Minnast Bato sem gerði Ísland að betri stað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. janúar 2018 15:22 Fjölmargir Íslendingar minnast Bato á samfélagsmiðlum. Veitingamaðurinn Bato Miroslav Manojlovic sem stofnaði Austurlandahraðlestina á sínum tíma er látinn 51 árs að aldri. Bato varð bráðkvaddur á ferðalagi með vinkonu sinni og viðskiptafélaga Chandriku Gunnarsson fyrr í vikunni. Var veitingastöðum Hraðlestarinnar lokað í gær og í fyrradag vegna andlátsins. Bato flutti til Íslands árið 1993 þegar hann flúði stríðið í Júgóslavíu. Bato er að upplagi frá Bosníu og bjó í borginni Tuzla. Gunnar Helgason leikari var í skiptinámi í borginni á níunda áratugnum og bjó hjá fjölskyldu Bato. Eins árs aldursmunur er á Bato og Gunnari og tókst með þeim mikill vinskapur. Fór svo að Gunnar og fjölskylda hans endurgalt greiðan 1993 þegar Bato bjó hjá þeim framan af dvöl sinni á Íslandi.Vann sig fljótt upp Gunnar segir Bato hafa verið vinamargan og ótrúlega tengdan Íslandi miðað við að hafa ekki verið héðan að upplagi. Bato hafi kynnst hjónunum Chandriku og Gunnari Gunnarssyni og hóf Bato störf í uppvaskinu á Austur-Indíafélaginu. „Hann var fljótt orðinn þjónn, þau náðu svo vel saman. Smátt og smátt urðu þau viðskiptafélagar,“ segir Gunnar. Bato og Chandrika komu Hraðlestinni á fót sem selur indverskan mat á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Gunnar minnist þess þegar Bato kom til Íslands á miðjum þrítugsaldri á flótta undan stríðinu. Bato hafi starfað hjá Rauða krossinum í Tuzla. Borg sem hafi sloppið hvað best úr úr stríðinu. Einn daginn hafi Bato hringt og greint frá því að Serbar væru farnir að fara hús úr húsi að næturlagi, finna menn til að setja í herinn. Eftirnafn Bato var serbneskt. „Þá var hann orðinn ansi hræddur enda ekki maður stríðs.“Fann hamingjuna á Íslandi Fjölskylda Gunnars, með Helga föður hans í broddi fylkingar, hafi reynt að koma honum úr landi en illa hafi gengið. Flúði hann á endanum til Ítalíu en þaðan komst hann til Íslands og bjó hjá foreldrum Gunnars fyrst um sinn. „Hann var ekki hamingjusamur,“ segir Gunnar en það hafi reynst Bato erfitt að skilja vini og ættingja eftir í stríðinu. Í minningunni sé eins og Bato hafi ekki brosað fyrstu árin. Hann hafi haft stöðugt áhyggjur af fólkinu sínu. Svo hafi hann fundið hamingjuna hér á Íslandi.Fleiri Bato til Íslands„Hann var alltaf svo góður, kátur, yfirvegaður og rólegur,“ segir Gunnar. Bato hafi verið vinamargur, bæði átt góða íslenska vini en sömuleiðis marga frábæra vini frá fyrrverandi Júgóslavíu.„Bato er dæmi um mann frá stríðshrjáðu landi sem gerir Ísland að betri stað. Þess vegna er fáránlegt að við séum ekki að taka við fleira fólki frá Sýrlandi,“ segir Gunnar.„Ég vil fá fleiri Bato til Íslands.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðanaðarráðherra, minnist Bato sömuleiðis. Þau voru saman í skiptinámi í Boise í Idaho í Bandaríkjunum á níunda áratugnum. Leiðir þeirra lágu aftur saman á Íslandi. Gunnar segir að til standi að halda minningarathöfn um Bato hér á Íslandi. Andlát Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira
Veitingamaðurinn Bato Miroslav Manojlovic sem stofnaði Austurlandahraðlestina á sínum tíma er látinn 51 árs að aldri. Bato varð bráðkvaddur á ferðalagi með vinkonu sinni og viðskiptafélaga Chandriku Gunnarsson fyrr í vikunni. Var veitingastöðum Hraðlestarinnar lokað í gær og í fyrradag vegna andlátsins. Bato flutti til Íslands árið 1993 þegar hann flúði stríðið í Júgóslavíu. Bato er að upplagi frá Bosníu og bjó í borginni Tuzla. Gunnar Helgason leikari var í skiptinámi í borginni á níunda áratugnum og bjó hjá fjölskyldu Bato. Eins árs aldursmunur er á Bato og Gunnari og tókst með þeim mikill vinskapur. Fór svo að Gunnar og fjölskylda hans endurgalt greiðan 1993 þegar Bato bjó hjá þeim framan af dvöl sinni á Íslandi.Vann sig fljótt upp Gunnar segir Bato hafa verið vinamargan og ótrúlega tengdan Íslandi miðað við að hafa ekki verið héðan að upplagi. Bato hafi kynnst hjónunum Chandriku og Gunnari Gunnarssyni og hóf Bato störf í uppvaskinu á Austur-Indíafélaginu. „Hann var fljótt orðinn þjónn, þau náðu svo vel saman. Smátt og smátt urðu þau viðskiptafélagar,“ segir Gunnar. Bato og Chandrika komu Hraðlestinni á fót sem selur indverskan mat á þremur stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Gunnar minnist þess þegar Bato kom til Íslands á miðjum þrítugsaldri á flótta undan stríðinu. Bato hafi starfað hjá Rauða krossinum í Tuzla. Borg sem hafi sloppið hvað best úr úr stríðinu. Einn daginn hafi Bato hringt og greint frá því að Serbar væru farnir að fara hús úr húsi að næturlagi, finna menn til að setja í herinn. Eftirnafn Bato var serbneskt. „Þá var hann orðinn ansi hræddur enda ekki maður stríðs.“Fann hamingjuna á Íslandi Fjölskylda Gunnars, með Helga föður hans í broddi fylkingar, hafi reynt að koma honum úr landi en illa hafi gengið. Flúði hann á endanum til Ítalíu en þaðan komst hann til Íslands og bjó hjá foreldrum Gunnars fyrst um sinn. „Hann var ekki hamingjusamur,“ segir Gunnar en það hafi reynst Bato erfitt að skilja vini og ættingja eftir í stríðinu. Í minningunni sé eins og Bato hafi ekki brosað fyrstu árin. Hann hafi haft stöðugt áhyggjur af fólkinu sínu. Svo hafi hann fundið hamingjuna hér á Íslandi.Fleiri Bato til Íslands„Hann var alltaf svo góður, kátur, yfirvegaður og rólegur,“ segir Gunnar. Bato hafi verið vinamargur, bæði átt góða íslenska vini en sömuleiðis marga frábæra vini frá fyrrverandi Júgóslavíu.„Bato er dæmi um mann frá stríðshrjáðu landi sem gerir Ísland að betri stað. Þess vegna er fáránlegt að við séum ekki að taka við fleira fólki frá Sýrlandi,“ segir Gunnar.„Ég vil fá fleiri Bato til Íslands.“ Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrverandi iðanaðarráðherra, minnist Bato sömuleiðis. Þau voru saman í skiptinámi í Boise í Idaho í Bandaríkjunum á níunda áratugnum. Leiðir þeirra lágu aftur saman á Íslandi. Gunnar segir að til standi að halda minningarathöfn um Bato hér á Íslandi.
Andlát Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Sjá meira