Í kvöldfréttum Stöðvar 2 fjöllum við um slysið við Goðafoss um miðjan dag í dag og sýnum myndir frá vettvangi.
Þá heyrum við frá lögfræðingi sem telur viðbúið að gallamálum í nýbyggingum fjölgi verulega á næstu árum og að staða kaupenda hafi versnað fyrningarfrestur sé mun styttri í dag.
Við rifjum upp að Neyðarlögin sem voru samþykkt á Alþingi 6. Október 2008, hafi verið fordæmalaus lagasetning á heimsvísu, en þá fékk Fjármálaeftirlitið víðtækar heimildir til að taka yfir starfsemi bankanna.
Við rifjum upp feril Kim Larsen sem lést í dag sjötíu og tveggja ára að aldri og kíkjum í ævintýraleiðangur í Norræna húsinu.
Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, í opinni dagskrá klukkan 18:30
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2
Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar