja í tíma eða taka próf hjá slíkum mönnum. Stundum held ég að því lengur sem menn eru í námi því meira eru þeir úti á þekju. Annar sérfræðingur að sunnan, vinkona mín, Helga Vala Helgadóttir, er sama sinnis,“ segir Brynjar. Þau Brynjar og Helga tókust á í Bítinu á Bylgjunni í vikunni og voru sammála um að þau væru eiginlega alltaf ósammála. „Með sömu rökum getum við karlarnir ekki setið í tíma í kynjafræðum sem ganga beinlínis út á að við höfum alla tíð kúgað konur, andlega og líkamlega og gerum enn. Við sjálfstæðismenn eigum ekki að þurfa að vera í tíma hjá Stefáni Ólafssyni og kommarnir ekki hjá Hannesi Hólmsteini. Held að það sé rétt að reka þá báða strax og jafnvel velflesta kennara í félagsvísindadeild.“ Brynjar hefur ekki legið á skoðunum sínum varðandi pólitískan rétttrúnað og femínisma undanfarin misseri. „Þessi blessaði femínismi er ekki bara að eyða allri kímnigáfu þjóðarinnar heldur einnig tjáningarfrelsinu. Í hinni pólitísku rétthugsun virkar tjáningar-og skoðanafrelsi bara í eina átt. Ég mun kannski leggja til við endurskoðun stjórnarskrárinnar að tjáningarfrelsisákvæðið verði aflagt og Rannsóknarstofnun í kynjafræðum verði falið að úrskurða hvað megi segja og ákveði refsingar brjóti menn af sér.“ Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir femínisma ekki aðeins eyða allri kímnigáfu þjóðarinnar heldur einnig tjáningarfrelsinu. Í hinni pólitísku rétthugsun virki tjáningar- og skoðanafrelsi aðeins í eina átt. Svo segir í pistli Brynjars á Facebook í dag en tilefnið er nýleg brottvikning Kristins Sigurjónssonar úr stöðu lektors hjá Háskólanum í Reykjavík. Tilefni brottvikningarinnar voru ummæli Kristins í hópi á Facebook þar sem hann sagði konur troða sér inn á vinnustaði þar sem karlmenn vinni. Konur eyðilegðu vinnustaðina því karlmenn eigi að „tala, hugsa og hegða sér eins og kerlingar, allt annað er áreiti“. Lagði hann til aðgreiningu á vinnumarkaði í líkingu við Hjallastefnuna því karlar ættu á hættu að fá yfir sig ásakanir um kynferðislega áreitni. Bjarni Már Magnússon, lektor við HR, er meðal þeirra sem hefur líst því yfir að uppsögnin hafi verið réttmæt. „Ef háskólakennari hefur lýst yfir skoðunum (jafnvel ítrekað) sem hugsanlega má flokka sem hatursorðræðu í garð kvenna setur það ungar konur sem stunda nám í erfiða stöðu, enda eiga nemendur töluvert undir kennurum sínum,“ sagði Bjarni Már meðal annars í pistli á Facebook. Brynjar hefur ýmislegt við stöðuna að athuga. „Doktor í lögfræði sér ekkert athugavert við að lektor sé rekinn fyrirvaralaust úr starfi fyrir að tala niður til kvenna á lokaðri fésbókarsíðu. Konur eiga ekki að þurfa að sitja í tíma eða taka próf hjá slíkum mönnum. Stundum held ég að því lengur sem menn eru í námi því meira eru þeir úti á þekju. Annar sérfræðingur að sunnan, vinkona mín, Helga Vala Helgadóttir, er sama sinnis,“ segir Brynjar. Þau Brynjar og Helga tókust á í Bítinu á Bylgjunni í vikunni og voru sammála um að þau væru eiginlega alltaf ósammála. „Með sömu rökum getum við karlarnir ekki setið í tíma í kynjafræðum sem ganga beinlínis út á að við höfum alla tíð kúgað konur, andlega og líkamlega og gerum enn. Við sjálfstæðismenn eigum ekki að þurfa að vera í tíma hjá Stefáni Ólafssyni og kommarnir ekki hjá Hannesi Hólmsteini. Held að það sé rétt að reka þá báða strax og jafnvel velflesta kennara í félagsvísindadeild.“ Brynjar hefur ekki legið á skoðunum sínum varðandi pólitískan rétttrúnað og femínisma undanfarin misseri. „Þessi blessaði femínismi er ekki bara að eyða allri kímnigáfu þjóðarinnar heldur einnig tjáningarfrelsinu. Í hinni pólitísku rétthugsun virkar tjáningar-og skoðanafrelsi bara í eina átt. Ég mun kannski leggja til við endurskoðun stjórnarskrárinnar að tjáningarfrelsisákvæðið verði aflagt og Rannsóknarstofnun í kynjafræðum verði falið að úrskurða hvað megi segja og ákveði refsingar brjóti menn af sér.“
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga Sjá meira