Verðhækkanir árangursríkasta vopnið gegn tóbaksneyslu Hersir Aron Ólafsson skrifar 8. apríl 2018 13:30 Viðar Jensson, hjá Embætti landlæknis. Vísir/Stefán Verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis segir verðstýringu lang öflugasta vopnið gegn notkun nef- og munntóbaks. Neyslan jókst hins vegar talsvert á fyrstu tveimur mánuðum ársins þrátt fyrir gríðarlegar verðhækkanir undanfarin misseri. Sagt var frá því á vef Kjarnans á föstudag að nef- og munntóbakssala Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins hefði aldrei verið meiri í byrjun árs en á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Er þetta byggt á mánaðarlegum sölutölum ÁTVR, en þar kemur fram að í janúar og febrúar 2018 hafa selst 6,2 tonn af slíku tóbaki miðað við 5,3 tonn í sömu mánuðum 2016, sem þó var metár. Viðar Jensson verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá embætti landlæknis segir tölurnar áhyggjuefni. Hann er hins vegar ekki í vafa um hvaða leið virki best til að varna tóbaksnotkun. „Virk verðstýring er árangursríkust. Það segja bara fræðin og slíku erum við líka skuldbundin til að framfylgja samkvæmt rammasamningi alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar,“ bendir Viðar á.Verðið margfaldast undanfarin ár Um áramótin 2016-2017 var verð á íslensku neftóbaki hækkað um 60 prósent á einu bretti. Kostaði ein dós út úr ÁTVR þá tæpar 2400 krónur í stað tæplega 1500 króna áður. Algengt smásöluverð í verslunum er nú yfir þrjú þúsund krónur, en það virðist ekki aftra metsölu. „Þetta eru að vísu bara tveir mánuðir sem þessar tölur ná yfir, en ungt fólk er viðkvæmast fyrir hækkunum á tóbaki,“ segir Viðar. Segir hann því að áframhaldandi verðhækkanir séu samkvæmt fræðunum taldar best til þess fallnar að halda yngri aldurshópum frá tóbaksbölinu. Hann ítrekar þó að ákvörðunarvald um hækkun tóbaksverðs liggi hjá stjórnvöldum, en ekki embætti landlæknis. Hins vegar er von á niðurstöðum könnunar á tóbaksnotkun í lok mánaðarins þar sem greindur er aldur, kyn og önnur atriði um neytendur tóbaks, til að kanna að hvaða hóp aðgerðir þurfi helst að beinast. Könnunin er sú þriðja frá 2012, en Viðar segir langstærstu neytendurna vera unga karlmenn á aldrinum 18-25 ára. Hann segir nýjar forvarnar- og hjálparleiðir í skoðun samhliða verðstýringunni. Reynt sé að nýta nýjustu tækni til að ná til yngri aldurshópa. „Við erum með í bígerð að hanna app sem miðar að því að hjálpa fólki að hætta að nota tóbak. Við sjáum að ungt fólk hringir mun minna í hjálparsíður og leitar sér aðstoðar.“ Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Sjá meira
Verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis segir verðstýringu lang öflugasta vopnið gegn notkun nef- og munntóbaks. Neyslan jókst hins vegar talsvert á fyrstu tveimur mánuðum ársins þrátt fyrir gríðarlegar verðhækkanir undanfarin misseri. Sagt var frá því á vef Kjarnans á föstudag að nef- og munntóbakssala Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins hefði aldrei verið meiri í byrjun árs en á fyrstu tveimur mánuðum ársins. Er þetta byggt á mánaðarlegum sölutölum ÁTVR, en þar kemur fram að í janúar og febrúar 2018 hafa selst 6,2 tonn af slíku tóbaki miðað við 5,3 tonn í sömu mánuðum 2016, sem þó var metár. Viðar Jensson verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá embætti landlæknis segir tölurnar áhyggjuefni. Hann er hins vegar ekki í vafa um hvaða leið virki best til að varna tóbaksnotkun. „Virk verðstýring er árangursríkust. Það segja bara fræðin og slíku erum við líka skuldbundin til að framfylgja samkvæmt rammasamningi alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar,“ bendir Viðar á.Verðið margfaldast undanfarin ár Um áramótin 2016-2017 var verð á íslensku neftóbaki hækkað um 60 prósent á einu bretti. Kostaði ein dós út úr ÁTVR þá tæpar 2400 krónur í stað tæplega 1500 króna áður. Algengt smásöluverð í verslunum er nú yfir þrjú þúsund krónur, en það virðist ekki aftra metsölu. „Þetta eru að vísu bara tveir mánuðir sem þessar tölur ná yfir, en ungt fólk er viðkvæmast fyrir hækkunum á tóbaki,“ segir Viðar. Segir hann því að áframhaldandi verðhækkanir séu samkvæmt fræðunum taldar best til þess fallnar að halda yngri aldurshópum frá tóbaksbölinu. Hann ítrekar þó að ákvörðunarvald um hækkun tóbaksverðs liggi hjá stjórnvöldum, en ekki embætti landlæknis. Hins vegar er von á niðurstöðum könnunar á tóbaksnotkun í lok mánaðarins þar sem greindur er aldur, kyn og önnur atriði um neytendur tóbaks, til að kanna að hvaða hóp aðgerðir þurfi helst að beinast. Könnunin er sú þriðja frá 2012, en Viðar segir langstærstu neytendurna vera unga karlmenn á aldrinum 18-25 ára. Hann segir nýjar forvarnar- og hjálparleiðir í skoðun samhliða verðstýringunni. Reynt sé að nýta nýjustu tækni til að ná til yngri aldurshópa. „Við erum með í bígerð að hanna app sem miðar að því að hjálpa fólki að hætta að nota tóbak. Við sjáum að ungt fólk hringir mun minna í hjálparsíður og leitar sér aðstoðar.“
Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Erlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Erlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Fleiri fréttir Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Sjá meira