Áslaug, Kristín og Unnur handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. janúar 2018 21:12 Unnur Jökulsdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Áslaug Jónsdóttir eru handhafar Íslensku bókmenntaverðlaunanna fyrir árið 2017. Vísir/Anton Brink Þær Áslaug Jónsdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Unnur Jökulsdóttir hlutu í kvöld Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2017. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. Kristín Eiríksdóttir hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsögu sína Elín, ýmislegt. Þá hlaut Áslaug Jónsdóttir verðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka, ásamt Rakel Helmsdal og Kalle Güettler, fyrir bókina Skrímsli í vanda. Unnur Jökulsdóttir bar svo sigur úr býtum í flokki fræðirita og bóka almenns efnis fyrir bókina Undur Mývatns: Um fugla, flugur, fiska og fólk.Þetta er í 29. sinn sem Íslensku bókmenntaverðlaunin eru haldin en það hefur aðeins einu sinni gerst áður að konur hljóti verðlaunin í öllum flokkum, eða árið 1994. Þá vekur athygli að Ingibjörg Haraldsdóttir, rithöfundur og móðir Kristínar Eiríksdóttir, hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2002 fyrir bók sína Hvar sem ég verð. Þær mæðgur eru því handhafar sömu verðlauna. Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Verðlaunaverkin voru valin af fjögurra manna lokadómnefnd en í desember á síðasta ári voru fimm bækur tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefndina skipuðu Helga Ferdinandsdóttir, Hulda Proppé, Sigurjón Kjartansson og Gísli Sigurðsson, sem gegndi stöðu formanns nefndarinnar.Eftirfarandi bækur voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna þann 1. desember síðastliðinn:Fræðirit og bækur almenns efnis:Karl Aspelund og Terry Gunnell, ritstjórarMálarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874Útgefandi: Þjóðminjasafn Íslands og Bókaútgáfan Opna Steinunn Kristjánsdóttir Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldirÚtgefandi: Sögufélag í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands Sumarliði R. Ísleifsson, ritstjóriLíftaug landsins: Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010Útgefandi: Skrudda Unnur Þóra JökulsdóttirUndur Mývatns: -um fugla, flugur, fiska og fólkÚtgefandi: Mál og menning Vilhelm VilhelmssonSjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öldÚtgefandi: SögufélagDómnefnd skipuðu:Hulda Proppé, formaður nefndar, Knútur Hafsteinsson og Þórunn Sigurðardóttir.Barna- og ungmennabækur:Áslaug Jónsdóttir, Rakel Hemsdal og Kalle GüettlerSkrímsli í vandaÚtgefandi: Mál og menning Elísa JóhannsdóttirEr ekki allt í lagi með þig?Útgefandi: Vaka-Helgafell Hjörleifur Hjartarson og Rán FlygenringFuglarÚtgefandi: Angústúra Kristín Helga GunnarsdóttirVertu ósýnilegur: Flóttasaga IshmaelsÚtgefandi: Mál og menning Ævar Þór BenediktssonÞitt eigið ævintýriÚtgefandi: Mál og menningDómnefnd skipuðu:Sigurjón Kjartansson, formaður nefndar, Hildigunnur Sverrisdóttir og Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir.Fagurbókmenntir: Bergþóra SnæbjörnsdóttirFlórídaÚtgefandi: Benedikt bókaútgáfa Jón Kalman StefánssonSaga ÁstuÚtgefandi: Benedikt bókaútgáfa Kristín EiríksdóttirElín, ýmislegtÚtgefandi: JPV útgáfa Kristín ÓmarsdóttirKóngulær í sýningargluggumÚtgefandi: JPV útgáfa Ragnar Helgi ÓlafssonHandbók um minni og gleymskuÚtgefandi: BjarturDómnefnd skipuðu:Helga Ferdinandsdóttir, formaður nefndar, Bergsteinn Sigurðsson og Steingrímur Þórðarson. Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Tengdar fréttir Handhafar gullmiðans annó 2017 Tilnefningar til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna liggja fyrir. 1. desember 2017 17:30 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Þær Áslaug Jónsdóttir, Kristín Eiríksdóttir og Unnur Jökulsdóttir hlutu í kvöld Íslensku bókmenntaverðlaunin fyrir árið 2017. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í kvöld. Kristín Eiríksdóttir hlaut verðlaunin í flokki fagurbókmennta fyrir skáldsögu sína Elín, ýmislegt. Þá hlaut Áslaug Jónsdóttir verðlaunin í flokki barna- og ungmennabóka, ásamt Rakel Helmsdal og Kalle Güettler, fyrir bókina Skrímsli í vanda. Unnur Jökulsdóttir bar svo sigur úr býtum í flokki fræðirita og bóka almenns efnis fyrir bókina Undur Mývatns: Um fugla, flugur, fiska og fólk.Þetta er í 29. sinn sem Íslensku bókmenntaverðlaunin eru haldin en það hefur aðeins einu sinni gerst áður að konur hljóti verðlaunin í öllum flokkum, eða árið 1994. Þá vekur athygli að Ingibjörg Haraldsdóttir, rithöfundur og móðir Kristínar Eiríksdóttir, hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2002 fyrir bók sína Hvar sem ég verð. Þær mæðgur eru því handhafar sömu verðlauna. Íslensku bókmenntaverðlaunin nema einni milljón króna fyrir hvert verðlaunaverk og eru kostuð af Félagi íslenskra bókaútgefenda. Verðlaunaverkin voru valin af fjögurra manna lokadómnefnd en í desember á síðasta ári voru fimm bækur tilnefndar í hverjum flokki. Lokadómnefndina skipuðu Helga Ferdinandsdóttir, Hulda Proppé, Sigurjón Kjartansson og Gísli Sigurðsson, sem gegndi stöðu formanns nefndarinnar.Eftirfarandi bækur voru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna þann 1. desember síðastliðinn:Fræðirit og bækur almenns efnis:Karl Aspelund og Terry Gunnell, ritstjórarMálarinn og menningarsköpun: Sigurður Guðmundsson og Kvöldfélagið 1858-1874Útgefandi: Þjóðminjasafn Íslands og Bókaútgáfan Opna Steinunn Kristjánsdóttir Leitin að klaustrunum: Klausturhald á Íslandi í fimm aldirÚtgefandi: Sögufélag í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands Sumarliði R. Ísleifsson, ritstjóriLíftaug landsins: Saga íslenskrar utanlandsverslunar 900-2010Útgefandi: Skrudda Unnur Þóra JökulsdóttirUndur Mývatns: -um fugla, flugur, fiska og fólkÚtgefandi: Mál og menning Vilhelm VilhelmssonSjálfstætt fólk: Vistarband og íslenskt samfélag á 19. öldÚtgefandi: SögufélagDómnefnd skipuðu:Hulda Proppé, formaður nefndar, Knútur Hafsteinsson og Þórunn Sigurðardóttir.Barna- og ungmennabækur:Áslaug Jónsdóttir, Rakel Hemsdal og Kalle GüettlerSkrímsli í vandaÚtgefandi: Mál og menning Elísa JóhannsdóttirEr ekki allt í lagi með þig?Útgefandi: Vaka-Helgafell Hjörleifur Hjartarson og Rán FlygenringFuglarÚtgefandi: Angústúra Kristín Helga GunnarsdóttirVertu ósýnilegur: Flóttasaga IshmaelsÚtgefandi: Mál og menning Ævar Þór BenediktssonÞitt eigið ævintýriÚtgefandi: Mál og menningDómnefnd skipuðu:Sigurjón Kjartansson, formaður nefndar, Hildigunnur Sverrisdóttir og Anna Þorbjörg Ingólfsdóttir.Fagurbókmenntir: Bergþóra SnæbjörnsdóttirFlórídaÚtgefandi: Benedikt bókaútgáfa Jón Kalman StefánssonSaga ÁstuÚtgefandi: Benedikt bókaútgáfa Kristín EiríksdóttirElín, ýmislegtÚtgefandi: JPV útgáfa Kristín ÓmarsdóttirKóngulær í sýningargluggumÚtgefandi: JPV útgáfa Ragnar Helgi ÓlafssonHandbók um minni og gleymskuÚtgefandi: BjarturDómnefnd skipuðu:Helga Ferdinandsdóttir, formaður nefndar, Bergsteinn Sigurðsson og Steingrímur Þórðarson.
Bókmenntir Íslensku bókmenntaverðlaunin Tengdar fréttir Handhafar gullmiðans annó 2017 Tilnefningar til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna liggja fyrir. 1. desember 2017 17:30 Mest lesið Galopnar sig og segist ætla að breyta hlutunum Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Tónlist „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Tónlist Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Menning Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Lífið Fleiri fréttir Markmiðið að græða ekkert og „helst tapa pening“ Heiður að fá að segja sögu kvennanna sem ruddu brautina „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ „Stefán er að hengja bakara fyrir að vera ekki smiður“ Sveppi, Ari Eldjárn og Valdimar minnast Róberts Arnar á tónleikum Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Norræni skálinn á heimssýningunni í Osaka hlaut gullverðlaun Fólk vilji ekki bara sjá þetta á Instagram Með Banksy í stofunni heima Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Innblástur frá handanheiminum Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Uppselt á fimmtíu sýningar á Línu Langsokk Óbeisluð rómantík á örlagaríku stefnumóti Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Sjá meira
Handhafar gullmiðans annó 2017 Tilnefningar til hinna Íslensku bókmenntaverðlauna liggja fyrir. 1. desember 2017 17:30