Fleiri konur út af vinnumarkaði í ár Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 9. desember 2018 20:00 Einn af hverjum fimm sem leitar til heimilislæknis gerir það vegna andlegrar vanlíðunar eða kulnunar í starfi. Einn stærsti hópurinn sem sækir um í sjúkrasjóði VR vegna geðraskana eru konur á aldrinum 35 til 44 ára, en á einu ári hefur fjöldi umsókna aukist um tæp 50 prósent. Upp undir tvö prósent allra kvenna sem eru félagsmenn í VR, á aldrinum 35 - 44 ára, fá greiðslur úr sjúkrasjóði vegna geðrasakanna og er það stærsti einstaki hópurinn sem sækir í þá aðstoð. Þar á eftir eru konur á aldrinum 45-54 en með hækkandi aldri fækka umsóknum vegna andlegs vanda og eru aðeins 0,6 prósent kvenna 55 ára og eldri á sjúkrasjóði. Þriðji stærsti hópurinn eru karlmenn á aldrinum 35-44 ára en töluverð aukning var á umsókn frá þeim fyrstu 10 mánuði þessa árs. Ef tölur eru bornar saman við árið 2017 er aukningin 63 prósent. Frá og með árinu 2010 hefur hlutfall kvenna, á aldrinum 35 til 44, aukist umtalsvert á meðan hinir hóparnir hafa staðið frammi fyrir mun minni aukningu. Margrét Ólafía Tómasdóttir, heimilislæknir, segir þetta að einhverju leyti vera vegna aukinnar streitu í samfélaginu. „Það er aukin streita í samfélaginu og meðal annars vegna þess samanburðar samfélags sem við lifum í núna. Fólk er stöðugt að reyna að bæta sig og standa sig sem best bæði í vinnu, heima, einkalífinu, félagslífinu og í ræktinni og alls staðar er stöðug keppni. Hvergi ráðrúm til að slaka á eða standa sig bara í meðallagi, þaðþarf alltaf að toppa alla hina,“ segir hún. Hún segir samfélagsmiðla spila stóran sess þarna inni í. Samanburðurinn fer mikið fram þar, jafn mikið hjá fullorðnum og unglingum. Mikilvægt sé að grípa snemma inn í til þess að fólk verði ekki fjarverandi af vinnumarkaði of lengi. „Fólk er opnar með að tala um andlega vandamál heldur en það var fyrir tuttugu til þrjátíu árum síðan. Þó að fordómarnir í samfélaginu séu enn miklir þá hafa þeir minnkað. Fólk er tilbúnara til þess að opna áþessi einkenni sín og gera eitthvaðí sínum málum. Í staðþess að keyra allt á hnefanum eins og er dálítið klassískt fyrir Íslendingar,“ segir hún. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Sjá meira
Einn af hverjum fimm sem leitar til heimilislæknis gerir það vegna andlegrar vanlíðunar eða kulnunar í starfi. Einn stærsti hópurinn sem sækir um í sjúkrasjóði VR vegna geðraskana eru konur á aldrinum 35 til 44 ára, en á einu ári hefur fjöldi umsókna aukist um tæp 50 prósent. Upp undir tvö prósent allra kvenna sem eru félagsmenn í VR, á aldrinum 35 - 44 ára, fá greiðslur úr sjúkrasjóði vegna geðrasakanna og er það stærsti einstaki hópurinn sem sækir í þá aðstoð. Þar á eftir eru konur á aldrinum 45-54 en með hækkandi aldri fækka umsóknum vegna andlegs vanda og eru aðeins 0,6 prósent kvenna 55 ára og eldri á sjúkrasjóði. Þriðji stærsti hópurinn eru karlmenn á aldrinum 35-44 ára en töluverð aukning var á umsókn frá þeim fyrstu 10 mánuði þessa árs. Ef tölur eru bornar saman við árið 2017 er aukningin 63 prósent. Frá og með árinu 2010 hefur hlutfall kvenna, á aldrinum 35 til 44, aukist umtalsvert á meðan hinir hóparnir hafa staðið frammi fyrir mun minni aukningu. Margrét Ólafía Tómasdóttir, heimilislæknir, segir þetta að einhverju leyti vera vegna aukinnar streitu í samfélaginu. „Það er aukin streita í samfélaginu og meðal annars vegna þess samanburðar samfélags sem við lifum í núna. Fólk er stöðugt að reyna að bæta sig og standa sig sem best bæði í vinnu, heima, einkalífinu, félagslífinu og í ræktinni og alls staðar er stöðug keppni. Hvergi ráðrúm til að slaka á eða standa sig bara í meðallagi, þaðþarf alltaf að toppa alla hina,“ segir hún. Hún segir samfélagsmiðla spila stóran sess þarna inni í. Samanburðurinn fer mikið fram þar, jafn mikið hjá fullorðnum og unglingum. Mikilvægt sé að grípa snemma inn í til þess að fólk verði ekki fjarverandi af vinnumarkaði of lengi. „Fólk er opnar með að tala um andlega vandamál heldur en það var fyrir tuttugu til þrjátíu árum síðan. Þó að fordómarnir í samfélaginu séu enn miklir þá hafa þeir minnkað. Fólk er tilbúnara til þess að opna áþessi einkenni sín og gera eitthvaðí sínum málum. Í staðþess að keyra allt á hnefanum eins og er dálítið klassískt fyrir Íslendingar,“ segir hún.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Sjá meira