Mynd að komast á framboðsmál flokkanna í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2018 13:42 Stjórnmálaflokkarnir í Reykjavík hafa margir ákveðið hvernig raðað verður á framboðslista þeirra fyrir borgarstjórnarkosningarnar hinn 27. maí. Vinstri græn ákváðu í gærkvöldi að forval fari fram um uppröðun á lista flokksins. Á félagsfundi Vinstri grænna í Reykjavík í gærkvöldi var ákveðið að halda forval hinn 24. febrúar fyrir kosningar til borgarstjórnar og verður kosið rafrænt um fulltrúa á listann. Framboðslistinn verður síðan lagður fram til samþykktar á félagsfundi í mars. Sjálfstæðismenn hafa boðað til leiðtogakjörs hinn 27. janúar þar sem fimm sækjast eftir því að leiða flokkinn í borginni. En stillt verður upp í önnur sæti en leiðtogasætið. Þá hefur Samfylkingin í Reykjavík ákveðið að flokksval fari fram hinn 10. febrúar um val á frambjóðendum í efstu sæti listans, en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gefur áfram kost á sér í fyrsta sætið. Kosið verður um allt að tíu sæti en kosning í fimm efstu sætin verður bindandi. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar mun Viðreisn bjóða fram í Reykjavík án samstarfs við aðra flokka. Annars staðar á höfuðborgarsvæðinu komi hins vegar til álita að bjóða fram í samstarfi við aðra flokka. En framboðsmál Viðreisnar munu liggja fyrir innan nokkurra vikna. Þá munu Píratar, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn einnig bjóða fram í Reykjavík en ekki liggur fyrir hvort Björt framtíð bíður fram en hún er nú í meirihlutasamstarfi í borginni. Breytingar verða á skipan borgarstjórnar við kosningarnar hinn 26. maí. Borgarfulltrúar hafa verið 15 frá árinu 1985 en þá var þeim fækkað úr tuttugu og einum. Nú verður borgarfulltrúum fjölgað á nýjan leik og verða þeir 23 frá og með næstu kosningum. Við það lækkar þröskuldurinn fyrir að koma fólki í borgarstjórn. Ekki hefur verið staðfest hvort Flokkur fólksins býður fram í borginni en í ljósi úrslita alþingiskosninganna í október verður það að teljast líklegt. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Stjórnmálaflokkarnir í Reykjavík hafa margir ákveðið hvernig raðað verður á framboðslista þeirra fyrir borgarstjórnarkosningarnar hinn 27. maí. Vinstri græn ákváðu í gærkvöldi að forval fari fram um uppröðun á lista flokksins. Á félagsfundi Vinstri grænna í Reykjavík í gærkvöldi var ákveðið að halda forval hinn 24. febrúar fyrir kosningar til borgarstjórnar og verður kosið rafrænt um fulltrúa á listann. Framboðslistinn verður síðan lagður fram til samþykktar á félagsfundi í mars. Sjálfstæðismenn hafa boðað til leiðtogakjörs hinn 27. janúar þar sem fimm sækjast eftir því að leiða flokkinn í borginni. En stillt verður upp í önnur sæti en leiðtogasætið. Þá hefur Samfylkingin í Reykjavík ákveðið að flokksval fari fram hinn 10. febrúar um val á frambjóðendum í efstu sæti listans, en Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gefur áfram kost á sér í fyrsta sætið. Kosið verður um allt að tíu sæti en kosning í fimm efstu sætin verður bindandi. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar mun Viðreisn bjóða fram í Reykjavík án samstarfs við aðra flokka. Annars staðar á höfuðborgarsvæðinu komi hins vegar til álita að bjóða fram í samstarfi við aðra flokka. En framboðsmál Viðreisnar munu liggja fyrir innan nokkurra vikna. Þá munu Píratar, Miðflokkurinn og Framsóknarflokkurinn einnig bjóða fram í Reykjavík en ekki liggur fyrir hvort Björt framtíð bíður fram en hún er nú í meirihlutasamstarfi í borginni. Breytingar verða á skipan borgarstjórnar við kosningarnar hinn 26. maí. Borgarfulltrúar hafa verið 15 frá árinu 1985 en þá var þeim fækkað úr tuttugu og einum. Nú verður borgarfulltrúum fjölgað á nýjan leik og verða þeir 23 frá og með næstu kosningum. Við það lækkar þröskuldurinn fyrir að koma fólki í borgarstjórn. Ekki hefur verið staðfest hvort Flokkur fólksins býður fram í borginni en í ljósi úrslita alþingiskosninganna í október verður það að teljast líklegt.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira